Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 57
Greinargerð með þessu ákvæði skýrir nánar að tilvísunin til MSE nær ekki einungis til texta hennar og viðauka heldur einnig dómaframkvæmdar MDE. Við skýringu á 7. gr. réttindaskrárinnar ætti ESB-dómstóllinn því að líta til dómaframkvæmdar MDE varðandi 8. gr. MSE sem enn sem komið er viður- kennir ekki að samband samkynhneigðra geti fallið undir fjölskyldulíf í skiln- ingi greinarinnar.85 Hins vegar er Ijóst samkvæmt grein 52(3) i.f. að löggjöf ESB getur veitt víðtækari vemd en MSE. Þannig er hægt að víkka út hugtakið fjölskyldulíf að það nái til samkynhneigðra para,86 sérstaklega í ljósi þess að tilvitnuð dómaframkvæmd í D gegn Ráðinu er komin til ára sinna og að síðan þá hefur MDE tekið sterkar til orða þegar kemur að mismunun á grundvelli kynhneigðar.87 Möguleg aðild ESB að MSE myndi vafalaust hafa áhrif á samband ESB- dómstólsins og MDE þegar kemur að mannréttindum. I því sambandi er rétt að hafa í huga, þótt MDE sé hinn rétti aðili til að túlka MSE, þá gæti ESB- dómstóllinn rétt eins og aðrir aðilar að MSE túlkað réttindaskrána og ESB löggjöf þannig að betri vemd væri veitt en í MSE. Það er vert að benda á að EFTA-dómstóllinn dæmir samhliða ESB-dómstólnum án þess að vandræði hafi hlotist af og því engin ástæða til að ætla að óviðráðanleg vandamál fylgi því að MDE og ESB-dómstóllinn dæmi báðir á sviði mannréttinda.88 5.3 Viðauki 12 við mannréttindasáttmálann - möguleg smitáhrif á ESB? Töluverð þróun hefur átt sér stað innan Evrópuráðsins þegar kemur að réttindum samkynhneigðra para. Ekki aðeins hefur MDE komist að þeirri niðurstöðu að mismunun á grundvelli kynhneigðar falli undir 14. gr. MSE heldur hefur nýr viðauki við MSE verið samþykktur, það er viðauki 12 þar sem kveðið er á um almennt bann við mismunun. Viðaukinn var opnaður til undirritunar á árinu 2000 og hafa hvorki meira né minna en 34 af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins skrifað undir hann þegar þetta er ritað. Treglegar hefur hins vegar gengið hjá ríkjunum að fullgilda viðaukann en það hafa 11 þeirra gert.89 Mun víðtækari réttarvemd fylgir viðauka 12 en 14. gr. MSE og er hann stórt skref í þróuninni frá banni við mismunun að jafnrétti.90 Á meðan 14. gr. nýtist eingöngu til að tryggja efnislegan rétt samkvæmt MSE 85 Sjá X gegn Stóra-Bretlandi (application no. 11716/1985) og umfjöllunina í kafla 2.3 í þessari grein. 86 Jafnvel þó að ákvæði 52 (3) gr. „seems likely to be intended to promote deference on the part of the ECJ to the ECtHR". Sjá Paul Craig & Gráinne de llúrca: EU Law. 2003. bls. 361. 87 Sjá t.d. Salgueiro da Silva Mouta gegn Portúgal. (kæra nr. 33290/96) Þar komst dómstóllinn að því að mismunun á grundvelli kynhneigðar félli undir 14. gr. MSE (28. mgr.) og að slfk mismunun væri ekki þolandi samkvæmt MSE (34. mgr.). 88 Sjá einnig Betten og Griel: EU Law and Human Rights. 1998, bls. 114. 89 Viðaukinn gekk í gildi 1. apríl 2004 þegar 10 ríki höfðu fullgilt hann. 90 Sjá til dæmis Clare Ovey og Robin C.A. White: Jacobs and White - European Convention on Human Rights. 3rd edition. Oxford, bls. 359. 515
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.