Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1996, Qupperneq 28

Ægir - 01.02.1996, Qupperneq 28
4. mynd. Meðallengd (cm) (til vinstri) og kynþroskalilutfall (til hœgri) ýsu í ralli 1985-95 á suðursvœði. Vöxtur ýsu á norður- og suðursvæði Skoðum nánar þá staðhæfingu sem drepið var á hér að framan að lélegri vöxtur ýsu á hinu kalda hafsvæði fyrir norðan væri ekki augljós. Mynd 3 sýnir meðallengd ýsu í ralli á hefðbundnu norð- ur- og suðursvæöi öll árin sem það hefur staðiö. Við fyrstu sýn virðist fátt til í þeirri staðhæfingu að ýsa vaxi hægar á noröur- svæði. Ljóst er þó að ýsan á suðursvæði virðist heldur hafa vinn- ingin fram til ársins 1990 en eftir það verður vart á milli greint og sum ár, eins og 1991, sýnist fiskur af norðursvæði jafnvel vaxa hraðar. Lélegur vöxtur ýsu upp úr 1990 kemur ekki síst fram á suöursvæði og gæti valdið áðurnefndum viðsnúningi, þ.e. ýsa á heföbundnu norðursvæði hefur í fullu tré við suðursvæðiö hvað vöxt varðar. Þegar hin „hefðbundna" svæðaskipting er gaumgæfð (þ.e. norður-/suðursvæði) er ljóst að hún fellur ekki ýkja vel að kald- og hlýsjávarskiptingu hafsvæðisins fyrir vestan land þar sem mörkin liggja vestur frá Látrabjargi. Norður með öllum Vest- fjörðum og norður fyrir Horn leikur alla jafna hlýr sjór. Ef mörk- in eru færð norður fyrir Horn að Húnaflóa (mynd 2) og norður- svæði þannig takmarkað við Norður- og Austurland bendir flest til að ýsa, yngri en 6 ára, vaxi hægar á norðursvæði sem afmark- að er minna og þá sem afgerandi kaldsjávarsvæði, mynd 5. Vöxtur ýsu umhverfis landið Ef haldið er áfram að skoða vöxt ýsu eftir landshlutum með það í huga ab ýsa vaxi misjafnlega eftir sjávarhita varð til svæða- skipting eins og sést á mynd 2. Þar er hafsvæöinu kringum land- ið skipt upp í 6 svæöi sem nefnd em NA, N, NV, V, SV og SA og gefiö númer frá 1-6 í þeirri röb. Hugsunin bak við þessa skipt- ingu og uppröðun er sú að sjór sé kaldastur á svæði 1 (NA) en fari síðan hlýnandi vestur og suður fyrir þar til kemur ab svæð- um 5 (SV) og 6 (SA) sem vart verður gert upp á rnilli hvaö sjávar- hita varðar. Á mynd 6 er meðallengd 1-6 ára ýsu í ralli 1985 og 1994 skoðuð eftir áðurnefndri röð. Burtséb frá ýmsum undan- tekningum sem eiga sér ýmsar skýringar verður að telja ljóst að vöxtur ýsu fylgi almennt fallandi hitastigi sjávar frá suöur- ströndinni vestur um land, norður fyrir og austur, þ.e. ýsa vex hægar eftir því sem kemur í kaldari sjó. Lélegur vöxtur ýsu SV-lands Þrátt fyrir áðurnefnda ályktun um ab vöxtur ýsu fari versn- andi meb fallandi hitastigi virðast önnur atriði geta gripið inn í og breytt þeirri mynd, eins og getið var um í inngangi, þar sem breyta varð viömiðunarmörkum SV-lands vegna lélegs vaxtar ýsu þar. Á mynd 7 má sjá meðallengd 4 ára ýsu í ralli 1994 og 1989. Það vekur athygli að minnst meðallengd kemur oftlega fram á svipuðum svæðum bæði þessi ár. Svæðin vestan Vest- mannaeyja og vestur fyrir Reykjanes eru þannig áberandi léleg vaxtarsvæði bæði árin en einmitt á þessu svæði er sjór hvaö hlýjastur hér við land. Lítið verður um svör þegar útskýra skal fyrirbæri sem þetta og myndin fer að verða nokkuð flókin þegar vöxtur ýsu er skoðaður enn frekar í hlýsjónum fyrir Suöurlandi. 5. mynd. Meðallengd ýsu eftir aldri í ralli 1994 með mismunandi norður-/suðursvœðisskiptingu. Vöxtur ýsu fyrir suðurströndinni Ef skoða á vöxt ýsu eftir smærri svæðum duga gögn stofn- 28 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.