Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 45
Staðreyndin er sú að um alla Evrópu hafa samkynhneigð pör stofnað heimili og mörg þeirra ala upp börn með sama hætti og gagnkynhneigð pör án þess að njóta sömu réttarverndar. I þessari grein verður leitast við að kanna réttarstöðu samkynhneigðra para innan ESB út frá sjónarhóli mannréttinda, sérstaklega þegar nýttur er réttur til frjálsrar farar og búsetu innan svæðisins. 2. SKILGREININGAR Á HUGTAKINU „FJÖLSKYLDA“ í EVRÓPU 2.1 Almennt Kjarnafjölskyldan hefur átt undir högg að sækja í Evrópu á undanfömu árhundraði. Evrópumeðaltalið hefur farið úr átta hjónaböndum á hverja 1000 íbúa á árinu 1960 í 5,1 hjónaband á árinu 1998. Að sama skapi hefur hlutfall skilnaða hækkað úr einum á hver 15 hjónabönd í tæplega einn skilnað á hver þrjú hjónabönd.5 Á sama tíma kýs eitt af hverjum fjórum pörum á Norðurlönd- unum sambúð frekar en hjúskap.6 Innan ESB og Evrópska efnahagssvæðisins,7 fyrir utan Miðjarðarhafslöndin, virðast ný fjölskylduform eins og fráskilin pör; sambúðarfólk, pör sem hafa gifst aftur og einstæðir foreldrar með börn, hafa sömu réttindi og skyldur og hefðbundnar fjölskyldur.8 Þó að þetta þyki eðlilegt í dag þá hefur lagaramminn ekki alltaf gert ráð fyrir þessum óhefðbundnu fjölskyldufonnum. Þar sem hvert aðildarríki ESB nýtur sjálfræðis um mótun og framkvæmd fjölskyldustefnu og ESB samningamir skilgreina ekki hugtakið „fjölskylda“ tók það töluverðan tíma fyrir haldbærar skilgreiningar að komast inn í skjöl og reglur ESB.9 Til að byrja með kom það því í hlut Mannréttinda- dómstóls Evrópu10 að fjalla um breytt fjölskyldumynstur í Evrópu." 2.2 Framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu I 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu12 segir: „Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta“. Með þróun síðustu ára hafa þolmörk þessarar greinar verið margprófuð. I einu af elstu málunum þar sem reyndi á skýringu þessa ákvæðis var fjallað um réttarstöðu bams fædds utan hjónabands og móður þess.13 í því máli komst MDE að þeirri niðurstöðu að 8. gr. gerði engan greinarmun á „skilgetinni“ og „óskilgetinni“ fjölskyldu og 5 European Commission: Family Benefits and Family Policies in Europe. 2002, bls. 4. Aðgengileg á slóðinni http://europa.eu.int/comm/employment„social/social„protection/missoc„info,.en.htm#01/2002. 6 ibid., bls. 5. 7 Héðan í frá skammstafað EES. 8 Sjá nmgr. 5, bls. 6. 9 ibid., bls. 3. 10 Héðan í frá skammstafaður MDE. 11 Seinni tíma dómaframkvæmd ESB-dómstólsins (e. The European Court of Justice) hefur einnig gildi hér en um hana er fjallað að neðan í kafla 4.4.2. 12 Héðan í frá skammstafaður MSE. 13 Marckx gegn Belgíu. (kæra nr. 6833/74) 503
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.