Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1999, Page 20

Ægir - 01.03.1999, Page 20
Netagerð Vestjjarða hf: Starfstöðvar á ísafirði og Hvammstanga TT ii á r'ér eru unnin 15-16 . ársverk. Meirihluti starfseminnar er hér á ísafirði en við rekum einnig lítibú á Hvamms- tanga og höfum gert það frá árinu 1985," segir Magni Guðmundsson, framkvœmdastjóri Neta- gerðar Vestfjarða hf. Útibú á Hvammstanga var opnað með það að markmiði að þjónusta betur báta við Húnafló- ann, jafnt á Hvamms- tanga, Skagaströnd og Hólmavík. Magni segir að þegar umsvif í rækjuveiðum í flóanum voru hvað mest þá hafi flestir starfsmenn verið í útibúi netagerðarinnar á Hvamms- tanga en starfsmönnum hefur fækkað þar undangengin ár. „Við erum fyrst og fremst í framleiðslu á botnvörpum, rækjuvörp- um og dragnótum. Markaðssvæðið er allt landið en heimamarkaður hér vestra er sterkastur. Stundum höfum við þó dottið í lukkupottinn og náð að selja veiðarfæri til erlendra kaupenda," segir Magni og orðar það svo að út- flutningur styrki sjálfstraustið og vonir standi til að Netagerð Vestfjarða geti náð frekari viðskiptum erlendis. „Við höfum reynt að koma okkur á framfæri með auglýsingum erlendis og bréfaskriftum en svona lagað gengur Unnið að uppsetningu á nýju trolli hjá Netagerð Vestfjarða. upp og ofan. Ég viðurkenni að fyrir okkur getur skipt töluverðu máli að ná í verkefni erlendis, til að mynda getur uppsetning á stóru rækjutrolli með öllu tilheyrandi skilað 4-500 vinnu- stundum. Þau verkefni sem við höfum unnið fyrir erlenda aðila hafa verið í kring- um rækjuveiðar á Flæmska hattinum og vissulega getur okkur munað mikið um hvert eitt verkefni," segir Magni. Kaupendur vilja heildarlausnir Að mati Magna á íslensk netagerð fullt erindi inn á samkeppnismarkað er- lendis. „Við eigum að vísu erfitt með að gera samanburð vegna þess að for- sendurnar eru mismunandi. Mér finnst að kaupendur leiti í vaxandi mæli eftir tilboðum í heildarlausnir, þ.e. veiðarfæri sem eru tilbúin til að fara um borð og byrja veiðar. Til að gera raunhæfan samanburð við erlendar netagerðir þarf að bera saman sambærileg veiðarfæri. Þá sýnist okkur að heildarlausnirnar gefi besta mynd, þ.e. trollin með uppsettri fiskiskilju, pokum, rokkhopperlengjum, gröndur- um og jafnvel hlerum. Hvað okkur varðar þá höfum við á síðasta ári haft meira að gera í kring- um uppsetningar á nýjum veiðarfær- um, þá fyrst og fremst rækjutrollum, en það er afar sveiflukennt milli ára hvernig skiptingin er milli nýrra uppsetninga og viðgerða. Á þessum tímapunkti horfum við með skelfingu á ástand- ið í rækjuveiðunum en það getur komið illa við þær netagerðir sem mest hafa sinnt þeirri grein." Léttari veiðarfæri og sterkari Þróunin í veiðarfæra- gerðinni miðar að sögn Magna í þá átt að gera veiðarfærin léttari og sterkari. Svokall- að dyneema-net, hefur valdið straum- hvörfum í stækkunarmöguleikum, vegna þess að hægt er að nota grennri þráð og minnka með því mótstöðu veiðarfærisins. Efnið hefur og áhrif á endingu veiðarfæra. „Líftíminn er orðinn lengri á veið- arfærum en var áður. Þegar t.d. rækju- trollin eru illa farin eru keypt ný. Það er mun sjaldgæfara að fiskitroll séu sett upp frá grunni. Þar er venjan sú að skipt er um hluta í einu og þannig er í raun alltaf verið að endurnýja. Við getum því sagt að framþróunin hafi breytt starfi okkar netagerðarmanna töluvert frá því sem áður var," segir Magni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Netagerðar Vestfjarða hf. 20 MSAin

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.