Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 24
Sjálfvirkur búnaður til áfyllingar A árinu 1987 var fyrst imprað á því við Jóhannes að fyrirtækið sæi um áfyllingu og eftirlit með lofthylkjum í gúmmíbát- um. Lofthylkin eru fyllt með blöndu af koltvísýringi og nítrógeni. Jóhannes segir að grunur hafi leikiö á að í sumum tilvik- um hafi loftmagn í hylkjunum verið of lít- ið og ekki náð að blása bátinn nægilega upp á neyðarstundu en einnig hafi verið of mikiö loft í sumum tilvikum sem hafi haldið útblástursventlum föstum í gúmmí- bátum og valdið vandræðum. Þetta ræddu starfsmenn Siglingamálastofnunar ítrekað viðjóhannes á árunum 1986-87. „Eg vildi ekki taka þetta að mér strax en sagði þeim að ef ég einhvern tíma rækist á búnað sem fyllt gæti sjálfvirkt á hylkin þá myndi ég íhuga málið." Jóhannes spurðist fyrir um slíkan bún- að víöa um heim en gekk hvorki né rak og hann var hálfpartinn búinn að gefa málið upp á bátinn þegar hann kynntist ungum verkfræðingi, Ingibergi Helgasyni, sem starfaði þá í Danmörku og lýsti fyrir hon- um þessum vanda. Ingibergur kvaðst vilja hugsa málið en fannst vandinn athyglis- verður. „Svo hringdi hann í mig og sagðist vera búinn að finna lausn. Hugmynd hans virt- ist lofa góðu og við fórum út í smíðar og prófanir þó við fengjum engan fjárstuðn- ing." Sagði ekkert fyrr en ég sá reikninginn Eftir miklar prófanir og rannsóknir settu Jóhannes og Ingibergur saman bún- að sem fyllir sjálfvirkt á loftflöskurnar og er stýrt með tölvu. í dag sér Prófun um all- ar áfyllingar fyrir allar gúmmíbátaþjónust- ur á landinu. En telur Jóhannes að grunur manna um að áfyllingu hafi verið áfátt í sumum tilvikum hafi verið réttur? „Ég skal ekkert um það segja en við prófanir á ýmsum hylkjum rákumst við á ýmis vandamál sem geta hafa valdið því að hylkin hafi ekki verið fyllt nægilega. En ég vil ekkert fullyröa um það." Þegar búnaðurinn var tilbúinn lá næst fyrir að fá menn frá Siglingamálastofnun til að taka út búnaðinn og viðurkenna hann. „Þeir komu hér og skoðuðu ailt í krók og kring og lásu sér til um búnaðinn. Fyrst gerðu þeir athugasemdir við uppröðun og staðsetningu á verkfærum sem eru notuö til að festa hylkin við áfyllingarbúnaðinn og óskuöu eftir breytingu. Svo komu þeir aftur en þá virtist allt ætla að ganga ágætlega utan að breyta þurfti skammstöfunum í tölvunni úr ís- lensku I ensku því þeir töldu j og n sem táknar já og nei vera of nálægt hvort öðru á lyklaborðinu. Þeir vildu nota yes og no. Mér fannst alveg stórkostlegt að sitja undir þessum aðfinnslum en var búinn að ákveða að halda ró minni og tókst það þangaö til ég sá reikninginn fyrir akstur- inn og „sérfræðivinnuna" fyrir tvo menn." Jóhannes segir að þessi búnaður sé ekk- ert minna en bylting en ýmislegt ein- kennilegt hafi komið í ljós þegar farið var að fylla á hylkin. „Við komum okkur fljótlega upp bún- aði til þess aö kanna hve mikill þrýstingur er á hylkjunum þegar við fáum þau í hendur. Yfirleitt er þrýstingur í þessum hylkjum 80-100 kíló skv. fyrirmælum framleiðanda. Við höfum fengið hingað inn hylki með 150-160 kílóa þrýstingi. Nú er þannig gengið frá bátunum að það þarf ákveðinn hluta af loftmagninu til þess að fullblása bátinn upp. Okkur þótti þetta einkennilegt því ef loftmagnið er langt fram yfir það sem á aö vera getur það ef- laust valdið vandræöum og jafnvel skemmt ventlana á gúmmíbátnum. Þetta er mín skoöun." Vankunnátta og áhugaleysi Siglingamálastofnunar „Að mínu mati hefur Siglingamála- stofnun ekki fylgst nægilega með því hvernig að þessum málum er staðið og kenni hreinlega um þeirra vankunnáttu og áhugaleysi og þeir hafi ekki upplýst gúmmíbátaþjónusturnar nægilega vel. Það er höggvið í hylkin frá framleiðanda hvaö má setja mikiö á þau og fleiri leiðbeiningar sem ég tel að menn hafi ekki hirt um að lesa og fara eftir. Ég lái mönnum þetta ekki því Siglingamálastofnun hirti aldrei um að kenna þeim þaö. Gagnrýni er ekki vel séð og sem dæmi get ég nefnt að Siglingamálastofnun hittir eftirlitsmenn gúmmíbáta einu sinni á ári til skrafs og ráðagerða. Ég hefði talið að okkar starf væri þess háttar að við ættum þar heima og höfum nefnt það en ég er aldrei látinn vita fyrr en daginn eftir að fundurinn er haidinn." Jóhannes lét einu sinni saga sundur lofthylki úr gúmmíbát og kom í ljós aö það var kolryðgað og tært að innan. Þetta hylki var myndað og birtist mynd af því í Morgunblaöinu viö litla hrifningu þeirra sem málið varðar. „Ég benti einfaldlega á að það skal þrýstiprófa þessi lofthylki á fimm ára fresti en gefin er undanþága fyrstu 10 árin. Hérna liggur á borðinu 12 ára gamalt hylki sem er aö koma í prófun í fyrsta sinn. Ég sá oft hér áður 15 og 17 ára gömul hylki sem aldrei höfðu verið þrýstiprófuð. Þetta stendur allt á hylkjunum sem skoðunar- mennirnir handfjatla árlega en þeir kunnu ekki að lesa úr því en í dag er algjör undan- tekning ef hylki eru send of seint í þrýsti- prófun. Prófun varð fyrsta fyrirtækið sem setti upp búnað til þess að þrýstiprófa með vatnskápuaðferö lofthylki af öllum stærð- um og gerðum en slík prófun er nú lög- boðin og einnig hafa tekið gildi ákvæði um reglubundna þrýstiprófun slökkvi- tækja. „Þaö hefur orðið til þess að þeir sem þjónusta slökkvitæki hafa komið hingað einn af öðrum í heimsókn til að skoða búnaðinn sem er notaöur við þrýsti- prófunina svo þeir geti sparað sér pening með því að láta smíða hann frekar en að kaupa." Ljótustu hylkin frá atvinnuköfurum Fljótlega eftir að Prófun var stofnuð fóru kafarar að leita eftir þjónustu varð- andi tækjabúnað þann sem þeir nota og nú er hægt að fá slíka þjónustu og flesta varahluti og allan búnað til köfunar. Er þetta vaxandi þáttur í starfseminni og er í rauninni andlit fyrirtækisins út á við en prófun tækjanna, sem upphaflega átti að vera undirstaðan, er I húsnæði bakatil. „Sportkafarar koma talsvert hingað og atvinnukafararnir koma dálítiö og þeir eru óttalegir trassar. Ljótustu lofthylki sem koma hingað eru frá atvinnuköfur- um." Jóhannes hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess að fá viðurkenningu Siglingamála- 24 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.