Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 20
 pólitískra álitaefna ætti þess vegna heldur ekki að koma fram í dómi. Stundum eru úrlausnarefnin þó þannig að ekki verður hjá því komist að taka afstöðu til álitaefna sem snúast um ágreiningsefni sem ættu betur heima á vettvangi stjómmálanna. Þar er dómaranum vissulega vandi á höndum. Hann kann í þeim tilvikum að eiga í erfiðleikum með að sýna fram á að hlutleysis hafi verið gætt við dómsúrlausnina. Þar sem slík ágreiningsefni eru æ oftar borin undir dóm- stóla þarf óhjákvæmilega að gera auknar kröfur um óvilhalla dóniara. Þetta þarf að hafa í huga þegar skilgreint er hvað átt er við með því að gæta þurfi að hlut- leysi dómsvaldsins. Gæti dómarar ekki fyllsta hlutleysis við úrlausnir mála er dómsvaldið ófært um að tryggja réttaröryggið með viðunandi hætti. Með því er einnig grafið undan trausti sem dómstólamir verða að njóta. Með kröfunni um sterkara og sjálfstæðara dómsvald er enn brýnna en ella að gæta að reglunni um hlutleysi dómsvaldsins. 6. DÓMSVALDIÐ OG NÚTÍMADÓMSTÓLAR Dómsvaldið er ekki sérstaklega skilgreint í stjórnarskránni. I einstökum ákvæðum hennar og í réttarfarslögum og lögum um dómstóla kemur hins vegar fram hvert hlutverk dómstólanna er, og má af þessum réttarheimildum ráða til hvers dómsvaldið tekur. Dómsvaldið er enn fremur að hluta til unnt að skil- greina út frá valdsviði annarra æðstu stofnana þjóðfélagsins, en hverjum hinna þriggja þátta ríkisvaldsins er ætlað ákveðið hlutverk. Ekki er gert ráð fyrir að hver þeirra fari inn á valdsvið hinna þótt hverjum þeirra sé ætlað að takmarka vald hinna eða hafa eftirlit með þeim eins og hér að framan er lýst. Það veldur því þó að skipting rrkisvaldsins í þrjá aðskilda þætti er ekki eins greinileg og ætla mætti og æskilegt væri ef aðeins væri stefnt að því að hafa reglumar um hlutverk og valdsvið dómstóla sem skýrastar og einfaldastar. Þetta gerir skilgreiningar á dómsvaldinu erfiðari og flóknari en ella. Starfsemi dómstóla og þróun dómsvaldsins hefur enn fremur oft verið háð þjóðfélagsaðstæðum hverju sinni.14 Þess vegna geta kröfur sem gerðar eru til dómstólanna verið breytilegar, enda er eðlilegt að þær séu háðar aðstæðum og þróun á hverjum stað og tíma. Örar breytingar í þjóðfélaginu geta kallað á breytt hlutverk dómsvaldsins þrátt fyrir að lagaákvæðin hafi lítið eða ekkert breyst, og án þess að grundvöllurinn eða hugmyndafræðin, sem starfsemi dóm- stólanna er byggð á, hafi í raun breyst. Skilgreiningar á hlutverki dómstólanna í réttarríkinu getur því þurft að endurskoða þar sem tekið er tillit til eðlilegrar þróunar dómsvaldsins og aðlögunar þess í nútímasamfélagi. Slíkar breytingar geta t.d. valdið því að dómsvaldið teygi sig of langt og fari með því út fyrir valdsvið sitt og inn á valdsvið löggjafar- eða fram- kvæmdarvaldsins. Það er auðvitað ekki æskilegt og ekki til þess ætlast, enda er 14 í greinum Hreins Loftssonar: „Efling dómsvalds'* og „Leitin að réttlátari dómstólum" eru fróðleg og greinargóð yfirlit yfir þróun dómsvaldsins í Evrópu og Bandaríkjum Norður-Ameríku. 478
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.