Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 21
það til þess fallið að grafa undan trausti á dómsvaldinu.15 Þessi hætta er einkum fyrir hendi þar sem dómstólar þurfa æ oftar að leysa úr málum þar sem því er borið við að lög fari í bága við stjómarskrá eða að framkvæmdarvaldið hafi farið út fyrir eigin valdmörk. Endurskoðun á mannréttindakafla stjórnarskrár- innar, sbr. stjómskipunarlög nr. 97/1995, og lögfesting Mannréttindasáttmála Evrópu með lögunr nr. 62/1994 hefur meðal annars leitt til þess að dómstólar þurfa enn oftar en áður að leysa úr deiluefnum er snerta réttindi sem þar eru lögfest. Það breytir hins vegar engu um það að allir verða að geta treyst því að dómstólarnir virði valdmörkin. Þetta er mjög mikilvægt með tilliti til þess að dómstólum er ætlað að stuðla að friði í þjóðfélaginu og til þess verður að ætlast að sátt ríki urn störf og verk dómenda. Þannig þjóna dómstólamir best því hlutverki sem þeim er ætlað í réttarríkinu. Deilur um valdmörkin geta því vakið tortryggni þótt rökræður um þau ættu ávallt að þjóna jákvæðum markmiðum. Bent hefur verið á að löggjafinn hafi í reynd vísað talsverðu af löggjafar- starfinu til dómstólanna.16 Astæður fyrir því eru meðal annars taldar þær að með löggjöf síðustu áratuga hafi verið seilst til æ fleiri og flóknari sviða þjóðlífsins, þar á meðal þátta í lífi manna sem vandi sé að ná viðhlítandi tökum á með orðaðri reglu. Afleiðingin hafi orðið sú að þeim lagaákvæðum fari sífellt fjölgandi, sem beri með sér að löggjafanum hafi ekki tekist að ná tökum á viðfangsefninu, en þau séu almennt orðuð, merkingarlítil og veiti mikið svigrúm. Breytingar í þjóðfélaginu verði sífellt örari, þannig að löggjafinn valdi því ekki að laga löggjöfina nægilega ört að nýjum aðstæðum. Tíðar lagabreytingar séu auk þess óæskilegar frá sjónarmiði réttaröryggis. Löggjafarstarfi fari meðal annars af þessurn ástæðum hnignandi. Miklar umbyltingar í lögum komi auk þess til vegna fjölþjóðasamstarfs, einkum EES. Ætla megi að dómstólar þurfi þá að leysa úr margvíslegum vanda vegna réttaróvissu og móta reglur.17 Þá hefur einnig verið bent á að löggjafinn hafi brugðist við erfiðleikum er fylgi lagasetningu með almennt orðuðum lagaákvæðum, sem minni fremur á stefnuyfirlýsingar en eiginleg fyrirmæli, eða vísireglum þar sem skírskotað sé til teygjanlegra og matskenndra hugtaka og orða. Afleiðingin hafi orðið sú að löggjafinn hafi varpað endanlegum ákvörðunum um skipan mála í þjóðfélaginu 15 Sjá t.d. í því sambandi grein Davíðs Oddssonar þar sem vísað er til þess að dómstólar hafi gengið of langt og farið út iyrir þau mörk sem dregin hafi verið milli valdheimilda löggjafarvalds og dómstóla, sbr. bls. 8-9. A bls. 12 segist höfundur óttast „að dómstólar séu að taka sér nokkuð annað hlutverk en stjómskipun okkar gerir að öðru jöfnu ráð fyrir. Og þá setja þeir ekki niður deilur manna, heldur magna þær upp - dómur verður þá ekki endir hverrar þrætu, heldur upphaf hatrammra deilna, sem í verstu tilvikum eitra allt þjóðfélagið, eins og við höfum því miður alltof mörg dæmi um upp á síðkastið". 16 Sigurður Líndal: „Stjómskipulegt vald dómstólanna“, bls. 111. 17 Sama heimild, bls. 110-111. Sama afstaða kemur fram í grein hans: „Hlutur dómstóla í þróun réttarins", bls. 296. 479
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.