Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 49
4. LÖG EVRÓPUSAMBANDSINS 4.1 Almennt um mannréttindi I upphafi samstarfs þeirra ríkja sem síðar urðu að ESB voru mannréttindi ekki nefnd á nafn, en síðan þá hefur ESB-dómstóllinn með framsæknum hætti skapað dómaframkvæmd sem liggur til grundvallar mannréttindum innan sambandsins.34 Við þessa framkvæmd hefur dómstóllinn litið mjög til sam- eiginlegra stjórnarskrárhefða aðildarríkjanna og alþjóðasamninga, einkum MSE. Afmarkað valdsvið dómstólsins og efnahagslegt eðli mála fyrir honum þýðir hins vegar að þrátt fyrir árangurinn sem náðst hefur í vernd mannréttinda innan ESB er langt frá því að einhver heildarrammi hafi skapast. Það er því margt sem má gagnrýna og sem hefur verið gagnrýnt varðandi þessa mann- réttindanálgun.35 Undanfarin ár hafa mannréttindi þó brotið sér leið inn í lagaramma ESB, fyrst með Einingarlögunum 1986 (e. Single European Act) og Maastrichtsátt- málanum 1993 (e. Treaty on European Union). Mannréttindi voru styrkt enn frekar með Amsterdamsáttmálanum sem tók gildi 1999. Nýju ákvæði (6. gr.) var bætt við Maastricthsáttmálann og áréttað þar að: The Union is founded on the principles of liberty, democracy, respect for human rights and fundamental freedoms, and the rule of law, principles which are common to the Member States. Að auki hefur ESB völd undir nýiri 7. gr. til að dæma um hvort að aðildarríki hafi gerst sek um alvarleg og endurtekin brot samkvæmt 6. gr., og þá ákveðið að slá á frest réttindum undir Maastrichtsáttmálanum til að þvinga fram hlýðni við þessar meginreglur. Réttindaskráin sem vikið var að í kafla 2.3 hefur það hlutverk að stuðla að vernd mannréttinda með því að auka sýnileika þeirra.36 Skráin er ekki lagalega bindandi en áhrif hennar eru töluverð þar sem hún hefur að geyma afstöðu ESB til mannréttinda. Margar stofnana ESB hafa einnig nýtt sér skrána og ákvæði hennar, auk þess sem borgarar og lögfræðingar vísa til hennar í samskiptum sínum við ESB og fyrir dómstólum ESB.37 Teikn eru á lofti um það að hlutur mannréttindi muni enn aukast innan ESB, einkum með undirritun stjómarskrár ESB sem fram fór 29. október 2004 að undanfarandi miklum umræðum. Samkvæmt stjómarskránni verður ESB lög- persóna38 sem sækjast skal eftir aðild að MSE.39 Enn fremur er réttindaskráin 34 Paul Craig & Gráinne de Búrca: EU Law. 2003, bls. 318, og Anthony Arnull: The European Union and its Court of Justice. 1999, bls. 204. 35 Sjá t.d. Philip Alston og J.H.H. Weiler: „An „Ever Closer Uniorí1 in Need of a Human Rights Policy". European Joumal of International Law. 9. bindi. 4. tölublað 1998, bls. 668. 36 Sjá 4. mgr. formála réttindaskrárinnar. 37 European Union: Annual Report on Human Rights. 2002, bls. 21-22. 38 Stjómarskrárgrein 1-7. 39 Stjómarskrárgrein 1-9(2). 507
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.