Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Page 84
Ákvörðun samkeppnisráðs, sem staðfest var með úrskurði áfrýjunamefndar sam-
keppnismála, um að banna 2. gr. viðskiptaskilmála stefnanda, var, að því leyti sem
hún var reist á 17. gr. samkeppnislaga, byggð á því mati, að reglan um bann við
mismunun takmarki verðsamkeppni milli greiðsluviðtakenda og dragi annars vegar
úr samkeppni milli mismunandi greiðslumiðla og hins vegar milli greiðslu-
kortafyrirtækjanna sjálfra. Því mati verður eigi haggað afdómi (leturbr. höf.).
Ummæli héraðsdóms virðast benda til þess að dómstólar séu ekki bærir til
þess að hreyfa við mati Samkeppnisráðs á því hvort lagaskilyrði til beitingar 17.
gr. samkeppnislaga séu uppfyllt. Er það ekki í samræmi við nýrri viðhorf í
stjómsýslurétti um endurskoðunarvald dómstóla, en enginn vafi leikur á því að
dómstólar skera úr um slík atriði, sbr. það sem áður greindi.68
í dómi Hæstaréttar frá 8. nóvember 2001 í máli nr. 120/2001 var tekist á
um hvort tiltekin afsláttarkjör sem Landsími íslands hf. veitti í gsm-þjónustu
hefðu skaðleg áhrif á samkeppni í skilningi 17. gr. samkeppnislaga. Sam-
keppnisráð var sýknað af kröfum um ógildingu ákvörðunar á báðum dóm-
stigum. I dómi sínum tók Hæstiréttur fram að hann hefði áður játað sam-
keppnisyfirvöldum rúmar heimildir til mats um það hvenær aðgerða gegn
misbeitingu markaðsyfirráða væri þörf, en slrk yfirráð séu ekki ólögmæt í sjálfu
sér, sbr. þá dóma sem áður hafa verið raktir. Þetta mat verði þó að vera mál-
efnalegt og fara að reglum stjómsýsluréttar, en dómstólar dæmi um valdmörk
samkeppnisyfirvalda í þessu efni samkvæmt 60. gr. stjskr. Taldi rétturinn að
áfrýjandi hefði ekki sýnt fram á að aðgerðir samkeppnisyfirvalda hefðu brotið
í bága við þessi skilyrði. Að því virtu þótti ákvörðun Samkeppnisráðs hafa verið
til þess fallin að stuðla að því lögmæta markmiði að efla virka samkeppni á
fjarskiptamarkaði og ekki gengið lengra en góðu hófi gegndi.
Þar sem dómurinn fer ekki mörgum orðunr um það hvort ákvörðun
Samkeppnisráðs hafi verið í samræmi við meðalhófsregluna er ekki gott að
segja af nákvæmni hversu viðamikil endurskoðun fór fram. A það má þó benda
að almennt er litið svo á að beiting meðalhófsreglunnar í íslenskum stjóm-
sýslurétti feli ekki í sér að dómstólar veiti stjómvöldum vikmörk. Hvorki
orðalag 12. gr. stjórnsýslulaga né ummæli í greinargerð með lögunum benda til
þess að slfkt hafi verið ætlun löggjafans.69 Hins vegar ber einnig að hafa í huga
að endurskoðun dómstóla fer fram út frá sjónarhomi stjórnvaldsins, sem þýðir
að almennt beita dómstólar ekki svo ströngum mælikvarða að miða við hvort
þeir hefðu tekið söntu ákvörðun í málinu.70
68 Eiríkur Tómasson: Réttlát málsmeðferð fyrir dómi. Bókaútgáfa Orators. Reykjavík 1999, bls.
64.
69 Páll Hreinsson: „Meðalhófsregla stjómsýslulaga". Lögberg. Rit Lagastofnunar Háskóla
íslands. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2003, bls. 503, 526.
70 Páll Hreinsson: „Meðalhófsregla stjórnsýslulaga". Lögberg. Rit Lagastofnunar Háskóla
íslands. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2003, bls. 503, 531; Olafur Jóhannes Einarsson: Endurskoð-
unarvald dómstóla á matskenndum stjómvaldsákvörðunum. Drög að kennsluriti. Reykjavík 2000,
bls. 70-71.
542