Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 17
hendi á eigin ábyrgð. Við úrlausn máls fari þeir eingöngu eftir lögum og lúti þar aldrei boðvaldi annarra. Sama regla kemur fram í 61. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum, eins og áður hefur komið fram. Samkvæmt þessu ber dómara að leysa úr máli á þann hátt sem lög og aðrar réttarheimildir mæla fyrir um. Þar með verður dómari að gæta þess að úrlausnir séu byggðar á viðeigandi laga- sjónarmiðum, hefðum og lögskýringaraðferðum, svo og öðrum viðmiðunum og aðferðum sem notaðar eru við úrlausnir á lögfræðilegum ágreiningsefnum þar sem samræmis hefur verið gætt. Sjálfstæði dómara er takmarkað að þessu leyti. Lög eru sett af lýðræðislega kjörnum fulltrúum og staðfest af forseta lýðveldisins samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar, en lögunum ber bæði stjórn- völdum og dómstólum að fara eftir. Hlutverk dómstóla er að skera úr um álitaefni sem borin eru undir þá, þar á meðal um það hvort lög fari í bága við stjórnarskrá eða hvort stjórnvöld hafi farið að lögum. Því er nú oftar borið við í dómsmálum en áður að lög samræmist ekki stjómarskrá og dómsmálum hefur fjölgað þar sem krafist er endurskoðunar á stjómvaldsákvörðunum eða farið er fram á skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða stjórnvalda. Til þess að dóm- stólarnir geti skorið úr um þetta af hlutleysi þurfa þeir að vera sjálfstæðir gagn- vart öðram þáttum ríkisvaldsins. Sjálfstæðið þarf jafnframt að vera sýnilegt þannig að hver og einn þurfi ekki að vera í vafa um að leyst sé úr dómsmálum af sjálfstæðu og óháðu dómsvaldi. Þær skoðanir hafa ítrekað komið fram á opinberum vettvangi að sjálfstæði dómstólanna sé ekki nægilegt, einkum gagn- vart framkvæmdarvaldinu. I kröfunni um aukið sjálfstæði dómsvaldsins felst krafa um sterkara dómsvald og þar með aukið réttaröryggi. 5. HLUTLEYSIÐ I kröfu réttarrrkisins um hlutlaust dómsvald felst að leyst skuli úr dóms- málum af óhlutdrægum og óvilhöllum dómara. Aðstæður verða enn fremur að vera þannig að ekkert sé til þess fallið að draga megi óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Hlutleysið þarf því, á sama hátt og sjálfstæðið, að vera sýnilegt. Þess vegna er ekki nægilegt að dómarinn sé í raun hlutlaus heldur verður að sjást að hlutleysinu megi treysta. Ef hlutleysið er ekki tryggt að þessu leyti veikir það tiltrú manna á því að dómsvaldið uppfylli réttmætar kröfur sem gerðar eru til þess. Til marks um það hvort dómari geti talist hlutlaus verður einkum að miða við að hann hafi ekki sjálfur hagsmuni af úrlausninni. Hann má heldur ekki tengjast málinu eða hafa komið að því áður á þann hátt sem gerir hann van- hæfan til að fara með það, og hann má ekki hafa tengsl við málsaðila eða aðra sem koma fram fyrir hann eða eru vitni í máli. Dómari má heldur ekki vera háður stjómvöldum eða öðrum, svo sem hagsmunaaðilum eða þrýstihópum, á þann hátt að haft geti áhrif á afstöðu hans í tilteknum málum. Opinber gagnrýni má heldur ekki hafa áhrif á störf dómarans þannig að hún ógni hlutleysi hans. Allir verða að geta treyst því að dómarar dæmi eftir lögunum en ekki eftir 475
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.