Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 55
til kven- og karlstarfsmanna þá gæti þetta ekki talist mismunun á grundvelli kynferðis.70 Af þessu leiðir sú undarlega niðurstaða að á meðan öllum sam- kynhneigðum pörum (hvort sem er tveim konum eða tveim körlum) er neitað um rétt sem gagnkynhneigð pör hafa þá er ekki um mismunun að ræða. Dómstóllinn heldur áfram og kemst að þeirri niðurstöðu að bann við mis- munun á grundvelli kynferðis sem finna má í grein 119 í Rómarsáttmálanum nái ekki að umfangi til mismununar á grundvelli kynhneigðar. Röksemda- færslan virðist þó frekar veik því að í stað þess að túlka viðkomandi ákvæði á beinan og ákveðinn hátt þá túlkar dómstóllinn eldri dómsúrlausn sína í máli P gegn S og Cornwall County Councif1 og leggur þá túlkun til grundvallar þessari niðurstöðu. Dómstóllinn lítur einnig fram hjá öndverðri túlkun Mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á samsvarandi ákvæði í Alþjóðasamn- ingnum um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi72 og tekur fram að grundvallar- réttindi geti í sjálfu sér ekki aukið umfang sáttmála ESB út fyrir valdsvið ESB.73 Það er rétt að nefna að álit aðallögsögumannsins (e. Advocate General) í málinu er mun framsæknara.74 Að hans mati var ákveðið skref tekið með rnáli P frá því að túlka meginregluna um jafnrétti á grundvelli hefðbundins saman- burðar á kvenkyns og karlkyns starfsmönnum.75 Enn fremur að til að viðkom- andi ákvæði næði tilgangi sínum yrði ekki einungis að skýra það þannig að það bannaði mismunun gegn starfsmanni á gmndvelli kynferðis hans heldur einnig mismunun á grundvelli kynferðis maka hans.76 Að auki benti hann á að af- mörkun á umfangi 119. gr. yrði að vera óháð hugmyndum um siðgæði sem væri mismunandi milli aðildarríkjanna og breyttist með tíma.77 Reyndar komst hann að því að persónulegar skoðanir vinnuveitenda um siðferði, hvort sem þær kæmu heim og saman við skoðanir í viðkomandi aðildarríki, væru málinu algjörlega óviðkomandi þar sem jafnrétti fyrir lögum væri grundvallarregla í öllum samfélögum byggðum á lögmætisreglunni78 og að hlutverk dómstólsins væri að standa vörð um þá reglu en ekki að vaka yfir siðferðisspurningum.79 An 70 ibid, 28. mgr. 71 Mál C-13/94 P gegn S og Cornwall County Council. [1996], ECR 1-2143, 42. mgr. 72 í máli nr. 488/1992 Toonen gegn Ástralíu. UN Doc. A/49/40 [1994]. 73 Sjá nmgr. 70, 43.-47. mgr.: „cannot in themselves have the effect of extending the scope of the Treaty provisions beyond the competences of the Community". 74 Álit Michael B. Elmer aðallögsögumanns. [1998] All E.R. (EC) 193. 75 ibid, 15. mgr.: „In that judgment the Court, in my view, took a decisive step away from an interpretation of the principle of equal treatment based on the traditional comparison between a female and a male employee“. Með þessu komst hann að algjörlega öndverðri niðurstöðu við þá sem dómstóllinn komst að bæði hér og í máli D gegn Ráðinu. 76 ibid, 16. mgr. 77 ibid., 17. mgr.: „The delimitation of the scope of Article 119 must be kept free from conceptions of morality which may vary from Member State to Member State and change with time“. 78 ibid, 41.-42. mgr.: „Equality before the law is a fundamental principle in every community govemed by the rule of law and accordingly in the Community as well“. 79 ibid. 513
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.