Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1999, Page 38

Ægir - 01.03.1999, Page 38
>< X X £ \/ A \ A \, /' z' \, \, V, \. Y \y Menntun í netagerð hefur gjörbreyst eftir að Fjölbrautaskóla Suðurnesja varfalin umsjón með náminu: Tugir nemenda í netagerð og bj artar atvinnuhorfur Arum saman var ástandiðþannig í menntunarmálum í netagerð að ekki voru kenndir nenia fáeinir tímar á viku í sérgreinum netagerðar í iðn- skólum. Pað var svo árið 1991 sem byrjað var að kenna netagerð eftir námskrá í Fjtílbrautaskóla Suðumesja en árin á undan bafði Nót Sveinafélag netagerð- armanna staðið fyrir nániskeiðabaldi til að brúa bilið og uppfylla skyldur um bóklega námið þannig að lœrlingar gcetu gengist undir sveinspróf. Netagerðin virtist vera hornreka í skólakerfinu og líklegast hafa fagfélögin ekki verið nógu dugleg að þrýsta á um úrbœtur en seni betur fer rœttist nijög úr menntamálun- uni og uppbyggingin er á góðri leið í dag," segir Lárus Pálnmson, brautarstjóri veiðarfœrabrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. FS er eini skólinn sem býður bók- lega kennslu fyrir netagerðarnema en samanlagt tekur þrjú ár að læra til netagerðar, þ.e. ef lagður er saman verklegi og bóklegi tíminn. Netagerð er í meistarakerfi og þarf nemi að vera í þrjú ár á samningi áður en hann fær að taka sveinspróf. í dag munu starfa um 250 manns í veiðarfæragerð á landinu og þar af hafa um 50 lært hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á þeim árum sem námið hefur verið í boði þar. Þá má einnig geta þess að all margir af þeim nemum úr FS hafa far- ið til starfa í faginu erlendis. „Meðalaldur manna í netagerð fer lækkandi, enda hefur mikið af ungum mönnum komið inn í nám á síðustu árum. Að mínu mati eru skýringarnar þær að verkefni hafa aukist og nægir / verklegum tímum fá nemendumir að takast á við þrautir í netagerðimn. þar að nefna uppganginn hjá Hamp- iðjunni vegna aukins útflutnings. Á Austurlandi hefur líka skapast meiri þörf fyrir netagerðarmenn vegna veiða á uppsjávarfiski og í þeim fjórðungi hafa verið opnuð þrjú verkstæði á 2-3 árum. Síðast en ekki síst hefur það haft áhrif að menntamálin hafa verið í mun betra horfi en áður og ungt fólk sér að það er auðveldlega hægt að ljúka náminu með prófi á eðlilegum tíma. Við merkjum þetta af því að núna eru tæplega 30 nemar í netagerð og það er stærsti nemendahópur í netagerð í marga áratugi," segir Lárus. 13 nemendur eru þessa stundina í bóklegu námi, hinir eru í því verklega. Nemendur í netagerð hjá Fjöibrautaskóla Suðumesja. 38 MCiU

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.