Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 28
Með því að stefna að sterkara dómsvaldi aukast líkurnar á meira réttar-
öryggi. Því markmiði verður þó ekki náð nema réttilega verði með dómsvaldið
farið. Til þess að tryggja það þarf meðal annars að standa vel að því að velja
dónrara í embætti. Aðferðir sem notaðar eru til þess ættu að miða að því að
hæfasti einstaklingurinn, sem völ er á hverju sinni, verði valinn til að gegna
dómarastöðu, en það er í samræmi við almennar reglur stjórnsýslunnar. Megin-
markmiðið hlýtur því að vera að vanda valið. Þekking á dómarastarfinu, og
þeim faglegu kröfum sem gera verður til þeirra sem fara með dómstörf, er
mikilvæg forsenda fyrir því að unnt verði að standa vel að slíku mati.
Einnig er mikilvægt að tryggja hlutleysi við val á dómara í embætti. Ekkert
annað má hafa áhrif en faglegur mælikvarði á hæfileika þeirra sem sækja um
dómarastöður þegar valinn er hæfasti umsækjandinn. Lög eru oft sett með
ákveðna hagsmuni að leiðarljósi, væntanlega almannahagsmuni en ekki sér-
hagsmuni. Þess vegna ætti dómari hvorki að vera talsmaður einhverra sér-
hagsmuna né vera því marki brenndur að hann geti verið það, enda myndi það
skapa tortryggni og vekja efasemdir um hlutleysi hans. Þetta eru veigamiklar
ástæður fyrir því að dómari verður að vera nægilega aðgreindur og aðgreinan-
legur frá pólitískum valdhöfum og hagsmunaaðilum. Það breytir þó engu um
þau takmörk senr dómstólar verða að sæta, eins og aðrir þættir ríkisvaldsins.
Takmarkanimar felast í því að þeir eru bundnir af lögum og verða að byggja
ákvarðanir sínar á þeim og viðeigandi lagaheimildum. Þess vegna er einmitt
mikilvægt að til dómarastarfa veljist þeir sem hafa mikla þekkingu á lögum,
hæfileika til að beita þeim við úrlausnarefnin sem dómstólarnir fá í hendur og
færni til að gegna dómarastarfinu af fagmennsku og hlutleysi.28
Aukin áhersla hefur verið lögð á að bæta aðferðir við mat á hæfni um-
sækjenda um dómarastöður. Þetta var gert með lögum nr. 92/1989 sem tóku
gildi 1. júlí 1992. I 2. mgr. 5. gr. laganna voru fyrirmæli um að dómsmála-
ráðherra skipaði dómnefnd sem skyldi fjalla um hæfni umsækjenda um embætti
héraðsdómara. Um lagaákvæðið segir í athugasemdum sem fylgdu laga-
frumvarpinu að megintilgangur þess sé að styrkja sjálfstæði dómstólanna og
auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum fram-
kvæmdarvaldsins. Ekki sé að efa að tilvist umsagnarnefndarinnar verði auk
þess hvatning fyrir lögfræðinga, sem hyggi á starfsferil sem dómara, til að afla
sér framhaldsmenntunar og leggja stund á fræðistörf á sviði lögfræði.29 Laga-
ákvæðið hefur verið fellt niður, en sambærilegt ákvæði er í 3. mgr. 12. gr. laga
um dómstóla nr. 15/1998. í athugasemdum með frumvarpinu sem við eiga um
núgildandi lagaákvæði segir að fyrirmælin um dómnefnd til að fjalla um hæfni
28 Ditlev Tamm segir á bls. 91: „Domstolsarbejde er fbrst og fremmest professionelt arbejde, der
kræver den tekniske indsigt, som gode jurister har“.
29 Alþingistíðindi A, 1988-1989, þskj. 204, bls. 1125.
486