Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 31
dómarar með mismunandi lögfræðilegan starfsferil. Með 43. gr. a er mælt fyrir um umsagnarráð „Dommerudnævnelsesrád" sem skuli gera tillögu til ráðherra um skipun í dómarastöðu. Tillaga ráðsins skal vera rökstudd. Þetta fyrirkomu- lag þótti við lagabreytinguna tryggja best þá hagsmuni sem í húfi eru þegar skipað er í dómarastöðu. Með umsagnarráðinu þótti meðal annars hlutleysið betur tryggt en væri ákvörðunarvald um skipan dómara í höndum dómstólanna sjálfra eða þjóðþingsins, sem af eðlilegum ástæðum gæti ekki tryggt hlutleysið á sama hátt og umsagnarráðið.35 Sömu sjónarmið komu fram við breytingar á dómstólalögunum í Noregi, „Lov om domstolene“ (domstolloven). Við undirbúningsvinnu að lagabreyt- ingunum lágu fyrir ýmsir valmöguleikar á aðferðum við að meta hæfni um- sækjenda til að gegna dómarastöðum. Samkvæmt breytingum á norsku dóm- stólalögunum með lögum nr. 62 frá 15. júní 2001, sem gengu í gildi 7. maí 2002, gerir sérstakt ráð „Innstillingsrádet“ tillögu til konungs áður en skipað er í dómarastöðu. Lögð var meðal annars áhersla á að þeir sem sætu í ráðinu hefðu innsæi í stöðu dómstólanna í stjórnskipaninni og þekkingu á störfum þeirra og verkefnum, svo og þeim kröfum sem beri að gera til dómara.36 í báðum löndum, þ.e. Danmörku og Noregi, var með þessum lagabreyt- ingum lögð áhersla á að ferlið við að skipa í dómarastöðu væri opið og gegn- sætt. Slfkt fyrirkomulag veldur síður tortryggni í garð dómstólanna.37 Viðhorfið sem felst í því að tryggja þurfi sem best að dónrstólarnir njóti trausts sem hlutlausar stofnanir, þar sem leyst er úr málum af þeim sem besta faglega þekk- ingu hafa á því sem um ræðir, er eðlilegt þegar haft er í huga hverjum tilgangi dómstólarnir þjóna í réttarríkinu. Slíkt viðhorf virðist hafa skipt mjög miklu máli þegar núverandi fyrirkomulag um val á dómara í embætti var lögfest í Danmörku og Noregi. Sama ætti að gilda hér á landi enda eru hagsmunimir á allan hátt þeir sömu. Af öllu þessu verður að álykta að mestu máli skipti að tryggja að faglegt mat á hæfni dómara til að gegna dómarastöðu fari fram af hlutlausum aðila sem hefur næga þekkingu á störfum dómstólanna þannig að hann sé fær um að 35 „Domstolsudvalgets betænkning", bls. 242-244. Ein ástæðan fyrir því að ekki þótti rétt að þjóðþingið kæmi að þessu ferli var sú að það myndi veikja traustið til dómstólanna. Um það segir á bls. 243: „At lade sádanne partipolitiske hensyn influere pá dommerudnævnelseme ville ikke alene betyde et afgórende brud med den ordning, som har været gældende siden junigrundloven af 1849, men ville indebære en alvorlig risiko for, at domstolenes stilling som en uafhængig og partipolitisk neutral statsmagt ville blive draget i tvivl og befolkningens tillid til domstolene dermed svækket“. 36 „Domstolene i samfundet", bls. 195. 37 Sjá sömu heimild, bls. 191: „Etter kommisjonens vurdering er dommerutnevnelsene et af de viktigste omrádene for borgemes tillit til domstolene. Mistanke om at man utnevner dommer som ikke fullt ut har den faglige og personlige integritet som skal til for á komme med upartiske avgjprelser, vil være blant det som i sterkest grad er egnet til á svekke borgemes tillit til domstolene og de dpmmende avgjprelsene. Reglene om dommerutnevnelser má være utformet og praksis má utvikles pá en slik máte at folk flest fár tillit til at dommerene hprer med til landets beste fagfolk, og at de er uavhengige og upartiske i sine avgjprelser". 489
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.