Ægir - 01.03.1999, Side 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
vini og sé góð æfing fyrir sjávarútvegs-
sýninguna hér heima í haust.
Fjöldamargir gestir komu frá íslandi
til að sjá sýninguna. Fyrirtækið ísberg
var m.a. með marga gesti á sínum
snærum en bresku fyrirtækin voru fyr-
irferðarmest, enda á heimaslóðum.
Spánverjar og Frakkar voru einnig
áberandi. Almennt virtust menn nokk-
uð sammála um að engar sérstakar nýj-
ungar hefðu komið fram á þessari sýn-
ingu, en aðalatriðið væri að halda
góðu sambandi við viðskiptavinina og
stækka þann hóp.
íslensku fyrirtækin voru dreifð inn-
an um aðra sýnendur, aðallega á milli
þjóðbása Noregs og Danmerkur. Al-
þjóðlegt svipmót einkenndi íslensku
fyrirtækin.
Nokkra þjóðbása var að finna á sýn-
ingunni, þar á meðal bása frá Dan-
mörku, Noregi, Færeyjum, írlandi,
Hollandi og Spáni.
REVTINGUR
Norðmenn standast illa kröfur
ESB til fiskvinnslustöðva
Einungis 12 landvinnslustöðvar í Norgi standast kröfur Evrópusambandsins.
Kröfur þessar eru tii dæmis sjálfvirk stýring krana við handlaugar, sjálfvirk
stýring hitastigs í frystigeymslum og net svo að flugur og önnur skordýr komist
ekki inn í stöðvarnar. Vegna þessara krafna er búist við að mörgum
vinnslustöðvum verði lokað en reynslan sýnir að aðrar koma í þeirra stað. A
þessu ári sem fyrr mun ESB beita úrtaksprófunum til að fylgjast með norskum
og íslenskum fiskvinnslustöðvum.
(Fiskaren)
KOSTUR FYRIR SKIP OG BATA
Allt á einum stað:
Matvörur og hreinlætisvörur fyrir skip. Kjöt á heildsöluverði.
Skipaverslun - Sérverslun sjómanna
HRINGBRAUT 121 -107 REYKJAVÍK • SÍMI/TEL: 562 5570 • TELEFAX: 562 5578
13