Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Síða 75
skilningi 6. gr. MSE og hvort uppfylltar séu kröfur ákvæðisins um að dóm-
stóllinn sé sjálfstæður og óvilhallur.34
Rétt er að taka fram að mannréttindadómstóllinn hefur kveðið upp úr með
að stjórnvöld, s.s. ráðuneyti og aðrar dæmigerðar ríkisstofnanir, geti ekki talist
til dómstóls samkvæmt ákvæðum 6. gr., sbr. t.d. Benthem-dóminn.35 Eins og
rakið var í 2. kafla er Samkeppnisráð stjómvald sem lýtur yfirstjóm viðskipta-
ráðherra. Er því Ijóst að Samkeppnisráð getur ekki talist dómstóll í skilningi 1.
mgr. 6. gr. MSE. Það sem ræður því úrslitum um hvort málsmeðferð í sam-
keppnismálum sé í samræmi við kröfur sáttmálans er þar af leiðandi hvemig
endurskoðunarvaldi dómstóla á ákvörðunum Samkeppnisráðs er háttað.
Ákvæði L mgr. 6. gr. MSE tryggir ekki berum orðum rétt manna til að bera
mál undir dómstóla. I hinu víðfræga Golder-máli komst mannréttindadóm-
stóllinn hins vegar að þeirri niðurstöðu, að slíkur réttur fælist í ákvæðinu.361 Le
Compte-málinu, sem varðaði aðgang að dómstólum í kjölfar stjómvaldsákvörð-
unar, taldi mannréttindadómstóllinn að ágreiningur um réttindi og skyldur að
einkamálarétti þyrfti ekki að vera útkljáður á sérhverju stigi fyrir úrskurðaraðila
sem uppfyllti kröfur 6. gr. MSE.37 Hvað viðvíkur ásökunum um refsiverða
háttsemi þá sagði mannréttindadómstóllinn í Öztiirk-málinu, að það bryti ekki í
bága við sáttmálann að fela stjórnvöldum saksókn og vald til að ákvarða
refsingar í minni háttar málum.38 í báðum tilvikum er lykilatriði hvað varðar 6.
gr. sáttmálans hvort og að hvaða marki ákvörðun sætir endurskoðun dómstóla.
Hvaða kröfur eru gerðar til endurskoðunarinnar veltur á því hvers konar
ákvörðun er um að ræða. Verður hér á eftir fyrst fjallað um mál sem varða
réttindi og skyldur að einkamálarétti og svo ásökun um refsiverða háttsemi.
4.2 Réttindi og skyldur að einkamálarétti
Efni þeirrar ákvörðunar sem er til endurskoðunar hefur áhrif á það hversu
strangar kröfur mannréttindadómstóllinn hefur gert til endurskoðunarvalds.
Sem dæmi má nefna að aðrar og minni kröfur eru gerðar til endurskoðunar á
ákvörðun sem kalla má stefnumótandi (e. policy decisions) en ákvörðunar sem
felur í sér skerðingu á mikilsverðum réttindum. Bryan-málið er ágætis dæmi
um tilvik sem mannréttindadómstóllinn taldi falla í fyrri flokkinn, en deiluefnið
í málinu snerist um niðurrif á byggingum sem byggðar höfðu verið án tilskil-
inna leyfa. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að máls-
34 Gaukur Jörundsson: „Um rétt manna samkvæmt 6. gr. Mannréttmdasáttmála Evrópu til að
leggja mál fyrir óháðan og hlutlausan dómstól". Armannsbók. Sögufélagið. Reykjavík 1989, bls.
165, 172.
35 Benthem gegn Hollandi. Series A Nr 97 [1986] 8 EHRR 1, mgr. 43; N Holst-Christensen o.fl.:
Den Europæiske Menneskerettighedskonvention Artikel 1-10 med kommentarer. 2. útgáfa. Jurist-
og 0konomforbundets Forlag. Kpbcnhavn 2003, bls. 281.
36 Golder gegn Stóra-Bretlandi. Series A Nr 18 [1979-80] 1 EHHR 524, mgr. 36.
37 Le Cornpte o.fl. gegn Belgíu. Series A Nr 43 [1982] 4 EHRR 1, mgr. 51.
38 Öztiirk gegn Þýskatandi. Series A Nr 73 [1984] 6 EHRR 409, mgr. 56.
533