Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 34
Dómari þarf að vera fær um að beita margvíslegu mati, eins og rakið er í kaflanum hér á undan, þar sem almennar viðmiðanir eru lagðar til grundvallar en ekki einstaklingsbundnar. Þess vegna ættu þeir sem fara með dómstörf að hafa þannig bakgrunn að hann nýtist við hið margvíslega mat sem á reynir við dómsúrlausnir. Fjölbreytilegur bakgrunnur dómara ætti að endurspegla enn betur en ella þær almennu viðmiðanir sem ætlast er til að dómendur beiti við mat á því sem skiptir máli við úrlausnir dómsmála. Konur geta t.d. haft ólíka sýn á slíkt matsatriði en karlar.40 Ef beitt væri við úrlausnir dómstóla við- miðunum sem aðeins annað kynið almennt notar eru þær viðnriðanir augljós- lega miklu þrengri og síður almennar en þær almennu viðmiðanir sem bæði kynin nota samanlagt. Þess vegna skiptir miklu máli að dómstólar nútímans séu skipaðir báðum kynjum, helst að jöfnu, eftir því sem frekast er unnt. Til þess að því verði komið til leiðar þarf að gæta þess sérstaklega að hæfni og reynsla kvenna verði ekki vanmetin við val á dómara í embætti. Með þessu er ekki átt við að hæfni dómaraefna verði metin út frá kynferði, eða að kynjum verði á nokkurn hátt misntunað í slíku mati, heldur er átt hér við að ekki verði gert lítið úr hæfileikunt, sem konur hafa umfram karla, eða að hæfileikar karla verði ekki ofmetnir á kostnað hæfileika kvenumsækjenda, eins og stundum hefur verið bent á að gerst hafi þrátt fyrir að ástæður fyrir því séu óljósar og lítt útskýran- legar.41 Þar sem dómstólarnir nota oft viðmiðanir sem þeir hafa sjálfir mótað er auk þess mjög mikilvægt, réttaröryggisins vegna, að konur eigi jafnan þátt og karlar í að móta þær viðmiðanir. Það verður ekki gert nema konur gegni dómarastörfum á sambærilegan hátt og karlar. Slíkt fyrirkomulag styrkir dóm- stólana og ætti að efla traustið til þeirra. Því verður að treysta að bæði Hæstiréttur og dómnefndin samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga um dómstóla geti beitt faglegu mati í umsögn um hæfni umsækjanda um dómarastöður, en þessir umsagnaraðilar ættu að hafa öðrum fremur viðeigandi þekkingu til að skilgreina hæfileika og meta fræðilega þekk- ingu og hæfni umsækjenda um dómarastarf til að gegna slíku starfi. Mikilvægt er að umsagnaraðili beiti almennum viðmiðunum við matið en ekki einstak- 40 Hér er átt við ólík viðhorf en ekki að konur og karlar hafi ólíka hæfileika til dómarastarfa eða að tilefni sé til að flokka hæfileikana eftir kynjum. 41 I grein Gunnars Hersveins „Jafnréttisbaráttan 2004“ er því haldið fram að sérstökum aðgerðum hafi verið beitt til að bola konum burt til að tryggja völd karlmanna. I greininni eru meðal annars rakin dæmi sem höfundur telur að sýni þetta. A bls. 6 segir um kynjahlutfall í Hæstarétti: „Gengið var fram hjá konu árið 2003 og 2004 við skipun í Hæstarétt, því hvorki hæfnisnefnd Hæstaréttar sjálfs né Bjöm Bjamason dómsmálaráðherra eða Geir H. Haarde töldu það ómaksins vert að jafna hlut kynjanna í Hæstarétti með því að meta starfskrafta Hjördísar Hákonardóttur hrl., sem sótti um embættið, að verðleikum. Miklar umræður spunnust um þetta mál á árinu og gerðu bæði umboðs- maður Alþingis og kærunefnd jafnréttismála alvarlegar athugasemdir við skipunina 2003“. 492
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.