Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 72

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 72
málans.18 Hins vegar er ljóst að við mat á því hvernig skilgreina beri sektir sam- kvæmt 52. gr. samkeppnislaga með tilliti til ákvæða mannréttindasáttmálans hefur dómaframkvæmd evrópudómstólanna litla þýðingu. Liggur í hlutarins eðli að það sem máli skiptir er dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins, enda lýtur úrlausnarefnið að túlkun á sáttmálanum.19 Engu að síður er rétt að taka til athugunar hvemig litið hefur verið á þetta álitaefni í evrópskum sam- keppnisrétti, enda tekið fram í athugasemdum við áðurnefnda 17. gr. frum- varpsins, sem varð að lögum nr. 107/2000, að lagt sé til að ákvæðinu verði breytt í samræmi við EES-löggjöfina og þær reglur sem gilda í EB.20 I ákvæði 23. gr. reglugerðar nr. 1/2003 er kveðið á um að þær sektir sem Framkvæmdastjórnin leggi á fyrirtæki séu ekki af refsiréttarlegum toga (e. shall not be of a criminal law nature). Samhljóða ákvæði var áður að finna í reglu- gerð 17/62.21 Astæðan fyrir því að ákvæði af þessu tagi var að finna í reglugerð 17/62 var með öllu ótengd ákvæðum mannréttindasáttmálans, heldur tengdist það því að aðildarríkin vildu ekki að hægt væri að halda því fram að þau væru að framselja fullveldi sitt í málefnum á sviði refsiréttar.22 Með vísan til þeirra dóma sem að framan hafa verið raktir liggur beint við að niðurstaðan um þær sektir sem Framkvæmdastjórnin beitir á grundvelli 2. mgr. 23. gr. reglu- gerðarinnar sé sú sama um 52. gr. samkeppnislaga. Er sú skoðun og ríkjandi í fræðunum að sektarákvarðanir Framkvæmdastjórnarinnar teljist til „ásökunar um refsiverða háttsemi“ í skilningi 1. mgr. 6. gr. MSE.23 Þessi niðurstaða hefur aldrei verið beinlínis staðfest af Evrópudómstólnum en hins vegar er að finna ýmsar vísbendingar þess efnis að hann sé á sama máli. Rétt er að geta þess fyrst að furðu lengi hafa evrópudómstólamir sagt að 6. gr. MSE nái ekki til málsmeðferðar Framkvæmdastjórnarinnar þar sem hún teljist 18 Hér verður ekkert vikið að því deiluefni sem stundum hefur skotið upp kollinum hvort og þá að hvaða marki rétt sé til að líta til dóma frá evrópudómstólunum við túlkun íslenskra samkeppnislaga. 19 Rétt er að taka fram að ESB er ekki aðili að MSE en hins vegar hafa evrópudómstólamir tekið mið af ákvæðum sáttmálans og dómaframkvæmd mannréttindadómstólsins: P Craig og G de Búrca: EU Law, Text, Cases, and Materials. 3. útgáfa. OUP. Oxford 2003, bls. 319-337. 20 Alþt., A-deild 1999-2000, bls. 4137. 21 Regulation on the Implementation of the Rules of Competition Laid Down in Articles 81 and 82 of the Treaty [2003] OJ Ll/1; First Council Regulation implementing Articles 85 and 86 of the EC Treaty [1962] OJ Special Edition 204/62, 87. Reglugerð 1/2003 var tekin upp í EES-samn- inginn með ákvörðun Sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2004. 22 CS Kerse: E.C. Antitrust Procedure. 4. útgáfa. Sweet and Maxwell. London 1998, bls. 287-88. 23 A Riley: „Saunders and the Power to obtain Infonnation in Community and United Kingdom Competition Law“. (2000) 25 European Law Review, bls. 264, 270-272; I) Waelbroeck og D Fosselard: „Should the Decision-Making Power in EC Antitrust Procedure be Left to an Independent Judge? - The Impact of the European Convention of Human Rights on EC Antitrust Procedures". (1994) Yearbook of European Law, bls. 111, 121-123; IS Forrester: „Modemisation of EC Competition Law“ í BE Hawk (ritstjóri) Annual Proceedings of the Fordham Corporate Law Institute. Juris Publishing Inc. New York 2000, bls. 181, 218-222. 530
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.