Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 16
óháða dómstóla að ákvörðunarvald um svokölluð innri málefni dómstóla sé að
meira eða minna leyti í höndum ráðherra. Bent hafi verið á að ráðherra gæti með
afskiptum sínum af beiðnum um fjárveitingar, starfsmannahaldi og veitingu dóm-
araembætta haft talsverð áhrif á starfsemi dómstólanna. Því sé unnt að draga í efa að
dómstólar séu fyllilega sjálfstæðir og óháðir þessum þáttum ríkisvaldsins. Við
mótun frumvarpsins hafi verið tekið tillit til þessarar umræðu. Einnig hafi verið
hugað sérstaklega að þróun sambærilegrar löggjafar í öðrum ríkjum Evrópu. Þjóð-
réttarlegar skuldbindingar Islands, einkum hvað varði mannréttindi og viðskipti,
valdi því að sú viðmiðun sé ekki aðeins eðlileg heldur í sumum tilvikum einnig
óhjákvæmileg. Við mótun löggjafar um dómstólana verði að hafa í huga að þeim
beri að hafa eftirlit með hinum tveimur þáttum ríkisvaldsins, löggjafarvaldinu
annars vegar og framkvæmdarvaldinu hins vegar. Þeirri stefnu hafi því verið fylgt
við samningu frumvarpsins að tryggja verði í sem ríkustum mæli að dómstólarnir
verði óháðir hinum tveimur þáttum ríkisvaldsins sem þeir hafi eftirlit með.10
Með alþjóðlegum reglum hefur í auknum mæli verið lögð áhersla á að
ráðstafanir verði gerðar til að tryggja sjálfstæði dómstólanna. A sjöundu ráðsteínu
Sameinuðu þjóðanna í Mílanó 26. ágúst til 6. september 1985, um vamir gegn
glæpum og meðferð afbrotamanna, vom samþykktar gmndvallarreglur um sjálf-
stæði dómstóla, staðfestar á allsherjarþinginu 29. nóvember 1985. í 1. lið regln-
anna segir að sjálfstæði dómstóla skuli tryggt af ríkisvaldinu og varið af stjómar-
skrá eða lögum lands. Öllum stofnunum ríkisvaldsins og öðrum stofnunum sé
skylt að virða sjálfstæði dómstóla."
Einnig er tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins No. R (94) 12 til
aðildarríkja þess um sjálfstæði, skilvirkni og hlutverk dómara (On the inde-
pendence, efficiency and role of judges) frá 13. október 1994 ætlað að tryggja
og efla sjálfstæði dómstólanna.
I tilmælunum segir að mælst sé til þess að ríkisstjórnir aðildarríkja geri allt sem
nauðsynlegt sé, og styrki það sem þegar hafi verið gert, til að vinna störfum ein-
stakra dómara og dómskerfisins í heild framgang og treysta sjálfstæði þeirra og
skilvirkni. Vísað er meðal annars til vilja til að stuðla að sjálfstæði dómara til að
treysta réttaröryggi í lýðræðisríkjum og að nauðsynlegt sé að treysta stöðu og vald
dómara til að skapa skilvirkt og réttlátt réttarkerfi. Gera beri tilteknar ráðstafanir,
sem settar eru fram í reglum, sem eiga að tryggja sjálfstæðið. Þar er meðal annars
sett fram sú regla að ríkisstjórn og löggjafarvaldi beri að tryggja að dómarar séu
óháðir og að ekki sé stigið neitt það skref sem stefnt geti því í hættu.12
í kröfunni um sjálfstæði dóntsvaldsins felst að dómarar megi ekki lúta
boðvaldi annarra. Þetta kemur meðal annars fram í 1. mgr. 24. gr. laga um
dómstóla. Þar segir að dómarar séu sjálfstæðir í dómstörfum og leysi þau af
10 Alþingistíðindi A, 122. löggjafarþing, þskj. 176, 176. mál.
11 Reglumar eru birtar í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 1993, bls. 58-60.
12 Sjá heimasíðu Evrópuráðsins: www.coe.int R (94) 12 (8. mars 2005).
474