Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1996, Qupperneq 16

Ægir - 01.02.1996, Qupperneq 16
Eftirlit hins opinbera: Ofvaxinn iðnaður -tvíverknaður og háar gjaldskrár valda óánægju Spakir menn hafa áætlað að í lögum, reglum og samþykktum Evrópusam- bandsins og samsvarandi lögum að- ildarlanda sé að finna um hálfa millj- ón orða sem lúta að gæðaeftirliti og neytendavernd á fiski. íslendingar hafa sannarlega ekki fariö varhluta af uppbyggingu eftirlitsiönaðar og hefur verið talsverður vöxtur í þessari grein undanfarin ár. Þessa sjást kannski best merki í gæöahandbók fyrirtækisins Lýsis hf. sem er í hópi þeirra íslensku fyr- irtækja sem hvað mesta áherslu leggja á gæðamál. Þar er að finna skrá yfir lög og reglur sem varða starfsemi Lýsis hf. og er skipt í flokka meb eftirfarandi hætti: 18 lög og reglur sem varða afurðir og hráefni. 10 lög og reglur sem varða umbúðir, umbúðamerkingu og vörudreifingu. 21 lög og reglugerðir sem varða hús- næði, vinnslu og starfsleyfi. 4 lög og reglugerðir sem varða um- hverfismál og mengun. 8 lög sem varöa vinnulöggjöf og holl- ustuhætti. 5 alþjóðlegir, erlendir og innlendir staðlar. Þetta er efnismikill listi sem alls telur 816 einstakar greinar laga og reglugerða. í lok árs 1992 og byrjun árs 1993 urðu miklar breytingar á gæðaeftirliti í sjávar- útveginum þegar Ríkismat sjávarafurða var lagt niður og eftirlitið falib sjálfstæb- um skobunarstofum. Þetta hélst í hendur við stofnun Fiskistofu og það eftirlits- hlutverk sem henni var falið. Öll fyrirtæki í fiskvinnslu eiga ab hafa innra gæðaeftirlit og fylgja ákveðnum reglum í því sem Fiskistofa lítur eftir. Öllum fyrirtækjum sem hafa starfsleyfi, sem Fiskistofa veitir, er skylt að gera samning við skobunarstofu sem þarf ab hafa löggilt starfsleyfi, sem Fiskistofa veitir. Nú hafa átta skoðunarstofur starfsleyfi. Þau fyrirtæki sem hafa fengið alþjóð- legan viðurkenndan staðal. s.s. ÍS-9000, geta fengið undanþágu frá reglubundnu eftirliti skoðunarstofa þar sem þau eru tekin út af eftirlitsmönnum vegna stað- alsins tvisvar á ári. Tvíverknaður Mismunandi starfsreglur vekja óá- nægju og eru taldar valda mun meiri kostnaði hjá fyrirtækjunum. Til dæmis: Ef fyrirtæki framleiðir til útflutnings skal skoðunarstofa sjá um eftirlitið en fram- leiði þab á innanlandsmarkað skal heil- brigðiseftirlitið í umboði Hollustuvernd- ar ríkisins annast eftirlitið. Úti á landi þýðir þetta ab heilbrigbisfulltrúar annast þetta eftirlit. Skoðunarstofur eða um- boðsmenn þeirra mega leysa heilbrigðis- fulltrúana af hólmi en þá þurfa þeir fag- gildingu en það þurfa heilbrigðisfulltrú- arnir hins vegar ekki og talið fullvíst að margir þeirra myndu ekki standast slíka útttekt. Þetta er talið skýr mismunun. Fyrirtæki sem er í fiskeldi er hins veg- ar háð eftirliti yfirdýralæknis og starfs- manna hans. Þannig geta fyrirtæki lent í því að borga fyrir reglubundið eftirlit nokkurra opinberra og hálfopinberra að- ila sem þó eru að líta eftir sömu hlutun- um í ýmsum tilvikum og hib opinbera eftirlit skarast að einhverju leyti oft og iðulega við innra eftirlitiö. Þetta hefur leitt til þess ab kostnabur fyrirtækja vib lögboðið eftirlit af ýmsu tagi hefur hækkað mjög á undanförnum árum. Hver má eiga skoðunarstofurnar? Af þeim átta skoðunarstofum sem nú hafa starfsleyfi eru tvær langtum stærst- ar. Þab er annars vegar íslenskar sjávaraf- uröir og hins vegar skoðunarstofa SH. Eins og nöfn þeirra benda til eru þær al- farið í eigu stóru sölusamtakanna og sinna einkum eftirliti meb framleiðend- um sem eru innan vébanda hvorra sam- taka fyrir sig og eftirliti með afurðum þeirra. Það hefur auga leið ab langflestir framleiðendur sem tekur því að nefna eru aðilar að öðrum hvorum samtak- anna og því er afgangurinn af markaðn- um ekki ýkja stór þegar horft er sérstak- lega til fiskvinnslu. Báðar stærstu stof- urnar sinna auk þess þeim viðskiptum sem þær eru beðnar um að sinna en hafa báðar haft þá stefnu að sækjast ekki sér- staklega eftir viðskiptum utan vébanda samtakanna. Þriðja skoðunarstofan sem eitthvað kveður ab er Nýja skoðunarstofan, sem Róbert Hlöðversson veitir forstöðu, og talið í fjölda viðskiptavina mun hún vera stærst skoöunarstofa en hún sinnir eftir- liti fyrir fjölda útgerðaraðila sem skoðun- arstofur sölusamtakanna hafa lítið sinnt. Hún hefur þá sérstöðu að ef ákvæðið um faggildingu tæki gildi í dag myndu náin tengsl stærstu skoðunarstofanna við framleiðendur hindra það að þær fengju slíka faggildingu en Nýja skoðunarstof- an hefur tiltölulega lítil tengsl við fram- leiðendur. Um þetta atriði er þó deilt og ekki allir á eitt sáttir um að hve miklu leyti eignarhald eigi að draga úr trúverð- ugleika eftirlits. Það er nákvæmlega þetta fyrirkomu- lag sem er mörgum þyrnir í augum. Margir hafa lýst þeirri skoðun að ófært sé að láta stóru samtökin annast allt eftirlit sitt sjálf og fullyrða að opinbert miðstýrt eftirlit vanti. Mótmælendur segja að kröfuharðir kaupendur og löngun selj- enda til þess að þóknast þeim sé besta tryggingin fyrir því að ekkert fari úrskeið- is þó tengsl stóru samtakanna og eftirlits- ins séu eins náin og raun ber vitni. Bent er á að breyta þurfi reglugerðum um skoðunarstofur og koma í veg fyrir að þær veiti ráðgjöf nema að mjög tak- mörkuðu leyti en í núverandi löggjöf er ekkert sem hindrar skoðunarstofur að selja fyrirtækjum bæði ráðgjöf um upp- byggingu innra eftirlits og eftirlit með virkni þess. 1 6 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.