Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 17
hendi á eigin ábyrgð. Við úrlausn máls fari þeir eingöngu eftir lögum og lúti þar
aldrei boðvaldi annarra. Sama regla kemur fram í 61. gr. stjórnarskrárinnar þar
sem segir að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir
lögunum, eins og áður hefur komið fram. Samkvæmt þessu ber dómara að leysa
úr máli á þann hátt sem lög og aðrar réttarheimildir mæla fyrir um. Þar með
verður dómari að gæta þess að úrlausnir séu byggðar á viðeigandi laga-
sjónarmiðum, hefðum og lögskýringaraðferðum, svo og öðrum viðmiðunum og
aðferðum sem notaðar eru við úrlausnir á lögfræðilegum ágreiningsefnum þar
sem samræmis hefur verið gætt. Sjálfstæði dómara er takmarkað að þessu leyti.
Lög eru sett af lýðræðislega kjörnum fulltrúum og staðfest af forseta
lýðveldisins samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar, en lögunum ber bæði stjórn-
völdum og dómstólum að fara eftir. Hlutverk dómstóla er að skera úr um
álitaefni sem borin eru undir þá, þar á meðal um það hvort lög fari í bága við
stjórnarskrá eða hvort stjórnvöld hafi farið að lögum. Því er nú oftar borið við
í dómsmálum en áður að lög samræmist ekki stjómarskrá og dómsmálum hefur
fjölgað þar sem krafist er endurskoðunar á stjómvaldsákvörðunum eða farið er
fram á skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða stjórnvalda. Til þess að dóm-
stólarnir geti skorið úr um þetta af hlutleysi þurfa þeir að vera sjálfstæðir gagn-
vart öðram þáttum ríkisvaldsins. Sjálfstæðið þarf jafnframt að vera sýnilegt
þannig að hver og einn þurfi ekki að vera í vafa um að leyst sé úr dómsmálum
af sjálfstæðu og óháðu dómsvaldi. Þær skoðanir hafa ítrekað komið fram á
opinberum vettvangi að sjálfstæði dómstólanna sé ekki nægilegt, einkum gagn-
vart framkvæmdarvaldinu. I kröfunni um aukið sjálfstæði dómsvaldsins felst
krafa um sterkara dómsvald og þar með aukið réttaröryggi.
5. HLUTLEYSIÐ
I kröfu réttarrrkisins um hlutlaust dómsvald felst að leyst skuli úr dóms-
málum af óhlutdrægum og óvilhöllum dómara. Aðstæður verða enn fremur að
vera þannig að ekkert sé til þess fallið að draga megi óhlutdrægni dómara með
réttu í efa. Hlutleysið þarf því, á sama hátt og sjálfstæðið, að vera sýnilegt. Þess
vegna er ekki nægilegt að dómarinn sé í raun hlutlaus heldur verður að sjást að
hlutleysinu megi treysta. Ef hlutleysið er ekki tryggt að þessu leyti veikir það
tiltrú manna á því að dómsvaldið uppfylli réttmætar kröfur sem gerðar eru til
þess.
Til marks um það hvort dómari geti talist hlutlaus verður einkum að miða
við að hann hafi ekki sjálfur hagsmuni af úrlausninni. Hann má heldur ekki
tengjast málinu eða hafa komið að því áður á þann hátt sem gerir hann van-
hæfan til að fara með það, og hann má ekki hafa tengsl við málsaðila eða aðra
sem koma fram fyrir hann eða eru vitni í máli. Dómari má heldur ekki vera
háður stjómvöldum eða öðrum, svo sem hagsmunaaðilum eða þrýstihópum, á
þann hátt að haft geti áhrif á afstöðu hans í tilteknum málum. Opinber gagnrýni
má heldur ekki hafa áhrif á störf dómarans þannig að hún ógni hlutleysi hans.
Allir verða að geta treyst því að dómarar dæmi eftir lögunum en ekki eftir
475