Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 20
Fyrirtækin lenda á milli ráðuneyta Baldur lýsti þeirri skoöun sinni aö fyr- irtækin lentu stundum á gráu svæöi þeg- ar skilgreina þyrfti hvar valdsviö eins ráöuneytis endaði og annaö tæki við. Þannig heyrði allt heilbrigöiseftirlit undir umhverfisráðuneyti en Fiskistofa undir sjávarútvegsráðuneyti. Stofnanir afsöluöu sér ógjarna völdum sem sæist best á því að þó samkvæmt lagaákvæðum ætti að umbuna þeim fyrirtækjum sem hafa ISO staðal með því að þau væru undanþegin þeirri skyldu að hafa samning viö skoð- unarstofur, þá væri það þannig í fram- kvæmd að Fiskistofa annaðist það eftirlit sjálf. Fyrir það eftirlit væri enn ekki greitt en breyting á því lægi í loftinu. Stöðugur þrýstingur á stofnanir ríkis- flókinn Eftirlit Fiskistofu með fiskvinnslu- fyrirtækjum er einkum fólgið í tvennu. Annað er að hafa umsjón með skoðunarstofukerfinu, veita fyrirtækjum vinnsluleyfi og leggja þeim til rammann sem þær starfa innan. Auk þess rækir Fiskistofa eftirlit sem lítur eftir því sem ekki beinlínis heyrir undir eftirlit skoð- unarstofa, t.d. aflameðferð og fisk- flutningum. „Skoðunarstofum er gert aö halda gæðakerfi og við lítum eftir því að það sé skilvirkt, meðal annars með því að gera úttektir hjá þeirra viöskiptavinum," sagði Þórður Víkingur Friðgeirsson, yfir- maður gæðastjórnunarsviðs Fiskistofu, í samtali við Ægi. Er eftirlit þetta að einhverju leyti tekjulind fyrir Fiskistofu? „Fyrirtækin borga fyrir vinnsluleyfin í upphafi en þaö er eingreiðsla. Eftirlit Fiskistofu er greitt úr ríkissjóði. Skoðun- arstofurnar hafa aldrei greitt Fiskistofu neitt. Hvorki fyrir starfsleyfin sem viö ins um aö afla sér sértekna kæmi enn- fremur niöur á fyrirtækjunum því fyrir öll starfsleyfi og allt eftirlit þyrfti að greiða. „Fyrirtæki í matvælaiðnaði eru í erf- iðri aðstööu í þessu máli eins og sést í ný- legri reglugerð um heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar þar sem heimild er til þess að taka gjald af fyrirtækjum fyrir eft- irlit, óháð því hvort eftirlitið fer fram eða ekki. Menn mega ekki skilja orð mín svo að ég sé andvígur eftirliti sem ég tel nauð- synlegt. En það verður líka að vera skil- virkt og eins ódýrt og kostur er og ég sé engin rök fyrir því að ríkið sé að vasast í eftirliti sem einkaaðilar gætu sinnt jafn- vel," sagði Baldur að lokum.- veitum þeim né fyrir þá vinnu sem lögö var í að byggja upp það kerfi sem þær vinna eftir." Þóröur Friðgeirsson yfirmaöur gœðastjómun- arsviðs Fiskistofu telur eftirlitsiðnaðinn bæði dýran og flókinn. Auðvelt að margþætta eftirlitsstörf Margir hafa orðið til þess að gagnrýna umfang eftirlitsiðnaðarins sem menn telja hafa vaxið á undanfömum ámm og kostnað fyrirtækja af því aukist. Enn- fremur gagnrýna menn tvíverknað og tímaeyðslu sem felst í margföldu eftirliti. Er þetta réttmæt gagnrýni? „Þetta er réttmæt gagnrýni. Upphaf- lega hugmyndin með stofnun skoðunar- stofa var einmitt að sporna við þessari út- þenslu eftiriitsiðnaðarins. Venjulegt fisk- vinnslufyrirtæki þarf að sæta margvíslegu eftirliti sem nú er í höndum fjölmargra eftirlitsaðila. Fæst þessara starfa eru það flókin eða vandasöm að þau réttlæti að um þau þurfi að halda sérstakar stofnanir með fjölda eftirlitsmanna. Auðveldlega mætti þjálfa einn og sama manninn til þeirra. Hér hjá Fiskistofu vinnur fámenn- ur harður kjarni eftirlitsmanna sem feng- ið hafa bestu fáanlega þjálfun til slíks eft- irlits á tæknilegum grundvelli. Eitt af því sem við höfum saknað er meira frum- kvæði og ný hugsun hjá þeim sem starfa hjá skoöunarstofunum." Þurfum ekki meiri völd Nú er því haldið fram að erlendum mörkuðum þyki skorta á opinbert eftir- lit og vilji auka það. Er þetta knýjandi nauðsyn eöa er Fiskistofa að seilast eftir frekari völdum? „í þessu sambandi er rétt að átta sig á því að opinbert eftirlit snýst ekki um gæði vörunnar heldur um ákveðin lág- marksskilyrði við framleiðsluna sem allir skulu uppfylla. Markaðurinn getur alveg séð um að gæðin séu næg en samkvæmt samningi um evrópskt efnahagssvæði heyrum við undir eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Hingað koma eftirlitsmenn frá þeim og taka út okkar eftirlitskerfi og þetta er í rauninni eitt af því fáa sem þeim þykir gagnrýni vert. Stærstu skoðunarstofurnar eru nátengdar stærstu sölusamtökunum og í eigu þeirra og því nátengdar mark- aðnum en það er ekki það í sjálfu sér sem þykir gagnrýni vert heldur hitt aö það skuli eiga að teljast opinbert eftirlit. Það að Fiskistofa sé með þessum hug- myndum að seilast eftir auknum völd- um og vilji endurreisa Ríkismat sjávar- afurða er af og frá. Við höfum öll þau völd sem við þurfum og það má ekki skilja það sem útþenslustefnu Fiskistofu þó viö teljum rétt að bregðast við á- bendingum sem við höfum fengið og viljum læra af þeirri reynslu sem við höfum öðlast." □ Þórður Víkingur Friðgeirsson yfirmaður Gæðastjórnunarsviðs Fiskistofu: Eftirlitsiðnaðurinn of dýr og 20 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.