Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1999, Síða 26

Ægir - 01.03.1999, Síða 26
Fróðleikur um þorskanet og færagerð fyrr á öldum orskveiða í net er fyrst getið hér á landi um 1730, en þá hermir ein heimild, aðþeir Engelbreth, Platfod og Triers, kaupmenn á Hofsósi, liafi veitt fisk íþorskanet á Skagafirði. Ár- angur var sagður góður, en engu að stður var veiðunum hœtt eftir tiltölu- lega skamma hríð. Eftir þetta leið tæpur aldarfjórðung- ur uns netaveiðar voru aftur reyndar hér við land, svo vitað sé. Árið 1752 var Skúli Magnússon, landfógeti, á leið til Kaupmannahafnar en hreppti illviðri á leiðinni og tók loks land í Noregi. Þar sá hann þorskanet í fyrsta sinn og leist svo sem þau gætu nýst vel á íslandi. Skúli var sjaldan seinn til framkvæmda og í Noregi festi hann kaup á tveimur netum og hafði þau heim með sér árið eftir. Þá urn sumarið, 1753, voru þau lögð í Hafnarfjörð, en ekki er vitað hve mikið veiddist í þau. Nokkurn árangur munu þó tilraunirnar hafa borið því í forspjalli að Ferðabók Ólafs Olaviusar segir Jón Eiríksson frá því að vegna netaveiðanna hafi verslun í Hafnarfirði aukist frá því að vera í meðallagi upp í einn mesta verslunarstað landsins. Næstu árin færðist notkun þorska- neta í vöxt við sunnanverðan Faxaflóa. Hermir ein heimild, að á vetrarvertíð- inni 1782 hafi bátar úr Vogum, Kefla- vfk og Njarðvíkum verið með 870 net, auk yfirskipsneta. Handfœraöngull - svokallaður sœtisönguli með sigurnagla. Á síðari hluta 18. aldar voru þorska- net reynd víða um land, en árangur varð lítill. Þegar leið á 19. öld jókst notkun þorskaneta í Faxaflóa, en í öðr- um landshlutum varð notkun þeirra ekki útbreidd fyrr en kom fram á 20. öld. Þá höfðu vélbátar víðast hvar leyst áraskipin af hólmi og utan Faxaflóa er rétt að telja þorskanet veiðarfæri véla- aldar fremur en árabátaaldar. Víða var hart deilt um notkun þorskaneta og voru röksemdir and- stæðinga þeirra oft svipaðar rökum þeirra, sem andsnúnir voru lóðanotk- un. Á hitt ber þó einnig að líta, að í samanburði við handfæri voru þorska- net fremur dýr og sums staðar hentuðu þau illa fyrir daga vélbátanna. Þannig áttu menn á áraskipum oft í erfiðleik- um með netin ef veitt var á hraunbotni og einnig gerðu straumar mönnum oft erfitt fyrir. Þannig var t.a.m. í Grinda- vík þar sem nokkur tími leið, uns menn komust upp á lag með notkun þorska- neta, og þar urðu þau ekki algeng fyrr en vélbátaútgerð hófst að marki. Verslunarheimildir frá 16. og 17. öld geta um innflutning á færum frá- Englandi og Danmörku, en þau þóttu misjöfn að gæðum. Dönsk færi þóttu miklu lakari en ensk og hollensk og reyndu íslendingar að kaupa færi af fiskimönnum, ef þeir gátu. Um miðbik 17. aldar var tekið að flytja hingað til lands hamp til færagerðar og voru færi unnin úr honum allt fram á 19. öld. Eft- ir að kom fram um og yfir miðja 17. öld voru færi mest unnin úr hampi, sem fluttur var inn, en þó voru þess einnig dæmi að menn gerðu færi úr efni, sem til féll innanlands, t.d. taglhári. Notkun þess virðist þó aldrei hafa verið mikil og miklu minni var hún hérlendis en í Noregi. Er og svo að sjá sem margir hafi talið notkun taglhárs í færi neyðar- úrræði. Heimildir herma að bændur á Ströndum hafi neyðst til að nota hross- hár í færi þar sem innflutt lína var ófáanleg. Þá eru og heimildir fyrir því að menn hafi gripið til staðbundinna úrræða og nýtt það sem á fjörur þeirra rak, í bókstaflegum skilningi. Þannig þekktist það í Skaftafellssýslum að menn tættu sundur kaðla og reiða úr strönduðum skipum og spinnu í færi. Útgerðarmenn - Skipsljórar Uppsetning og viðgerðir á öllum almennum veiðarfærum. Síldar- og loðnunótarefni ávallt fyrirliggjandi. iFjarðarnet hf. ' Hafnargötu 37 • 710 Seyðisfjörður Stmi 472 1379 • Fax 472 1535 • Heimasími 472 1282 Þökkwn ánægjnleg saniskipti í 15 ár. 26 ÆG,IR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.