Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 14
lýðræðisríkja. Settar voru stjómarskrár í Norður og Vestur-Evrópu sem byggðu á þessum grundvallarhugmyndum um valdastofnanir þjóðfélagsins og þrígrein- ingu ríkisvaldsins. I Bandaríkjum Norður-Ameríku hafði verið sett stjómarskrá sem einnig var byggð á þessu. Hugmyndir um stjómskipulega stöðu dóm- stólanna voru betur útfærðar í þessum stjórnarskrám en gert var með kenn- ingum Montesquieu, einkum í stjórnarskrá Bandarrkjanna. Samkvæmt meginkenningunni, sem reglan um þrígreiningu valdsins er byggð á, skyldi hver hinna þriggja valdaþátta vera sjálfstæður gagnvart hinum. Jafnframt felst í kenningunni að hver þessara þátta takmarki vald hinna. Þannig fyrirkomulag á að tryggja öryggi borgaranna gegn því að þeir verði beittir misrétti af ríkisvaldinu og geðþóttaákvörðunum þeirra sem með völdin fara. Tilgangurinn með þrískiptingu valdsins var því sá að veita borgurunum vemd gagnvart ríkisvaldinu. Islenska stjórnarskráin byggir á þessari hugmyndafræði og kveður á um meðferð ríkisvaldsins, þar á meðal í 2. gr. um þrígreiningu þess í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Reglan um þrígreiningu ríkisvaldsins er þannig lögfest í stjórnarskránni og hún er byggð á þeirri hugmyndafræði að valdið þurfi að takmarka. Valdið er í fyrsta lagi takmarkað með því að það má ekki vera allt á einni hendi og þess vegna er því þrískipt, í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. I öðru lagi felast takmarkanirnar í því að hverjum hinna þriggja þátta er ætlað að takmarka vald hinna tveggja. Þannig takmarkar löggjafarvaldið dómsvaldið með því að skipan dómsvaldsins er ákveðin með lögum samkvæmt 59. gr. stjómarskrárinnar og dómendur mega aðeins dæma eftir lögunum samkvæmt 61. gr. hennar. Dómsvaldinu er ætlað að takmarka löggjafarvald og framkvæmdarvald og hafa eftirlit með þeim þáttum, en samkvæmt venjuhelgaðri reglu dæma dómendur ekki eftir lögum sem fara í bága við stjórnarskrá7 og þeir dæma unr embættistakmörk yfirvalda samkvæmt 60. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar vald- heimildirnar eru skilgreindar. 4. SJÁLFSTÆÐI DÓMSVALDSINS í stjórnarskránni kemur fram sú grundvallarregla að dómsvaldið sé aðskilið frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart þeim þáttum ríkisvaldsins er nauðsynlegt þar sem dómsvaldinu er ætlað að hafa eftirlit með þeim. Auk þess hafa tekið gildi með lögum frá 1994 ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og breytingar voru gerðar á stjómarskránni á árinu 1995 sem kveða á um rétt hvers borgara til að fá úrlausn um réttindi sín 7 Reglan byggist á kenningum um rétthæð réttarheimildanna en hún er skilgreind þannig að stjórnarskráin sé rétthærri réttarheimild en almenn lög og því verði þau að víkja stangist þau á við fyrirmæli í stjómarskrá. 472
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.