Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 12
réttmæta ástæðu til að draga það í efa. Sjálfstæðir og hlutlausir dómstólar eru ein meginforsendan fyrir því að þeir njóti trausts. Sjálfstæði dómsvaldsins þarf að skilgreina nánar, en um það verður betur fjallað í kafla 4 og um hlutleysið í kafla 5. Samkvæmt grundvallarreglum og kröfum réttarríkisins verður einnig að gæta þess að allir njóti jafnræðis í lagalegu tilliti. Jafnræði verður að vera til staðar, bæði samkvæmt lögum og fyrir dómstólum. I jafnræðisreglunni felst að dómstólar gæti samræmis við meðferð og úrlausnir mála. Þessari reglu er ætlað að tryggja að sama regla gildi um alla sem eins er ástatt um. Tilgangurinn með reglunni um að dónta þurfi að rökstyðja er meðal annars sá að þannig verði unnt að sjá hvemig niðurstaðan hefur verið fengin, að lög hafi ráðið henni og að óhlutdrægni og jafnræðis hafi verið gætt.5 Rökstuðningnum er því meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að dómsúrlausnir verði byggðar á geðþóttaákvörð- unum dómarans. Reglur um meðferð mála fyrir dómstólum eiga að vera bundnar í lögum. Meðferð dómsntála á því heldur ekki að fara að geðþótta dómara. Slíkar reglur verða að tryggja réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Lög og dómstólar réttarríkisins hafa sameiginlega það meginhlutverk að vemda borgarana og tryggja jafnræði þeirra og annarra sem réttinda njóta. Dómstólamir fara jafnframt með það hlutverk að tryggja réttaröryggið eins og áður greinir. Þar sem úrlausnir dómstóla í hverju máli eru þar að auki endan- legar um deiluna, sem þar hefur verið uppi, er enn eitt meginhlutverk dómstól- anna að setja niður deilur og tryggja þar með frið í samfélaginu. Þetta hlutverk hefur lengi verið í höndum þeirra sem með dómsvaldið hafa farið, sem eflaust má telja upprunalegasta hlutverk dómsvaldsins. Nútíma skilgreiningar á hlut- verki dómstólanna í réttarríkinu, kenningar um þrígreiningu ríkisvaldsins og kröfur um sjálfstæða dómstóla komu til löngu síðar. Tilgangurinn með hugmyndinni að réttarríkinu er einkum sá að tryggja friðhelgi einstaklingsins svo og almennt réttaröryggi og frið í þjóðfélaginu. Þjóðfélagsskipanin á að byggjast á lögum. Eitt meginhlutverk dómstóla er að tryggja, þegar það á við, að virtar séu leikreglur réttarríkisins en dómstólum ber að leysa úr deilum, sem spretta af réttarágreiningi, af hlutleysi á grundvelli réttarreglna. Aðgerðir ríkisvaldsins verða að byggjast á lögum og því er lög- unum ætlað að koma í veg fyrir ofríki ríkisvaldsins. Vörn einstaklingsins er lögin sem vemda hann gegn ofríki og ógnarstjóm. Ef lögin eru ekki virt eiga einstaklingar og aðrir þess kost að leita til dómstóla til að ná fram rétti sínum. Forsenda fyrir því að um réttarríki sé að ræða er að óháður og óhlutdrægur dómstóll skeri úr um réttindi borgaranna. Að öðrum kosti er þessi réttur ekki annað en orðin tóm. Dómstólar verða jafnframt að njóta trausts, ella er hætta á að þeim verði ókleift að tryggja réttaröryggi og frið og þar með uppfylla þeir ekki meginskyldurnar sem á þeim hvfla. Þannig verður stjórnarfyrirkomulag og 5 Reglan um að dóma skuli rökstyðja kemur fram í 1. mgr. f-liðar 114. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og 1. mgr. 135. gr. laga um meðlerð opinberra mála nr. 19/1991. 470
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.