Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 12
Alltaf má fá annað skip Björgvin Ólafsson skipasali „Auðvitað seljum við mest af skipum en einnig varahluti og ýmsan búnað," sagði Björgvin Ólafsson sem rekur BP skip í Borgartúni og hefur verið umsvifamikill í skipasölu undanfarin ár, bæði innanlands og utan. Björgvin byrjaði ungur til sjós og var vélstjóri árum saman og útgerðarmaður. Hann átti Bylgjuna í Vestmannaeyjum með Matthí- asi Óskarssyni. Árið 1983 söðlaði hann um, hætti á sjónum, flutti í bæinn og fór að selja hitt og þetta og endaði í að selja skip. „Mikilvægast er að tala sama mál og kaupendur og seljendur. Þess vegna er mín starfsreynsia ágætur undirbúning- ur fyrir þetta starf." Björgvin hætti ekki beinlínis til sjós til að selja skip heldur lenti hann inn í þeirri atvinnugrein með nokkuð sögu- legum hætti. Ætlaði að selja ísvélar „Það gerðist þannig að ég var staddur í Suður-Afríku um 1990 að selja rjóma- ísvélar og gekk fremur illa þó það væri nógu heitt þar. Ég var á rölti viö höfn- ina í Cape Town og sá liggja þar skip af ýmsum stærðum og gerðum. Það hafði verið í gangi hér heima umræða um að selja eldri skip og endumýja flotann svo þarna dettur mér í hug aö í þessu fælist gott tækifæri. Nú, ég valdi eitt stærsta útgerðarfyrir- tækið á þessum slóðum, Sea Harvest, sem gerir út eina 30 togara. Ég pantaði viðtal við forstjórann og bauðst til að selja honum skip frá íslandi. Það fór ákaflega vel á með okkur alveg frá upp- hafi og hann sagði að ég væri einn af fáum skipasölum sem væri vel inni í tæknihliðinni. Það var eins gott að hann spurði ekki út í pappírshliðina sem ég vissi þá ekkert um. Þegar ég kom heim gekk ég á vegg því það voru engin skip til sölu. Ég gat ekki farið að klúðra þessu fína tækifæri svo ég fór að leita að skipi erlendis. Það endaði með því að ég fann svo skip fyr- ir hann hérna heima. Þá vorum við orðnir góðir vinir og hann kenndi mér í rauninni hvernig ætti að gera þetta og ég hef síðan selt Sea Harvest nokkur skip og ýmsan búnað. Þarna er mjög góður markaður fyrir alls konar búnað til fiskveiða og útgerðar." Best að selja gegn staðgreiðslu í fyrstu var þetta aukabúgrein hjá Björgvin en nú eru fjórir starfsmenn hjá BP skip og það fæst nær eingöngu við skipasölu. Viðskiptin hafa færst meira út á hinn alþjóðlega markað og Björg- vin hefur haft með sölu margra skipa að gera, bæði milli landa annars staðar og innanlands í öðrum löndum. Verkefni dagsins þegar þetta spjall fór fram var að gera tilboð í færeyskt skip fyrir nýsjá- lenska aðila. Sérstakt Ieyfi þarf til að stunda skipasölu á íslandi en ekkert til að vera á heimsmarkaði. Hjá BP skipum vinnur lögfræðingur með full réttindi á þessu sviði. Björgvin segir að mikill munur sé á því að annast skipakaup innanlands á íslandi eða erlendis. Helsti munurinn er sá að skipti skip á íslandi um eigendur er mikil vinna við að yfirtaka skuldir, færa veðleyfi, útvega nýja skuldara og þess háttar, en tiltölulega litlir pening- ar skipta um eigendur. Erlendis tíðkast að kaupandi að notuðu skipi fjármagni kaupin alfarið og því er fyrst og fremst um staðgreiöslu að ræða og töluvert minni vinna fyrir vikið. Björgvin hefur auk þessa útvegað fjármagn til kaupanna, útvegað áhöfn á skip, tæki og búnað og annast viðgerðir. Allt sem kúnninn biður um getur góður skipa- miðlari útvegað. Keypti skip á einn dollar „Þegar við seldum Snæfara HF til AgroPesca í Perú þá kynntist ég óvenju- legum viðskiptaháttum. Þetta var full- orðinn maður, ríflega sjötugur, sem ger- ir út nokkra báta. Hann kom hingað til lands að skoða skip og við fórum hér með honum um allt og sýndum hon- um mörg skip en það var auðséð að honum leist best á Snæfara. Síðan hringir hann í mig nokkrum dögum eft- ir aö hann er kominn heim og segir: Mér líst vel á Snæfara. Ég sendi þér pen- ing. Þú kaupir hann fyrir mig. . Ég var nú dálítið hissa því þetta eru ekki venjulegir viðskiptahættir en lét til leiðast. Peningarnir koma og ég kaupi skipið. Þá hef ég samband við kaupand- ann en hann kemur ekki heldur hringir aftur og segir: Ég vil fá skipið viðgert þannig að það verði viðhaldsfrítt næstu tvö árin. Ég maldaði í móinn og sagði að það gæti verið erfitt að ákveða hvað ætti að taka upp og þetta gæti orðið nokkuð dýrt. Kallinn segir að ég hafi meira vit á þessu en hann og hann sendi 200 þús- und dollara og ég láti gera það sem gera þarf. Það var unnið í skipinu í tvo mán- uði og allt lagað sem þurfti að laga. Svo hringdi ég í þann gamla og sagði að nú væri skipið klárt. Það er ágætt, sagði hann. Ég þarf eig- inlega að biðja þig að sigla því fyrir mig niður eftir á íslensku flaggi. Þar kom babb í bátinn því við máttum ekki lögum samkvæmt sigla íslensku skipi í eigu útlendings því útlendingar mega ekki eiga skip. Það mál var leyst þannig að ég keypti Snæfara af honum á 12 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.