Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 37
fyrir því að dómstólarnir geti gegnt hlutverkinu, sem þeim er ætlað í réttar- ríkinu, er að hver og einn geti með réttu treyst því að dómstólarnir uppfylli skyldumar sem lagðar eru á þá sem sjálfstæðar og hlutlausar stofnanir. Þá má spyrja að því hvort dómstólarnir skapi frið í samfélaginu á sama tíma og opinber gagnrýni á dómstóla og dómsniðurstöður virðist talin sjálfsögð í hinu opna samfélagi nútímans. Dómstólarnir verða að sæta eðlilegri gagnrýni enda ekki hægt að halda öðru fram en að þeir þurfi á réttmætu aðhaldi að halda eins og aðrir. Gagnrýnin þarf því að vera sanngjörn og réttlát til að hún komi að gagni. Hún má heldur ekki vera þannig að hún ógni sjálfstæði eða hlutleysi dómsvaldsins. Allir eiga að geta treyst því að dómarar dæmi eftir lögunum en ekki eftir opinberri gagnrýni eða öðrum álíka þrýstingi. Þess vegna mega dómarar heldur ekki vera háðir öðrum eða tengdir þeim þannig að hætta sé á að hlutleysi þeirra sé ógnað. Ef sú væri raunin væri dómsvaldið að bregðast hlut- verkinu sem því er ætlað að þjóna í réttarríkinu. Þar á því við eins og endranær að hlutleysið verði að teljast ein meginforsendan fyrir því að dómstólamir njóti trausts. Þess vegna verður réttarríkið að ráða yfir aðferðum sem geta tryggt það. Skilgreiningar á hlutverki dómstóla í réttarrrkinu og reglum um sjálfstæði og hlutleysi dómara eru nauðsynlegar en augljóst er hverjum markmiðum þessum reglum er ætlað að þjóna. Vandasamt getur hins vegar verið að beita þeim. Hér að framan er því lýst hvemig reglur um hlutleysi dómara geta verið erfiðar viðfangs. Eigin afstaða og viðhorf dómara getur t.d. valdið meiri vanda- málum en æskilegt er. Aðferðir til að sjá við því eru ekki traustar en þeirra er hins vegar þörf. Nauðsynlegt er að líta til þess hver vandamálin eru og hvort hér eru á ferðinni atriði sem eru til þess fallin að veikja dómsvaldið eða grafa undan því. Þá er einnig rétt að athuga hvort eitthvað mætti færa til betri vegar til að styrkja dómsvaldið og þar með auka réttaröryggið. Ohjákvæmilegt er að dómstólarnir taki afstöðu til pólitískra álitaefna, en þessi þróun hefur orðið hér á landi eins og í öðrum löndum af ástæðum sem hefur verið lýst liér að framan. Þetta kemur meðal annars til af ýmsum breyt- ingum, bæði í þjóðfélaginu og í hinu lagalega umhverfi, meðal annars þess að túlkun ákvæða stjómarskrárinnar og mannréttindasáttmála getur snúist um pólitísk átök. Hér að framan er því haldið fram að ákveðin mótsögn felist í því að krefjast þess að dómstólar séu hlutlausir á sama tíma og þess er krafist að þeir taki afstöðu til pólitískra álitaefna. Með þessu getur meðal annars skapast sú hætta að dómstólarnir fari út fyrir valdmörkin, en slíkt er til þess fallið að grafa undan trausti á dómsvaldinu. Bent er á að varðveisla hlutleysisins geti reynst besta vömin gegn því að dómstólarnir fari út fyrir valdmörkin. Einnig er mikilvægt að til dómarastarfa veljist þeir sem hafa mesta hæfileika til að beita lögum á úrlausnarefnin, sem dómstólamir fá til meðferðar, og færni til að gegna starfinu af fagmennsku. Mikilvægt er að hver og einn dómari sé ekki því marki brenndur að vera hallur undir ákveðin pólitísk rök. Slíkt er mjög til þess fallið að skapa tortryggni og vekja efasemdir um hlutleysi, en miklu skiptir að hver og einn dómari njóti trausts. 495
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.