Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 22
„Þab eru alltof margar gerbir tækja í sölu hérlendis eins og þú sérb á röbinni af skírteinum hérna á veggnum. Þab tók svo nokkub langan tíma ab fá viburkenningu hér heima og hún fékkst um mitt ár 1986 frá Brunamálastofnun og Siglingamálastofnun. Þetta var nýtt fyrir- tæki og vafbist nokkub fyrir mönnum ab ákveba hvaba kröfur ætti ab gera. Vib töldum okkur vera meb nokkub tryggan rekstrargrandvöll þar sem í lögum er kvebib á um reglubundna skylduskob- un en þab reyndist öbru nær." Eftirlitinu lengi áfátt „Fyrstu árin eftir ab lögin tóku gildi vantabi mikib upp á ab farib væri eftir þeim og skobanir trassabar árum saman. Eftirlitsmenn Siglingamálastofnunar, sum- ir hverjir, litu lengi vel ekkert eftir því vib skobanir hvort fariö hefbi veriö yfir reykköfunartækin. Þaö tók langan tíma aö fá Siglingamálastofnun til þess aö gefa út eyöublöö sem viö gætum notaö sem vott- orb um skobun á tækjunum." Um borb í skipum skal vera sérstök mappa þar sem geymd era vottorö frá eft- irlitsaöilum, s.s. úttekt á talstöbvum, átta- vitum, björgunarbúnaði og þess háttar. Lengi vel var ekkert vottorð til fyrir reykköfunartæki þrátt fyrir lagaákvæði um skylduskoðun, abeins smádálkur neöst á vottorði fyrir slökkvitæki og þar skyldi koma fram þyngd reykköfunarbúnaðar. „Vottorðib var loks útbúið eftir japl og jaml og fuöur. Siglingamálastofnun átti fjölda erlendra fyrirmynda að slíkum vott- orðum sem aðeins þurfti ab þýða. En þab var gert svo rausnarlega að vottorðið er að- eins á íslensku en gagnvart erlendum eftir- litsmönnum er betra ab fram komi á ensku hvers konar vottorö sé um að ræða, en eft- irlitsmenn koma oft um borb í erlendum höfnum og líta eftir ab allir pappírar séu í lagi. Fljótlega stób til að breyta vottorðinu en í tvígang kom þab óbreytt úr nýrri prentun og þab var loksins 1995 sem vott- orðseyðublaðiö er rétt. Hvað varðar villu um loftnotkunina þá hefur það ekki fengist leiðrétt þrátt fyrir sí- endurteknar ábendingar og bréfaskriftir. Ég hef fært inn athugasemd á öll vott- orð hvað varbar loftnotkun en það hefur „Brunamálastofnun hefur aldrei sinnt eftirlitshlutverki sínu al- mennilega. Hjá slökkviliðum hér og þar um landið má finna reykköfun- artœki sem aldrei hafa verið skoð- uð, hylki sem eru komin langt fram yfir þrýstiprófun og þannig mœtti lengi telja. Brunamálastofnun á að sinna þessu eftirliti en gerir það ekki. Þetta getur verið stórhœttulegt því líftími flestra gúmmíhluta er 5 ár, eftir það geta þeir gefð sig þegar minnst varir." aldrei borist fyrirspurn frá Siglingamála- stofnun til mín vegna þeirra." Hætti bréfaskriftum af heilsufarsá- stæðum Jóhannes vill að það komi fram að af heilsufarsástæðum sé hann hættur að skrifast á við Siglingamálastofnun og Brunamálastofnun þar sem hann er veill fyrir hjarta og segist hafa áttað sig á því að þýðingarlaust sé fyrir hann að reyna að fá fram þær leiðréttingar sem nauðsynlegar séu. Þykkar bréfamöppur eru minnisvarði um baráttuna en í þær sé hætt ab bætast. „Ég hefði haldiö að þetta fyrirtæki mitt, sem sér um svona mikilvægan þátt í örygg- iseftirliti fyrir sjómenn, ætti ab vera undir eftirliti Siglingamálastofnunar. Við fluttum í núverandi húsnæbi í maí 1994 og það hef- ur aldrei komið starfsmaður frá þeim hér inn fyrir dyr. Þeir komu örsjaldan meðan vib vorum úti á Granda en ekki meir. Það er svo einkennilegt með þessa emb- ættismenn að ef talað er við þá tæpitungu- laust þá eru þeir alltaf í vörn. Því skyldu þeir ekki geta viðurkennt mistök rétt eins og við hinir? Er betra ab láta vandann hlaðast upp? Ég fékk mjög góbar viðtökur hjá Sigl- ingamálastofnun í byrjun. Nú eru þau mál sem ab mínu fyrirtæki snúa í umsjá þriðja starfsmannsins á 10 ára ferli. Honum er því miður ætlað ab sinna of mörgu." Þannig segir Jóhannes að þrátt fyrir 10 ára baráttu sé enn villa í reglugerðinni og vill meina að fleira sé athugavert við um- rædda reglugerö. Gagnslaust að hafa ein tæki „Á öryggisnámskeiðunum í Sæbjörgu, sem öllum er nú orðið skylt að sækja, er þab brýnt fyrir mönnum að þegar reykköf- unartæki séu notuð skuli menn ávallt fara tveir saman. í reglugerðinni stendur hins- vegar að öll fiskiskip 300 brl. og stærri skuli búin tvennum reykköfunartækjum en fiskiskip stærri en 100 brl. en minni en 300 brl. með lokuð þilfari skuli búin „reykköfunartæki" af viðurkenndri gerð. Þetta má skilja svo að aðeins ein tæki þurfi um borð í hluta flotans sem er í rauninni gagnslaust miðað við það sem kennt er á námskeiðunum í Sæbjörgu. Útgerðarmenn sjá eðlilega fyrst og fremst um að uppfylla skilyrbi reglugerð- arinnar og þarna geta þeir sparað og þá er þab gert." Jóhannes segir ab tvisvar sinnum hafi hann séð drög ab breyttri reglugerð sem honum hafi verið send tii yfirlestrar en engin breyting hafi enn séð dagsins ljós. „Það hafa þó orðið töluverðar framfarir á síðustu árum og eftirlitið er að veröa skil- virkara. Á síðasta ári byrjuðu eftirlitsmenn t.d. að staðfesta með símtali að reykköfun- artæki væru raunverulega í skoðun ef þeim var sagt þab um borð í skipunum. Þetta kom ekki til af góðu því stundum voru tækin falin fyrir eftirlitinu og sagt að þau væru í skoöun til þess að fela ab tækin höfðu kannski aldrei verið skobub. Hér er haldin spjaldskrá yfir öll tæki sem koma inn til skoðunar og með því að bera hana saman vib skipaskrá er auðvelt að sjá hverjir trassa að láta skoða og hverj- ir ekki. Til skamms tíma var Prófun eina fyrirtækið sem hafði leyfi til eftirlits svo ég hafði góða yfirsýn en nú er annað fyrir- tæki á Suburnesjum komið með leyfi. Samt tel ég að ástandiö fari hægt batnandi og sífellt fleiram verði ljóst ab þetta eftirlit má ekki trassa og eftirlitsmenn era farnir aö fylgjast betur meb þessu." Lokuðust þegar síst skyldi Sem dæmi um mismunandi skilvirkt eftirlit meb þessum lífsnauðsynlegu tækj- 22 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.