Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 30
Ýmsar alþjóðlegar reglur hafa verið settar til að tryggja að ákvarðanir um
skipan dómara og framgang í dómarastarfi verði í höndum hlutlauss aðila. Lögð
er þar megináhersla á að faglegt mat hins hlutlausa aðila verði látið ráða slíkum
niðurstöðum.
Evrópusamtök dómara hafa sett reglur um skipun dómara í embætti,
Judges' Charter in Europe, frá árinu 1992, með breytingu frá árinu 1996. í 4.
gr. reglnanna segir að val á dómara skuli eingöngu byggjast á hlutlægum
sjónarmiðum sem tryggi faglega hæfni hans. (The selection of Judges must be
based exclusively on objective criteria designed to ensure professional
competence). Oháð nefnd, skipuð fulltrúum dómsvaldsins, tilnefni dómara.
Utiloka beri annars konar áhrif og þá sérstaklega flokkspólitíska hagsmuni
(political influence). í 5. gr. segir að hin óháða nefnd skuli beita sömu
meginreglum varðandi hlutleysi, faglega hæfni og sjálfstæði þegar teknar eru
ákvarðanir um starfsframa dómara og þeim sem gildi um val hans.32
í tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkja þess, R (94) 12,
um sjálfstæði, skilvirkni og hlutverk dómara, sem hér að framan er vitnað til,
koma sömu sjónarmið fram. 1 I. kafla eru settar fram grundvallarreglur um
sjálfstæði dómara. I c-lið 2. gr. þess kafla segir meðal annars að allar ákvarðanir,
sem varða embættisferil dómara, beri að byggja á hlutlægum sjónarmiðum
(objective criteria). Verðleikar skuli ráða vali á þeim í embætti og starfsferli, þar
sem miða skuli við hæfileika til að gegna starfinu, heiðarleika, fæmi og afköst.
Akvörðunarvald um val við veitingu dómaraembætta og starfsferil dómara skuli
vera óháð ríkisstjórn og stjórnvöldum. Til að vemda sjálfstæði þess valdhafa
sem tekur ákvörðun ættu reglur að tryggja að t.d. dómstólar velji þá sem þar eigi
sæti.33
A 39. þingi Alþjóðasambands dómara í Amsterdam 22.-26. september
1996 var fjallað um ráðningu og þjálfun dómara í nútíma samfélagi. Þátttak-
endur voru sammála um að það væri grundvallaratriði að afnema algerlega öll
afskipti pólitískra aðila af vali eða framgangi dómara. Þetta væri mikilvægt,
bæði til þess að tryggja hlutleysi einstakra dómara og til þess að tryggja sjálf-
stæði dómstólanna. Brýnt væri að gæta algerlega hlutlægra viðmiðana við val á
dómara til að tryggja að hæfasta fólkið verði valið til dómarastarfa.34
I Danmörku var réttarfarslögum, „retsplejelov", breytt með lögum nr. 402
frá 26. júní 1998 sem tóku gildi I. júlí 1999. Samkvæmt núgildandi 43. gr. dönsku
réttarfarslaganna ber að skipa í dómarastöður eftir heildarmati á hæfni um-
sækjanda til að gegna stöðunni. I lagagreininni segir að leggja skuli höfuð-
áherslu á lögfræðilega þekkingu og persónulega eiginleika umsækjanda. Einnig
skuli við matið litið til þess hvort umsækjandi hafi fjölbreytilegan lögfræði-
legan starfsferil og að auki skuli tekið tillit til þess að við dómstólinn skuli vera
32 Reglurnar eru birtar í „Bilag til Domstolsudvalgets betænkning". bls. 51-55.
33 Sjá neðanmálsgrein 12.
34 Dómarafélag íslands, bls. 10.
488