Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 18
Hli&stætt verkefni hafbi ekki verið ráðist í og til þess að gera grein fyrir umfangi verksins má líta á fjölda útgefinna Hið opinbera hefur um skeið haft áhuga á að koma böndum á eftirlits- starfsemi og kostnað vegna hennar. Sýnt var að umfang slíks myndi aukast talsvert með aðild íslendinga að EES en það hefði í för með sér að setja inn í íslenska löggjöf fjölda reglna sem gilda í Evrópu og margar hafa í för með sér eftirlit af ein- hverju tagi. Þess vegna skipaði forsætisráðuneytið í september 1993 nefnd sem ætlað var móta heildarstefnu á sviði skoðunar, prófunar og eftirlits á vegum hins opin- bera. í nefndinni áttu sæti fulltrúar allra ráðuneyta sem annast eftirlit af ein- hverju tagi. Af því leiddi að öll ráðuneyti nema utanríkisráðuneytið áttu sinn mann í nefndinni, sem Eyjóifur Sveins- son aðstoðarmaður forsætisráðherra veitti forstöðu. Aðrar ástæður þess aö nefndin var sett á laggirnar voru áhyggjur hagsmunaað- ila af því að umfang eftirlitsstarfsemi væri orðið of mikið, kostnaður væri úr hófi, eftirlit stjórnvalda væri ómarkvisst og skorti alla samhæfingu sem leiddi til þess að andstæðar kröfur væru gerðar ti! fyrirtækja og ólíkir eftirlitsaðilar hefðu eftirlit með sömu þáttum. Frumvarp verður lagt fram í vetur Nefndin starfaði dyggilega til vors 1994 þegar hún lagði fram afrakstur starfsins í formi fmmvarps sem lagt var fram á Alþingi á vordögum 1994 til kynningar en ekki var mælt fyrir því. Frumvarpið er hið athyglisverðasta á marga grein. Ferli þess var að það var lagt fyrir ríkisstjórn að nýju nú í janúar og verður í framhaldi af því lagt fram sem stjórnarfrumvarp á Alþingi óbreytt, væntanlega í vetur. í athugasemdum við frumvarpið, sem nefndin lét fylgja með því, kemur m.a. vinnsluleyfa í sjávarútvegi sem em hart- nær 1.000 í Iandi og 3.500 á sjó ef allt er talið. fram að áætlaður kostnaður ríkisins vegna opinbers eftirlits sé á bilinu 1,5 til 2 milljarðar. Til viðbótar þessum beina eftirlitskostnaði kemur kostnaður vegna eftirlits sveitarfélaga og eftirlits einkaað- ila samkvæmt reglum sem ríkið setur. Á- litið er algengt að kostnaður einstakra fyrirtækja vegna beinna eftirlitsgjalda nemi nokkrum milljónum króna. Gisk- að er á að heildarkostnaður vegna eftir- litsstarfsemi hérlendis geti verið um 20 milljarðar sem neytendur greiða í flest- um tilvikum að lokum í hærra vöru- verði. I athugasemdum segir ennfremur: „Fjölgun eftirlitsreglna getur verið vandamál í sjálfu sér. Það em takmörk fyr- ir því hvað einstaklingar og fyrirtæki geta haft þekkingu á mörgum reglum. Eftir því sem reglunum fjölgar, því minni líkur em á að farið sé eftir þeim. Verði eftirlitsreglur of margar fer fjöldinn að vinna gegn upp- haflegum markmiðum þeirra. Þetta getur jafnvel gerst þó að hver einstök regla sé í sjálfu sér skynsamleg. Sífellt hefur komið betur í ljós að eftir- litsreglur hafa ekki áhrif einar og sér heldur mynda þær með öðrum eftirlits- reglum flókið eftirlitskerfi. Áhrif þessa kerfis geta verið allt önnur en ætluð áhrif einstakra reglna. Því er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir heildaráhrif eftirlits- reglna og reyna að hafa áhrif á eftirlits- kerfið í heild sinni." Hvernig gekk Margréti? Samkvæmt heimildum Ægis er stefnt að því að halda áfram endurskoöun á eftirlitsiðnaðinum innan stjórnkerfisins með það fyrir augum að hraða einföld- un og samdrætti í þessum efnum. Eins og fram kemur í viðtaii við Þórð Friðgeirsson á Fiskistofu hefur eft- irlitsstofnun EFTA gert athugasemdir við að opinberu eftirliti í fiskiðnaði sé áfátt og Fiskistofa hefur lýst vilja sín- um til þess að bregðast við því en þess sér engan stað í fjárlagafrumvarpi að ráðuneyti sjávarútvegsmála hyggist bregðast við því með auknum fjárveit- ingum. Samkvæmt heimildum Ægis þykir á- litleg hugmynd að sameina embætti yf- irdýralæknis, Hollustuvernd ríkisins og hluta Fiskistofu og búa til með því þá opinberu eftirlitsstofnun sem erlendir aðilar vilja sjá hér. Rétt er aö hafa í huga að þó hið opin- bera hafi fullan hug á að draga úr opin- beru eftirliti er ekki þar sem sagt að það takist. í því skyni hafa menn bent á Margréti Thatcher en hún gerði harða hríð að eftirlitsiðnaðinum þegar hún var viö völd í Bretlandi og setti af stað sérstaka herferð gegn honum sem kennd var við „deregulation". Þrátt fyr- ir það óx eftirlitið að umfangi um 20% árlega meðan herferðin gegn því stóð yfir. Lýsi hf: Eftirlitið kostar hundruð þúsunda og 7-8 vinnudaga árlega Lýsi hf. er eitt fárra íslenskra fyrirtækja sem hefur vottun samkvæmt ISO-9002 staðlinum. Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Lýsis, sagði í samtali við Ægi að í gæðahandbók fyrirtækisins væru tvær þéttritaðar síður þar sem talin væru upp lög og reglugerðir sem starfsemi fyrirtækisins heyrði undir. A ég að gæta bróður míns? 1 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.