Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1996, Side 30

Ægir - 01.02.1996, Side 30
8. mynd. Meðallengd ýsu á 5 svœðum fyrir suðurströndinni (Álseyjarleiðangrar að sumri) í röð samkvcemt mynd 2. anir á meðallengdum í rallgögnum 1994 þar sem annars vegar eru bornir saman strandreitir (tilkynningaskyldu-) Vestanlands (vestan 22° V) á móti reitum á dýpra vatni og síðan meðallengd (eftir aldri) á reitasniði út Faxaflóa staðfesta það að ýsa í sama aldursflokki fer að jafnaði stækkandi eftir því sem fjær dregur landi (mynd 9). Orsökinni fyrir þessu mynstri má velta fyrir sér. í fyrsta lagi þyrfti ekki að vera um að ræða betri vaxtarskilyrði fjær landi heldur hitt ab stærsti fiskurinn hefði leitað frá landi af einhverjum ástæbum. Hins vegar gætu vaxtarskilyrbi ýsu verið almennt skrárri út frá landinu sem væri þá vegna minni þétt- Mynd 9a 9. mynd. a) Meðallengd (cm) 3-5 ára ýsu á 5 tilkynningar- skyldureitum í vestur út frá Faxaflóa. b) Meðallengd (cm) ýsu 1-8 ára á grunn- og djúpreitum fyrir Vesturlandi, rall 1994. leika og meðfylgjandi betri fæðuskilyrðum þar sem ýsu fer alla- jafna fækkandi þegar fjær dregur landi. Vöxtur háður árgangastærð? Hér að framan hefur verið litið á vöxt eftir árum og svæðum. Breytingar á vexti milli ára virðast reyndar geta verið töluverðar eins og sést á mynd 4. Erfitt getur verið að skýra slíkar sveiflur. Nærtækast sýnist að tengja ársbundnar sveiflur í vexti ab hluta til við stærð árganga sem færast þá á milli ára eftir því sem stór árgangur verður eldri. Þéttleikaháður vöxtur er þekktur hjá ýmsum fisktegundum sem stafar þá af því hversu stór viðkom- andi árgangur er, þannig að samkeppni verður um fæðuna hjá álíka stórum fiskum sem eru margir á sama svæði. Athugun á vexti stórra árganga bendir til slakari vaxtar en lítið er um hrein- ar línur í slíkum athugunum þar sem mismunandi vöxtur vegna umhverfisaðstæbna (svo sem hitastigs) eða svæbisbundins fæbu- framboðs geta mglað slíkt mynstur. Niðurstöður og umræða Vöxtur ýsu virðist vera hábur flóknu samspili ýmissa breyta, svo sem hitafari, fæðuframboöi, árgangastærð og kynþroska. Af framangreindum dæmum verður vart úr því skorið hvaða þáttur er mest afgerandi. Sýnt hefur verið fram á að meðallengd ýsu eftir aldri fellur nokkuð að fallandi hitastigi á þeim svæðum þar sem hún veiðist og hefur væntanlega að mestu leyti alist upp á. Ljóst er að hitafarsáhrifin á vöxt hljóta ab vera mikil fyrst þau eru á annaö borð greinanleg því göngur milli svæða hljóta að draga úr auðsæi slíks vaxtarmunar en ýsa mun almennt sækja úr kalda sjónum suður á bóginn til hrygningar þegar hún verð- ur kynþroska. Ef litið er á einstaka árganga getur vöxtur þeirra fallið algerlega út úr slíku mynstri þar sem á allstórum köflum á hlýsvæðum má sjá mun lélegri vöxt en gerist á öbmm köflum sem ótvírætt má kalla kaldsjávarsvæði. Síbast en ekki síst má sjá ótrúlegan mun á vexti ýsu eftir tiltölulega litlum svæðum sem öll hafa væntanlega svipað hitastig. Þar er ljóst að aðrir þættir, eins og fæðuframbob og kynþroski, geta skipt sköpum um vöxt- inn. Eins og oft hefur verib vikib ab ab framan verba göngur á milli svæba síðan ýmist til að draga úr eða auka sjáanlegan vaxt- arhraba fisksins. Ef skoðuð er tiltölulega ung ýsa má þó ætla ab hún sé ekki það mikið á faraldsfæti að slíkt komi að sök. Reynd- ar em leiddar að því líkur að ýsa fyrir Suðurlandi sé tiltölulega mjög staðbundin. Til þess að kanna hvaba áhrifaþáttur sé sterkastur í sambandi við vöxt ýsu er ekki nóg að stilla vexti upp á móti einum hugsanlegum áhrifaþætti eins og hitastigi. Skoba verður samspil vaxtar og fleiri en einnar áhrifabreytu (svo sem árgangastærð, fæðuframboð) samtímis. Fyrir dymm stendur ab gera slíkar greiningar en erfitt er þó um upplýsingar um sumar breytur eins og fæðuframbob. Þá er og unnið að því að skoða frekar áhrif kynþroska á vöxt með mælingum á kvörnum og svonefndum bakreikningi á vexti. Meöan slíkar greiningar liggja ekki fyrir að fullu er hér í grein um vöxt ýsu látið nægja að lýsa mismunandi vexti ýsu eins og hann sést eftir aldri og svæðum og reynt að komast hjá fullyrðingum um orsakir fyrir þessum mismunandi vexti. □ 30 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.