Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 38
Onnur mótsögn felst í því að krefjast þess að dómarar noti almennar viðmiðanir við margvísleg matsatriði, en ekki einstaklingsbundnar, þrátt fyrir það hve oft er óljóst hvar mörkin þar á milli liggja. I því gæti jafnframt falist mótsögn að krefjast þess að dómari láti aldrei undan utanaðkomandi þrýstingi en beiti samt sem áður almennum viðmiðunum. Þar sem hinar almennu við- miðanir eru stundum óljósar getur það t.d. rofið einingu í fjölskipuðum dómi og þar með veikt tiltrú manna á réttmæti niðurstöðunnar.47 Ljóst er að þama verða dómarar að vera innan eðlilegra marka. Dómari verður því að nota viður- kenndar lögfræðilegar aðferðir við hverja úrlausn en þar kemst hann þó oft ekki hjá því að miða við eigin þekkingu og reynslu svo og það mat sem hann sjálfur telur réttast. Öfgafullar skoðanir byggðar á einstaklingsbundinni afstöðu, eða jafnvel þröngsýni, eiga hins vegar engan veginn heima í dómsúrlausnum. Traust og góð lögfræðileg þekking, svo og þjálfun og reynsla í að beita laga- reglum og viðeigandi réttarheimildum á margbreytileg og stundum flókin máls- atvik, er hins vegar oftast mjög gagnleg. Val á dómara í embætti þarf auk þess að miða að því að dómarar hafi fjölbreytilegan bakgrunn sem endurspegli víðtæka sýn en ekki þrönga á það sem skiptir máli þegar leyst er úr málum fyrir dómstólum. Tryggja þarf að konur gegni dómarastörfum til jafns við karlmenn. Þær verða að eiga jafnan hlut og þeir í að ákveða á hvem hátt lagareglum verði beitt við úrlausnir dómsmála og í því að móta viðmiðin sem dómstólamir nota við slíkar úrlausnir.48 Verði þessa ekki gætt hefur tækifærum, sem efla og styrkja dómsvaldið, verið fórnað. Af öllu þessu er ljóst að vel þarf að standa að vali á hæfasta umsækjanda um dómarastarf hverju sinni. Aðferðir sem notaðar eru við það em mistraustar, meðal annars vegna þess hve erfitt getur verið að mæla og meta hæfileikana sem sóst er eftir. Markmiðið hlýtur þó ávallt að vera að tryggja, eftir því sem frekast er unnt, að faglega og hlutlaust verði staðið að matinu. Tilgangur umsagna Hæstaréttar og dómnefndar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga um dómstóla er sá að styrkja stöðu dómstólanna og tryggja frekar sjálf- stæði þeirra gagnvart öðrum þáttum ríkisvaldsins. Það veikir þó yfirlýstan tilgang að umsagnirnar eru ekki bindandi þegar skipað er í dómarastöður. Eðlilega getur komið til þess að hlutleysi ráðherra verði dregið í efa þegar miðað er við þá pólitísku stöðu sem ráðherrar hafa og þörf stjómmálanna fyrir að tryggja að hin réttu pólitísku viðhorf verði til staðar, einkum í Hæstarétti, þegar taka þarf afstöðu til pólitískra álitaefna. í grein Sigurðar Líndal Ofsatrú og alræðishyggja segir að það sé andstætt því, sem viðgangist í öllum lýðræðis- 47 Hér má benda á að í Þýskalandi er dómara í fjölskipuðum dómi bannað að skila séráliti en það er væntanlega gert í þeim tilgangi að svo líti út að engir veikleikar séu á niðurstöðunni. 48 I riti skrifstofu jafnréttismála, Samþætting - Ný leið til jafnréttis kynjanna, segir á bls. 8 að ekki sé hægt að tala um lýðræði fyrr en jöfn þátttaka karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins hafi verið tryggð. I inngangskafla á bls. 3 segir, að einungis með því að konur og karlar sitji við sama borð þegar áhrif og völd eru annars vegar, sé hægt að segja að skilyrðum lýðræðisins sé fullnægt. 496
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.