Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1996, Side 23

Ægir - 01.02.1996, Side 23
um nefnir Jóhannes að árib 1987 komu upp á- kvebin vandkvæbi meb tiltekna gerb reykköfun- artækja sem lýstu sér þannig að lokast gat fyrir loftib þegar síst skyldi. Rannsóknir leiddu í ljós ab þessi ágalli hafbi meb rakastig loftsins og stærb á inntakssigti í reykköfunartækin að gera og var fundin leið til úrbóta. Siglingamálastofn- un og Brunamálastofnun auglýstu ákaflega þar sem tækin voru innkölluö til endurbóta. 1995 komu tæki inn í skoöun til Jóhannesar sem enn voru óbreytt frá því fyrir 1987 og höfðu ekki ver- ib skoðuð á þessu tímabili. „Við ætluðum einu sinni ab bjóba slökkvilið- um og útgeröarmönnum úti um landið þá þjón- ustu aö lána þeim tæki sem þeir gætu hafi með- an vib værum aö prófa þeirra tæki. Við báðum bæði Siglingamálastofnun og Brunamálastofn- un að stybja okkur til þessa verkefnis en fengum þvert nei." Þarf að skoða þó aldrei sé notað Reykköfunartæki geta enst nokkuð lengi ef vel er hirt um þau. Jóhannes segir hins vegar að það sé útbreiddur misskilningur ab tæki sem aldrei séu notuð þurfi ekki að skoða. „í einum þrýstiminnkara eru margir fíngerðir hlutir og þess vegna þarf reglulega að hreyfa þá til og skipta út ákveðnum hlutum. Öðmvísi geta menn ekki treyst því að þetta virki þegar á þarf ab halda." Jóhannes er sjálfur umboösmaöur fyrir eina gerð af reykköfunartækjum sem em af sænskri gerð en umboðið var laust þegar I. Pálmason hætti starfsemi um 1987. Hann kann ýmsar sög- ur af því hvernig slík umboðsmennska gengur fyrir sig. „Ég tók ekki við umboðinu fyrr en ég hafði rætt við Brunamálastofnun, Siglingamálastofn- un og lögfræðinga hvort það rækist á stöðu okk- ar sem hlutlauss prófunaraðila og fengum alls staðar þau svör að þetta stangaðist ekki á. Allir samkeppnisabilarnir, utan einn, voru sáttir en þannig eru viðskipti. Ég reyndi að keppa við þá í verbi eins og gengur og nú emm vib sennilega með þeim ódýrari og hefur orðið ágætlega ágengt. Ósætti og hörð samkeppni eiga ekki heima í viðskiptum með tæki sem varba öryggi. Menn mega aldrei gleyma því að öryggið er númer eitt en viðskiptahagsmunir eiga að vera í öbm sæti." Seldu gjöfina Jóhannes fékk sænska framleibandann til þess að gefa Slysavarnaskóla sjómanna reykköf- unartæki af þessari gerb til þess að nota við kennslu. Talið var gott að tæki af ýms- um gerðum væm til í skólanum svo áhafnir skipa gætu fengið þjálfun í notkun og meðferb tækja sömu gerðar og í þeirra skipi. Fyrir þremur ámm komu þessi sömu tæki inn á borð til Jóhannesar í prófun frá slökkviliði úti á landi. Slysavarnaskólinn hafði selt þau slökkvilibinu. „Ég hef aldrei fengið neinar skýringar á því hvers vegna svona var staöið að mál- um en þótti þetta með nokkmm ólíkindum. Ég ræddi þetta við framkvæmdastjóra SVFÍ og vildi fá fund um máliö en þegar þab var ekki hægt lét ég þetta eiga sig. Þab er stutt síðan var hringt hingaö úr slysavarnaskólanum og beðið um upplýs- ingar um tæki af þessari gerð. Ég hafði látið vandaða möppu fylgja tækjunum á sínum tíma en hún hefur farið eitthvað annab. Ég veiti auðvitað upplýsingar og leiðbeiningar en það verður bið á fleiri gjöfum. Ég var heldur ekki sáttur við það þegar slysavamaskólinn lét fyrirtæki á Subur- nesjum sjá um skoðanir á reykköfunartækjum fyrir skólann löngu áður en þab fékk leyfi til þess." FLOTTOGS HLERAR „FYRIR ALLAR FLOTTOGS VEIÐAR" J. HINRIKSSON H.F. SÚÐARVOGI 4 SÍMAR 581-4677 / 568-0775 104 REYKJAVÍK MYNDSENDIR 568-9007 „FRAMLEIÐENDUR TOGBÚNAÐAR í ÁRATUGI" ÆGIR 23

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.