Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 60

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 60
væri nauðsynleg til að ná lögmætu markmiði. Sönnunarbyrðin um að slík nauð- syn væri til staðar var lögð á Austurríki sem ekki gat sannað tilvist hennar.106 Dómurinn er einnig áhugaverður vegna orðalags dómstólsins um að hlut- verk mannréttindakerfisins sé einnig að ákvarða álitaefni á grundvelli alls- herjarreglu öllum til hagsbóta og þar með að efla almenna vemd mannréttinda og breiða mannréttindaframkvæmd út á meðal aðildarríkjanna.107 6.2.3 Samkvæmt alþjóðlegum einkamálarétti108 Þrátt fyrir að alþjóðlegur einkamálaréttur falli utan efnisins sem fjallað er um hér er rétt að nefna möguleg áhrif hans. Það er almenn regla alþjóðlegs einkamálaréttar að borgaraleg réttarstaða manna breytist ekki við flutninga á milli landa eða lögsaga. Hugtakið ordre public felur hins vegar í sér undantekn- ingu frá reglunni, þ.e. á grundvelli allsherjarreglu og almenns siðgæðis. Það er hægt að hugsa sér dæmi þar sem ríki neita að viðurkenna foreldravald sam- kynhneigðs pars yfir ættleiddu bami þeirra, eða hjónaband eða að staðfesta samvist samkynhneigðra.109 Þetta hefði ekki aðeins fjárhagslegar afleiðingar fyrir samkynhneigð pör heldur einnig ýmsar aðrar hindranir í för með sér. Réttur foreldranna til að hafa áhrif á menntun bama sinna getur verið takmark- aður, ef annar aðilinn veikist gæti hinum verið neitað um upplýsingar um heilsufar hans af spítalanum. Eflaust væri hægt að setja fram endalausan lista af „hvað ef ‘ tilvikum þegar borgaraleg réttarstaða er breytingum háð. 6.3 Getur ESB-dómstóIlinn gengið lengra? Eins og kemur fram í fyrri umfjöllun þá ríkir ekki eining innan Evrópu um réttarstöðu samkynhneigðra para. Þrátt fyrir að ákveðins samhljóms gæti í tilmælum og ályktunum ýmissa Evrópustofnana,110 og þá sérstaklega hjá þingi ESB, þá hefur ESB-dómstóllinn hingað til ekki talið næga samstöðu ríkja eins og sést af fyrmefndum málum D gegn Ráðinu og Grant gegn South West Trains. I stað þess að taka af skarið og veita samkynhneigðum pörum réttar- vemd hefur dómstóllinn vísað því til löggjafans sem því miður hefur ekki svarað kallinu nema að takmörkuðu leyti. Því er ljóst að til að veita samkyn- hneigðum pörum nauðsynlega réttarvemd þyrfti ESB-dómstóllinn að hverfa frá varfærinni framkvæmd sinni og beita jafn framsækinni nálgun og hann gerði 106 Karner gegn Austurríki. (kæra nr. 40016/98), 41. mgr. 107 ibid, 26. mgr.: „Although the primary purpose of the Convention system is to provide individual relief, its mission is also to determine issues on public-policy grounds in the common interest, thereby raising the general standards of protection of huntan rights and extending human rights jurisprudence throughout the community of Convention States". 108 Sjá nánar Aude Fiorini: „New Belgium Law on same sex marriage and the PIL implications". Intemational and Comparative Law Quaiterly. 52. bindi, 4. hluti. Október 2003, bls. 1046-1049. 109 I síðastnefnda dæminu geta risið tæknileg vandamál ef gistiríkið hefur engin lög um staðfesta samvist. 110 Robert Wintemute: Sexual Orientation and Human Rights. 1995, bls. 134. 518
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.