Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 24
valdinu og meðferð þess í réttarríkinu. Með því væri ef til vill unnt að varpa
skýrara ljósi á það hvers þurfi að gæta til að varðveita hlutleysi dómsvaldsins
og tryggja betur en ella að dómstólar fari ekki út fyrir valdheimildimar.
7. LÖGFRÆÐILEGAR ÚRLAUSNIR
Hinar hefðbundnu aðferðir lögfræðinnar eru þær að leita að og finna við-
eigandi réttarheimildir sem réttilega verður beitt á það sem um ræðir samkvæmt
almennum viðmiðunum og í samræmi við hefðbundnar lögskýringar, laga-
túlkanir og reglur réttarheimildafræðanna. Með réttum aðferðum ætti því að
vera unnt að komast að lögfræðilega réttri niðurstöðu.
Við úrlausn dómsmála reynir að nokkru leyti á þessa aðferðafræði. Þar þarf
að beita viðeigandi lagareglum og öðrum réttarheimildum á tilvikið og máls-
atvikin, sem um ræðir í hverju máli, í samræmi við hinar viðurkenndu lög-
fræðilegu aðferðir. Mál þarf að dæma eftir lögum á grundvelli þess sem liggur
fyrir í því. Málsatvikin og það sem fram hefur komið þarf að meta og setja í
lögfræðilegt og rökrétt samhengi. Akveða þarf hver málsatvik skipti máli að
lögum og á hvern hátt. Það sem fram hefur komið þarf að meta í heild þar sem
greind eru aðalatriði frá aukaatriðum. Greina þarf hver tengsl eru milli þess sem
sett er fram og draga þarf rökréttar ályktanir af því. Beita þarf rökfærslu sem
sýnir að lög hafi leitt til niðurstöðunnar.
Rökfærslan og sú vinna sem þarna liggur að baki er ekki endilega aðeins
lögfræðilegs eðlis. Það getur sérstaklega átt við þegar beita þarf mati. Sönn-
unarmat þarf t.d. ekki endilega að vera mjög lögfræðilegt. Þar þarf venjulega að
beita rökhugsun sem byggð er á þekkingu á málavöxtum og innsæi í mannlega
hegðun. Við sönnunarmat þarf t.d. að kanna hvort skýrslugefandi hefur ástæðu
til að segja ósatt og hverjar ástæðurnar eru fyrir því. Kanna þarf hve traust
frásögnin er, meðal annars hvað hafi komið fram sem bendi til að henni megi
treysta og hvort annað hafi komið fram sem annað hvort styður hana eða dregur
úr trúverðugleika hennar. Þegar fram kemur misræmi í gögnum þarf að athuga
hvort til eru haldbærar skýringar á því og hverjar þær eru. Hin lögfræðilega
úrlausn ræðst meðal annars af því hvernig þessi atriði eru meðhöndluð og
metin. Um þau gilda ekki endilega einhlítar viðmiðanir og ekki er alltaf á það
að treysta að úr þeim verði leyst ineð hinum hefðbundnu aðferðum lögfræð-
innar. Þar að auki eru lög oft almennt orðuð og veita því dómstólum svigrúm til
túlkana, eins og fram kemur í kaflanum hér á undan og heimildum sem þar er
vísað til. Af þessum sökum, meðal annars, er ekki á það að treysta að dóms-
úrlausnir séu fyrirsjáanlegar.
Akvörðun refsinga getur einnig verið háð mjög vandasömu mati sem
lögfræðin á ekki endilega svör við. Meta þatf hversu mikilvægt það er sem
brotið hefur beinst gegn, hversu yfirgripsmiklu tjóni það hefur valdið, hversu
mikil hætta var búin af verkinu og hversu styrkur og einbeittur vilji brota-
mannsins hefur verið. Við ákvörðun refsinga getur ráðið úrslitum hvernig þessi
atriði eru metin. Auk þess þarf oft að taka tillit til margra ólíkra þátta sem geta
482