Ægir - 01.03.1999, Síða 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
r
Pétur Bjarnason, framkvœmdastjóri Fiskifélags Islands:
Veiðarfæragerð
á íslandi
ur fyrirtækjanna að vel menntuðu
fólki getur ráðið úrslitum um vel-
gengni greinarinnar. Þá benda forráða-
menn J. Hinrikssonar ehf. á mikilvægi
samstarfs við verkfræðideild Háskóla
íslands við vöruþróun sinnar fram-
leiðslu.
í því sem hér er bent á kristallast
afar mikilvæg atriði fyrir íslenskan
sjávarútveg - og auðvitað
fyrir aðrar atvinnugreinar
einnig. Framþróun í ís-
lenskum sjávarútvegi, og
raunar mikilvægasta for-
senda samkeppnishæfni
greinarinnar, er afar háð
menntun þeirra sem í
greininni starfa og að-
gangi að rannsóknum og
hæfu rannsóknafólki. ís-
lendingar hafa allar for-
sendur til að ná langt á
ýmsum sviðum sjávarút-
vegs og að tryggja enn
frekar forustuhlutverk sitt
á því sviði. Sjávarútvegur-
inn hefur oft verið sakað-
ur um að hyggja ekki
nægilega að menntun og
rannsóknum. Mörg dæmi
eru um að sú gagnrýni eigi ekki lengur
rétt á sér. Staða veiðarfæragerðar á ís-
landi og þau tengsl árangurs, mennt-
unar og rannsókna,sem forystumenn í
greininni benda á, ættu enn frekar að
opna augu manna fyrir þessari nauð-
syn.
/\ in af stoðgreinum íslensks
I J sjávarútvegs er veiðarfæra-
/ gerð. Fyrir fiskveiðiþjóð
/ A eins og íslendinga er afar
y/ mikilvægt að vera í forystu
á því sviði. í blaðinu nú er nokkuð
fjallað um stöðu veiðarfæragerðar á ís-
landi. Á því sviði hefur þróunin verið
áhugaverð undanfarin ár. Fyrirtæki
eins og Hampiðjan
hf., Netagerð Vest-
fjarða hf., J. Hinriks-
son ehf., DNG
Sjóvélar og fleiri, sem
of langt mál yrði að
rekja, hafa vakið at-
hygli fyrir grósku-
mikla þróun og fram-
leiðslu, sem nýtur
viðurkenningar langt
út fyrir landsteinana.
Óhætt mun að full-
yrða að á ýmsum
sviðum í framleiðslu
veiðarfæra og búnað-
ar til að auka virkni
veiðafæra eru íslensk
fyrirtæki í fremstu
röð og íslenskur sjáv-
arútvegur nýtur þess
frumkvæðis fyrirtækjanna. Islensk
veiðafæragerð er ein af forsendunum
fyrir þeirri góðu stöðu sem sjávarút-
vegurinn hefur nú.
Þegar litið er yfir farinn veg má sjá
að þau fyrirtæki, sem standa fremst á
þessu sviði, hafa styrkst og eflst á allra
síðustu árum. Fagleg vinnubrögð hafa
verið í fyrirrúmi og árangur hvers og
eins er uppskera vinnu og hæfileika en
ekki eingöngu heppni eða tilviljun,
þótt fyrstu skrefin hafi oft einkennst
af slíku. Jafnframt er hollt að líta til
þess að viðmælendur blaðsins benda
margir hverjir á þau tengsl sem eru á
milli menntunar og framþróunar í
greininni. Bent er á að umskipti hafi
orðið þegar Fjölbrautaskóli Suðurnesja
tók að sér yfirumsjón með netagerðar-
menntun á framhaldsskólastigi i land-
inu. Skólinn er nú að undirbúa fjar-
kennslu á þessu sviði, þannig að nem-
endur geta nýtt sér sérfræðiþekkingu
skólans hvar sem þeir annars búa.
Slíkt fyrirkomulag og tryggur aðgang-
AGDR 5