Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 84

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 84
Ákvörðun samkeppnisráðs, sem staðfest var með úrskurði áfrýjunamefndar sam- keppnismála, um að banna 2. gr. viðskiptaskilmála stefnanda, var, að því leyti sem hún var reist á 17. gr. samkeppnislaga, byggð á því mati, að reglan um bann við mismunun takmarki verðsamkeppni milli greiðsluviðtakenda og dragi annars vegar úr samkeppni milli mismunandi greiðslumiðla og hins vegar milli greiðslu- kortafyrirtækjanna sjálfra. Því mati verður eigi haggað afdómi (leturbr. höf.). Ummæli héraðsdóms virðast benda til þess að dómstólar séu ekki bærir til þess að hreyfa við mati Samkeppnisráðs á því hvort lagaskilyrði til beitingar 17. gr. samkeppnislaga séu uppfyllt. Er það ekki í samræmi við nýrri viðhorf í stjómsýslurétti um endurskoðunarvald dómstóla, en enginn vafi leikur á því að dómstólar skera úr um slík atriði, sbr. það sem áður greindi.68 í dómi Hæstaréttar frá 8. nóvember 2001 í máli nr. 120/2001 var tekist á um hvort tiltekin afsláttarkjör sem Landsími íslands hf. veitti í gsm-þjónustu hefðu skaðleg áhrif á samkeppni í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Sam- keppnisráð var sýknað af kröfum um ógildingu ákvörðunar á báðum dóm- stigum. I dómi sínum tók Hæstiréttur fram að hann hefði áður játað sam- keppnisyfirvöldum rúmar heimildir til mats um það hvenær aðgerða gegn misbeitingu markaðsyfirráða væri þörf, en slrk yfirráð séu ekki ólögmæt í sjálfu sér, sbr. þá dóma sem áður hafa verið raktir. Þetta mat verði þó að vera mál- efnalegt og fara að reglum stjómsýsluréttar, en dómstólar dæmi um valdmörk samkeppnisyfirvalda í þessu efni samkvæmt 60. gr. stjskr. Taldi rétturinn að áfrýjandi hefði ekki sýnt fram á að aðgerðir samkeppnisyfirvalda hefðu brotið í bága við þessi skilyrði. Að því virtu þótti ákvörðun Samkeppnisráðs hafa verið til þess fallin að stuðla að því lögmæta markmiði að efla virka samkeppni á fjarskiptamarkaði og ekki gengið lengra en góðu hófi gegndi. Þar sem dómurinn fer ekki mörgum orðunr um það hvort ákvörðun Samkeppnisráðs hafi verið í samræmi við meðalhófsregluna er ekki gott að segja af nákvæmni hversu viðamikil endurskoðun fór fram. A það má þó benda að almennt er litið svo á að beiting meðalhófsreglunnar í íslenskum stjóm- sýslurétti feli ekki í sér að dómstólar veiti stjómvöldum vikmörk. Hvorki orðalag 12. gr. stjórnsýslulaga né ummæli í greinargerð með lögunum benda til þess að slfkt hafi verið ætlun löggjafans.69 Hins vegar ber einnig að hafa í huga að endurskoðun dómstóla fer fram út frá sjónarhomi stjórnvaldsins, sem þýðir að almennt beita dómstólar ekki svo ströngum mælikvarða að miða við hvort þeir hefðu tekið söntu ákvörðun í málinu.70 68 Eiríkur Tómasson: Réttlát málsmeðferð fyrir dómi. Bókaútgáfa Orators. Reykjavík 1999, bls. 64. 69 Páll Hreinsson: „Meðalhófsregla stjómsýslulaga". Lögberg. Rit Lagastofnunar Háskóla íslands. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2003, bls. 503, 526. 70 Páll Hreinsson: „Meðalhófsregla stjórnsýslulaga". Lögberg. Rit Lagastofnunar Háskóla íslands. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2003, bls. 503, 531; Olafur Jóhannes Einarsson: Endurskoð- unarvald dómstóla á matskenndum stjómvaldsákvörðunum. Drög að kennsluriti. Reykjavík 2000, bls. 70-71. 542
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.