Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 10
ákveðnum hugmyndum, sem kenningar um réttarríkið eru byggðar á, eða mark- miðum sem þeim er ætlað að þjóna. Skilgreiningar á réttarríkinu geta þó stund- um falist í því að gera grein fyrir einkennum þess eða kröfum sem uppfylla þarf til að um réttarríki geti verið að ræða. Kenningamar um réttarríkið segja til um ákveðið fyrirkomulag sem þjóðfélagsskipaninni er ætlað að standa á. Þær eru meðal annars byggðar á hugmyndum um að þjóðfélagið skuli lúta almennum reglum sem settar eru með lögum. Einnig eru þær byggðar á því að leyst sé úr deilum í þjóðfélaginu á grundvelli þessara reglna sem gilda á sama hátt fyrir alla sem eins er ástatt um. Eitt megineinkenni réttarríkisins er að fara þarf að lögum og lögin eiga að vera þannig úr garði gerð að samfélagsþegnarnir geti áttað sig á efni þeirra og hagað háttsemi sinni til samræntis við þau. Réttarríkishugtakið tengist enn fremur hugmyndum um frelsi einstaklingsins og kenningum um hvemig það verði tryggt. Þar er lagt til gmndvallar að samskipti einstaklinga, stjómvalda og annarra í réttarríkinu skuli lúta réttarreglum. I því felst ákveðið öryggi borgurunum til handa gegn því að þeir verði beittir gerræðis- legum ákvörðunum stjórnvalda eða yfirgangi þeiiTa og annaira. Samkvæmt þessu verða aðgerðir og ákvarðanir stjómvalda að byggjast á lögum eða viðeig- andi lagaheimildum, en stjómvöld eiga að vera bundin af lögum eins og allir aðrir í samfélaginu. Lagaheimildimar eiga að kveða á um hvað stjórnvöld megi gera og hverjum aðferðum þeim sé leyfilegt að beita í samskiptum við ein- staklinga og aðra sem réttinda njóta að lögum. Til þess að um réttarríki geti verið að ræða verður tilteknum kröfum að vera fullnægt. Lögin verða t.d. að uppfylla ákveðin skilyrði til að þau verði talin full- nægja kröfum réttamkisins. Lögin eiga að vera almenn en í því felst að þau mega ekki beinast sérstaklega gegn tilteknum aðilum, svo sem ákveðnum hópum eða einstaklingum. Lögin eiga því að vera þannig úr garði gerð að í þeim felist almennar reglur en ekki einstaklingsbundnar. Þau mega þar af leiðandi ekki segja fyrir um meðferð eða úrlausnir einstakra mála. Lögin verða jafnframt að vera skýr, í innbyrðis samræmi þannig að unnt sé að fara eftir þeim, þekkt, fyrirsjáanleg og framvirk en ekki afturvirk. Þetta á sérstaklega við um refsilög enda stangast það á við grundvallarhugmyndir um frelsi einstak- lingsins verði honum gerð refsing nema fyrir því sé viðhlítandi refsiheimild, sem kemur fram í lögum sem hann þekkir og getur skilið.2 Framangreindar reglur fela í sér ákveðna vernd einstaklingsins með því að hann getur áttað sig á því fyrir fram hvaða íþyngjandi reglur gildi um háttsemi hans. Þess vegna má segja að það sé mikils virði að búa í réttarríki. Þótt viðurkennt sé að stjórnvöldum beri að fara að lögum, að ákvarðanir þeirra verði að vera byggðar á lögum og að þau ntegi ekkert aðhafast gegn borgurum réttarríkisins nema samkvæmt lögum eða heimildum, sem byggðar 2 Krafa réttarríkisins um að lög þurfi að birta á rætur að rekja til þess að ekki verði farið fram á að lögum sé hlýtt nema sá sem það á að gera eigi þess kost að þekkja þau. í 27. gr. stjómarskrárinnar segir að birta skuli lög. 468
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.