Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 83

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 83
í H 1998 1300 var deilt um lögmæti ákvörðunar Samkeppnisráðs um setningu skilyrða varðandi stjómarsetu í Flugfélagi Islands í kjölfar yfirtöku Flugleiða á félaginu. I héraðsdómi var kröfu Flugleiða um ógildingu ákvörð- unarinnar hafnað og má þar finna nær orðrétt ummæli Hæstaréttar í fyrrgreindu máli án þess þó að vísað hafi verið sérstaklega til dómsins. Hæstiréttur taldi hins vegar að ekki hefði verið fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir ákvörðuninni á grundvelli 18. gr. samkeppnislaga. Hæstiréttur fjallaði einungis stuttlega um 17. gr. laganna og sagði að samkvæmt ákvæðinu væru samkeppnisyfirvöldum veittar rúmar heimildir til mats á hvenær aðgerða væri þörf gegn misbeitingu markaðsyfirráða, en slík yfirráð væru ekki ólögmæt í sjálfu sér. Af þessum dómi er vitaskuld ekki unnt að draga neinar almennar ályktanir um endurskoðunarvald dómstóla í samrunamálum samkvæmt 18. gr. sam- keppnislaga. Engin ástæða er þó til annars en að ætla að endurskoðun yrði um- fangsmikil, enda fela slíkar ákvarðanir almennt í sér inngrip í stjómarskrár- vemdaðan eignarrétt, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 21. október 2004 í máli nr. 48/2004. Á hinn bóginn er vissulega sá möguleiki fyrir hendi að í einstaka tilvikum sé um að ræða flókin hagfræðileg atriði sem dómstólar treysti sér ekki til að hreyfa við. í ESB-samkeppnisrétti hefur þróun mála ótvírætt stefnt í þá átt, að undirréttur Evrópudómstólsins taki ákvarðanir Framkvæmdastjómar- innar í sammnamálum til nákvæmari endurskoðunar en áður tíðkaðist, sbr. t.d. dóm réttarins í Tetra Laval-málinu.61 Næsta mál sem rak á fjömr Hæstaréttar, H 1999 1280, var höfðað til ógild- ingar á þeirri ákvörðun Samkeppnisráðs að fella úr gildi ákvæði í viðskipta- skilmálum Greiðslumiðlunar hf., sem laut að því að greiðsluviðtakendum væri skylt að veita þeim sem greiddu með greiðslukorti sömu kjör og öðmm við- skiptavinum. Hæstiréttur felldi ákvörðunina úr gildi vegna þess að rökstuðning skorti fyrir því að skilyrði 17. gr. samkeppnislaga væru uppfyllt. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi vísað til þess að rökstuðning hafi vantað, virðist ljóst af lestri dómsins að í raun taldi rétturinn ekki sýnt fram á að lagaskilyrði til beitingar ákvæðisins væm fyrir hendi. Hæstiréttur vék ekki að endurskoðunarvaldi dóm- stóla í dómi sínum en hins vegar er rétt að vekja athygli á eftirfarandi ummælum í dómi héraðsdóms: 67 Mál T-05/02 Tetra Laval BV gegn Framkvæmdastjórninni. [2002] ECR 11-4381. Fram- kvæmdastjómin áfrýjaði málinu m.a. á þeim grundvelli, að dómurinn hefði gengið of langt í endurskoðun á ákvörðun hennar, sbr. mál C-12/03P Framkvœmdastjórnin gegn Tetra Laval BV, álit Tizzano aðallögmanns frá 25. maí 2004. Almennt um þessa þróun má vitna til: D Bailey: „Standard of Proof in EC Merger Proceedings: A Common Law Perspective". Common Market Law Review. 40 (2003), bls. 845, 860-864. Rétt er að geta þess að ákvarðanir f samrunamálum sem teknar em á grundvelli 18. gr. samkeppnislaga teljast ekki til ásökunar um refsiverða háttsemi. Hins vegar myndu þær að öllum líkindum falla undir gildissvið 6. gr. MSE á þeim grundvelli að um væri að ræða ákvörðun um réttindi og skyldur að einkamálarétti, sbr. D Waelbroeck og D Fosselard: „Should the Decision-Making Power in EC Antitrust Procedure be Left to an Independent Judge? - The Impact of the European Convention of Human Rights on EC Antitrust Procedures". (1994) Yearbook of European Law bls. 111, 124-125, þar sem komist er þeirri niðurstöðu um ákvarðanir Framkvæmdastjómarinnar í samrunamálum. 541
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.