Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 36
málamiðlunum á kostnað faglegra sjónarmiða. Umsækjandi um hæstaréttar- dómarastöðu getur auk þessa þurft að keppa að vinsældum til að hljóta sam- þykki tilskilins meirihluta Alþingis. Þannig gætu vinsældir ráðið úrslitum á kostnað faglegra sjónarmiða og hlutleysis. Alþingi getur ekki talist hlutlaus stofnun en með þessari aðferð getur verið hætta á að stjómmálamenn seilist til óheppilegra áhrifa innan dómstólanna.45 Af því sem hér að framan er rakið, meðal annars reglum sem settar hafa verið í Danmörku og Noregi svo og á alþjóðavettvangi, er Ijóst að stefnt hefur verið að því að koma í veg fyrir að aðrir þættir ríkisvaldsins hafi óeðlileg og óheppileg afskipti af dómsvaldinu. Það er meðal annars gert í þeim tilgangi að tryggja að hlutleysinu megi treysta og því að fagleg sjónarmið verði eingöngu látin ráða úrslitum en önnur ekki, svo sem flokkspólitísk, þegar hæfni um- sækjenda um dómarastarf er metin. Slíkt mat þarf að vera í höndum þeirra sem besta þekkingu hafa á dómarastörfum og geta metið hverra hæfileika er þörf til að gegna þeim. Val á dómara í embætti má ekki valda tortryggni. Slíkt veikir dómsvaldið, teflir réttarörygginu í tvísýnu og grefur undan réttarríkinu svo og hagsmununum sem því er ætlað að vernda.46 Allir geta staðið frammi fyrir því að þurfa að sækja rétt sinn eða verja fyrir dómstólum. Þess vegna hlýtur allra hagur að vera sá að réttarríkið láti þeim í té trausta dómstóla. 9. ÁLYKTANIR OG NIÐURSTÖÐUR Þegar horft er til þess hve mikilvægu hlutverki dómstólarnir gegna í réttarríkinu er ljóst að vel þarf að búa að dómsvaldinu. Dómstólamir þurfa jafnframt að njóta trausts til að þeir verði færir um að gegna því hlutverki sem þeim er ætlað. Þess er hins vegar ekki að vænta að dómstólamir njóti trausts nema sjálfstæði þeirra og hlutleysi sé tryggt. Dómsvaldið þarf því að vera nægilega aðgreint frá öðrum þáttum ríkisvaldsins, bæði löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi. Slík aðgreining þarf að vera sýnileg þannig að borgararnir, og aðrir sem réttinda njóta, geti séð og þar með treyst því að dómstólar leysi úr ágreiningsmálum, sem borin eru undir þá, sem hlutlausar og sjálfstæðar stofnanir sem dæma eftir lögum þar sem samræmis hefur verið gætt. Traustið kemur ekki með lagabókstaf eða öðrum slíkum fyrirmælum heldur þarf að skapa það og viðhalda því með hinum sýnilega raunveruleika. Meginforsendan 45 Sjá Sigurður Líndal: „Stjómskipulegt vald dómstólanna", bls. 116. Þar er nefnt að ýmis álitaefni og vandamál rísi varðandi valdheimildir löggjafarþings og dómstóla og í framhaldi af því segir: „Sérstök hætta er á að stjórnmálamenn seilist þá til óheppilegra áhrifa innan dómstólanna og þá er viðfangsefnið hvemig unnt sé að verja dómstólana. Það lýtur sérstaklega að tvennu: 1. Veitingu dómaraembætta. 2. Fjárhagslegu sjálfstæði dómstólanna“. 46 í áliti umboðsmanns Alþingis segir á bls. 27: „Eg tel að það sé ekki fallið til þess að viðhalda og styrkja traust rnanna á æðsta dómstól þjóðarinnar ef val á nýjum dómara leiðir til verulegra opinberra deilna um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu eða þá aðferð sem viðhöfð var við val á honum". Umboðsmaður telur ástæðu til að hugað verði að því hvort einhverjar breytingar á núverandi fyrirkomulagi geti verið til þess fallnar að treysta enn betur en þegar sé grundvöll ákvörðunar um hverjir em valdir til setu í æðsta dómstól þjóðarinnar, Hæstarétti. 494
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.