Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1999, Qupperneq 17

Ægir - 01.03.1999, Qupperneq 17
Brottrekstrarsök að sprengja trollið nú til dags Breyting á hugsunarhætti í sjávar- útvegi hefur orðið mikil á undan- gengnum árum hér á landi. Reyndar þykir mörgum enn að magnhugs- unin sé of ríkjandi í fiskveiðunt en hún er samt á miklu undanhaldi. Sjómenn sem lengi hal'a verið til sjós kannast líklega flestir við að eiga í fórum sínum gamlar myndir af risaholum á leið upp skutrennuna og kunna sögur af stórum holum sem sprengdu utan af sér vörpurnar. Þessir tímar eru liðnir. I dag hefur skynjaratæknin gert að verkum að skipstjóri veit hversu mikið er komið í og getur betur fylgst með hátterni veiðarfæranna í sjónum. Hjá mörgum útgerðum er það brottrekstrarsök ef tekin eru of stór hol, sér í lagi er lykilatriði á frystitogurunum að taka ekki stærri hol en svo að náist að vinna aflann á ásættanlegum tíma. Hráefnið sem kemur um borð í stórum holum þarf að bíða lengur eftir vinnslu og er ekki eins gott og það getur frekast orðið. Þar með lækkar afurðaverðið og hagkvæmnin í útgerðinni. Hún er það atrið sem daglega þarf að keppa við og því má segja að skynsemin sé sá þátlur sem verði að ráða. SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Hétu áður kaðlarar og netjarar! cm iðngrein á netagerð rastur að rekja hér á landi til upphafs ald- arinnar. Árið 1903 var sett reglugerð uw próf iðnaðarnemenda sem byggð var á 10 ára gömlum lögum um iðn- aðarnám og þar kemur fram iðn- menntunin „kaðlari", sem ekki er að sjá annað en taki til veiðarfœragerð- ar. Tœpum 30 árum síðar var svo sett ný reglugerð þar sem starfsheitið var orðið „netjari" og lýsing á náminu var orðin öllu skýrari. í reglugerðinni árið 1903 segir að iðnaðarnemendur skuli þreyta próf, ýmist í dráttlist eða verklagni. Talin eru upp fjöldamörg starfsheiti sem í dag eru nokkuð framandi s.s. pjátrarar, baðkarar, drifsmiðir, vagnsmiðir og timburmenn en í upptalningunni er einnig að finna upplýsingar um próf svokallaðra kaðlara. Þeir nemendur þurft að sýna kunnáttu sína í verk- lagni með því að gera sexþættan streng, 25 faðma langan og 4 punda á þyngd, þríþætt snæri 12 faðma langt og þrjátíu faðma langa seglgarnslínu, allt úr hvítu garni. í Stjórnartíðindum árið 1928 er svo að finna nýja reglugerð um iðnaðar- nám. Þar kemur fram að nám netjara tók þrjú ár og lauk með prófi til að öðlast sveinsbréf. Próf var munnlegt og skriflegt og eftirfarandi þraut þurftu netjarar að leysa: „Nemendur eiga að gera líkingar (Model) af botnvörpu, að teikna og gera líkingu af síldarnót. Stærð líking- anna ákvarða prófdómendur." Upphaf idngreinar netagerðarmanna hér á landi: ÆCÍR 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.