Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 26
dómenda sýna glöggt hvernig málið hefur verið metið með ólíkum hætti, annars
vegar af meirihluta dómenda og hins vegar af minnihlutanum.
I málinu krafðist sóknaraðili þess að sér yrði heimilað að fá dóttur sína og
varnaraðila tekna úr umráðum vamaraðila með beinni aðfarargerð en sóknaraðili fór
með forsjá hennar. Meirihluti dómenda leggur mesta áherslu á að leysa málið út frá
þeirri viðmiðun að sóknaraðili færi með forsjá stúlkunnar, en það hefði verið talið
stúlkunni fyrir bestu og engin gögn hefðu verið lögð fram í málinu sem breyttu
þeirri niðurstöðu. Ekki hefðu verið færð fram rök sem veittu tilefni til að
varhugavert yrði talið að gerðin næði fram að ganga. Minnihlutinn áleit hins vegar
að leysa þyrfti úr málinu meðal annars út frá þeirri lagareglu að taka bæri tillit til
afstöðu og vilja stúlkunnar, sem var á 16. aldursári, en hún hafði ítrekað lýst þeirri
afstöðu að hún vildi fremur búa hjá vamaraðila en sóknaraðila.
Lagareglumar sem þarna er um ræða eru alls ekki skýrar eins og ráða má
af dóminum. Þess vegna getur afstaða og viðhorf dómenda til þess sem leysa
þarf úr skipt meginmáli fyrir niðurstöðuna. Það á sérstaklega við þegar ekki er
við neinar almennar viðmiðanir að styðjast. Því má hins vegar halda fram að
sératkvæðið endurspegli víðsýni dómaranna sem að því stóðu, enda virðast þeir
hafa talið að fleira skipti máli en það sem meirihluti dómenda taldi að ráða ætti
úrslitum. Það sem fram kemur í þessum dómi og samanburður á því og sér-
álilinu er í öllu falli gott dæmi um það að niðurstaðan ráðist ekki af lagareglum
eingöngu heldur geti viðhorf dómenda til margvíslegra atriða í málinu, og mat
þeirra á þeim, skipt mjög miklu máli fyrir niðurstöðuna. Samsetning réttarins er
auk þess sérstaklega þýðingarmikil þegar hin ólíku viðhorf ráða jafn miklu og
hér hefur orðið raunin um hina lögfræðilegu úrlausn. Dómurinn er einn af
mörgum slíkum þar sem lagareglurnar einar ráða ekki niðurstöðunni enda eru
þær ófærar um það. Dómendur leiða niðurstöðuna af lagareglum sem þó er að
miklu leyti háð ákvörðunum þeirra og mati. I dóminum gerir meirihluti dóm-
enda það á annan hátt en minnihlutinn.
Mikilvægt er að hafa í huga að leysa þarf úr dómsmálum á grundvelli lög-
fræðilegrar þekkingar, menntunar og reynslu þess dómara eða þeirra dómara
sem leysa úr dómsmáli hverju sinni. Einnig þarf dómari að leysa úr máli af
innsæi og þekkingu á mannlegri hegðun, í samræmi við heilbrigða skynsemi,
rökhugsun og eðlilega dómgreind. Fram þarf að koma að forsendur styðji niður-
stöðuna og að forsendurnar séu í samræmi við þá þekkingu sem er fyrir hendi
á hverjum tíma. Þess þarf jafnframt að gæta að rökleiðslan brjóti ekki gegn
almennum lögmálum um rökrétta hugsun. Þess vegna þarf rökfærslan að vera
skýr, skiljanleg og skilmerkileg, ella þjónar hún ekki þeim tilgangi sem henni
er ætlað. Ekki má láta sjónarmið, sem byggð eru á geðþótta, persónulegum
skoðunum, tilfinningum, fordómum, hugsanavillum, hlutdrægni eða sérvisku,
hafa áhrif á úrlausnina. Dómarinn þarf að geta greint á milli persónulegra
skoðana og eigin afstöðu annars vegar og ahnennra viðmiðana hins vegar.
Hæfileikar dómarans til þessa velta ekki á lögfræðiþekkingunni einni.
484