Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 27
Þegar þetta er allt saman haft í huga verður að líta svo á að dómsúrlausnir séu ekki að öllu leyti eða óhjákvæmilega lögfræðilegar þrátt fyrir að þær snúist að meira eða minna leyti um að leysa úr hinni lögfræðilegu deilu. Af þessum ástæðum meðal annarra eru úrlausnir dómara heldur ekki endilega fyrirsjáan- legar þótt lög eigi að vera fyrirsjáanleg. Inn í úrlausn dómsins blandast oft ýrnis atriði sem þurfa ekki endilega að vera mjög lögfræðileg. Dómarinn þarf að velja rökin fyrir niðurstöðunni í hverju máli, en í því sambandi getur skipt mjög miklu máli hverjum augum hann lítur á það sem fram hefur komið. Honum ber þó ávallt að forðast að láta einstaklingsbundnar skoðanir hafa áhrif á það hvemig hann lítur á málið eða á hvem hátt hann færir rök fyrir niðurstöðunni, en gæti hann þess ekki getur verið ástæða til að draga óhlutdrægni hans í efa. Sjálfstæði dórnara er enn fremur takmarkað af því að hann láti ekki einstaklingsbundnar skoðanir hafa áhrif á dómsúrlausnir enda gæti með því skapast sú hætta að samræmis verði ekki gætt. Engu að síður getur dómara þótt tiltekin atriði skipta miklu máli sem öðrum gæti þótt litlu máli skipta. Dómari verður að sjálfsögðu að forðast allar öfgafullar skoðanir. Þar sem honum ber að líta á úrlausnarefnið út frá almennum viðmiðunum þarf hann að bera skynbragð á hver þau eru og hvernig þau hafi áhrif eða geti átt við um það mál sem um ræðir hverju sinni. Meta þarf málið í heild en ekki út frá afmörkuðum atriðum sem ættu í raun ekki að skipta máli ef lilið er hlutlaust á úrlausnarefnið. Þess vegna er mikilvægt að dómari sé víðsýnn og þar með fær um að hafa heildarsýn á það sem um ræðir sem styðst að öllu jöfnu við það sem almennt verður talið rétl. Almennar viðmiðanir eru þó ekki nógu algildar til þess að við þær verði stuðst í öllum tilvikum. Þegar það tekst hins vegar ætti það að efla traustið til dómstólanna. Af þessu má sjá að miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem gegna dómara- störfum. Dómarar þurfa að búa yfir ákveðnum hæfileikum umfram lögfræði- þekkingu, en hún ein nægir ekki í dómarastarfinu þótt hún sé mjög mikilvæg. Viðfangsefni dómstólanna felast oft í því að leysa úr ágreiningi um það hvort eða hvernig tiltekinni reglu eða reglum verði beitt á hin ólíku og margbreytilegu atvik sem fyrir liggja og mati á þeim. Afstaða og mat dómara getur þar skipt meginmáli en verður þó að vera innan eðlilegra marka, meðal annars til að hlutleysið sé tryggt og að samræmis verði gætt í úrlausnum. Lögfræðiþekkingin ein er þar af leiðandi ekki fullkomin trygging fyrir því að viðkomandi hafi alla þá hæfileika sem dómari þarf að hafa til að geta gegnt dómarastarfinu vel. Aðra þætti þarf líka að hafa til viðmiðunar við mat á því hverjum hæfileikum dómarar þurfi að vera búnir. Með því eru meiri líkur á að réttaröryggið verði betur tryggt en ella. 8. HVERS ÞARF AÐ GÆTA VIÐ VAL Á DÓMARA í EMBÆTTI? Kröfur sem gerðar eru til dómstólanna eru miklar og fara greinilega vaxandi. Til þess að dómstólamir standi undir þessum kröfum hlýtur að þurfa að efla þá og styrkja, en það má gera með margvíslegu móti. Mikilvægt er þá að hafa markmiðin, sem þar ber að stefna að, efst í liuga. 485
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.