Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 82

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 82
stæðari mynd af umfjöllunarefninu. Eins og nefnt hefur verið er kæra til áfrýjunamefndar samkcppnismála nauðsynlegur undanfari málshöfðunar, sbr. 55. gr. samkeppnislaga. I 56. gr. laganna segir að vilji aðili ekki una úrskurði áfrýjunamefndar geti hann höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólunum. í athugasemdum við 59. gr. frumvarps til samkeppnislaga, sem varð að 56. gr. laganna, segir: Um meðferð dómstóla á ákvörðunum áfrýjunarnefndar er það að segja að þeir geta að sjálfsögðu úrskurðað um öll atriði er lúta að lögmæti ákvarðana. Að því er varðar réttmæti ákvarðana áfrýjunamefndar eða meðferð lögleyfðs valds verða dómstólar að skera úr um hversu langt þeir telja úrskurðarvald sitt ná í þeim efnum en það kann að reynast mismunandi eftir tegund og eðli ákvörðunar65 (leturbr. höf.). Af tilvitnuðum athugasemdum má sjá að í raun réttri er þessi grein sam- keppnislaga einungis árétting á fyrirmælum 60. gr. stjskr. og dómstólunum eftirlátið að móta endurskoðunarvald sitt. I H 1997 2625 (fyrsta samkeppnis- málinu sem Hæstiréttur dæmdi að efni til) var deilt um hvort Samkeppnisráði hefði verið heimilt á grundvelli 2. mgr. 14. og 17. gr. samkeppnislaga að mæla fyrir um stjórnunarlegan aðskilnað milli Kirkjugarða Reykjavíkuiprófastsdæma og Utfararstofu Kirkjugarðanna. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að fullnægjandi lagaheimild væri fyrir ákvörðun Samkeppnisráðs tók Hæstiréttur til athugunar hvort efnislega hefði verið ástæða til hennar. Sagði rétturinn, þegar litið væri til markmiða og gildissviðs samkeppnislaga, að játa yrði sam- keppnisyfirvöldum rúmar heimildir til aðgerða í samræmi við 17. gr. laganna og mats um það hvenær þeirra sé þörf. Það mat verði þó að vera málefnalegt og fara að reglum stjómsýslulaga, þar á meðal verði að gæta hófs í beitingu úrræða, sbr. 12. gr. laganna. Dómstólar dæmi um þessi valdmörk samkeppnis- yfirvalda samkvæmt 60. gr. stjskr. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ákvörðun samkeppnisyfirvalda hefði verið málefnaleg og stuðlað að lögmætu markmiði og ekki gengið lengra en góðu hófi gegndi. Nánar verður vikið að því hvað felst í þessum ummælum Hæstaréttar síðar í greininni. Rétt er að taka fram að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma teljast til stjómsýslu ríkisins, sbr. 1. mgr. 1. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993.66 Snerist málið, eins og áður sagði, m.a. um aðskilnað milli þeirrar starfsemi kirkjugarða sem naut verndar og þeirrar sem var í frjálsri samkeppni, sbr. 14. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, sbr. 6. gr. laga nr. 107/2000. A gmndvelli þess má rökstyðja takmarkaðri beitingu endur- skoðunarvalds en ella, þar sem ekki er um ræða inngrip í stjórnarskrárvemduð eignarréttindi, sbr. 72. gr. stjskr. Rétt er að geta þess að ekki var vikið að þessu sjónarmiði í málinu. 65 Alþt., A-deild 1992-93, bls. 393. 66 UA, málnr. 1508/1995. 540
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.