Ægir - 01.03.1999, Side 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
„Núna vantar fagmenntaða netagerðarmenn til starfa í greininni og ég sé ekki annað en
svo verði í náinni framtíð. Mér vitanlega gengur enginn netagerðarmaður um atvinnu-
laus í dag," segir Lárus Pálmason, brautarstjóri hjá FS.
reyna að ráða bót á því. Menn velta
því jafnvel fyrir sér hvort þetta ofur-
efni eigi eftir að koma í stað togvíra og
svo gæti hæglega farið því efnið er
mun léttara en stál. Þyngdin spilar
stórt hlutverk í veiðarfæragerð því
með léttara og sterkara efni má stækka
veiðarfærin án þess að þyngja þau í
drætti," segir Lárus.
Netagerðarmenn
eru líka hönnuðir
Framleiðsluvörur Hampiðjunnar eru
glöggt dæmi um vel heppnaða þróun
á íslenskum veiðarfærum en Lárus seg-
ir að nemendurnir hjá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja fái í náminu leiðbeiningar
í hönnun veiðarfæra.
„Við kennum allar forsendur fyrir
hönnun veiðarfæra, leiðbeinum um
útreikninga, efnisval, verðútreikninga,
gerð á fagteikningum og þess háttar.
Veiðarfæragerðirnar sjálfar hafa átt rík-
an þátt í framþróun veiðarfæra. Hug-
myndir um nýjungar koma oft frá sjó-
mönnunum sjálfum en netagerðar-
menn þurfa þá að hafa þekkingu til að
útfæra hugmyndirnar. Þá þekkingu og
færni reynum við að byggja upp hjá
nemendum okkar."
Fjarkennslan verður
framfaraspor
Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur sótt
um að gerast kjarnaskóli í netagerð hér
á landi og umsókn þar um bíður nú af-
greiðslu í menntamálaráðuneytinu.
Þetta þýðir að skólinn verður þróunar-
setur í netagerðarnámi og þaðan verð-
ur uppbyggingu í netagerðarnámi
stýrt. Lárus telur óraunhæft að haidið
verði úti deildum í netagerðarnámi
víða á landinu enda muni fjarkennsla
líkast til leysa þá þörf af hólmi.
„Við erum að vinna að því að koma
upp fjarkennslu í bóklegum greinum
netagerðar og það þýðir að nemendur
geta sótt 70-80% námsins í gegnum
tölvu heima í héraði. Með fjarkennsl-
unni getum við komið mjög til móts
við þá sem eru með fjölskyldu og eiga
erfitt með að taka sig upp og flytja
suður á Suðurnes meðan á bóklega
náminu stendur og einnig er það mik-
ils virði fyrir veiðarfæraverkstæðin út
um landið að missa ekki nemana frá
sér þegar mikið er að gera. Fjarkennsl-
an er þannig mjög jákvætt skref fyrir
uppbyggingu netagerðarnáms á land-
inu," segir Lárus Pálmason.
, A IÉMÍÍ
¥ev1gíp
Jens vefari fann
upp dragnótina
Dragnótin er þekkt veiðarfæri á
íslandi. Sögu hennar má rekja aftur
til ársins 1848 en þá byrjaði Jens
nokkur Væver að fiska ál og rauð-
sprettu í þetta veiðarfæri í Limafirði
í Danmörku . Gefin var út árið 1991
bókin " Jens Væver og det jyske ále-
vodfiskeri" af Limfjordsmuseet, um
Jens og veiðar hans í Limafirði og
þar er fjallað um þá aukningu sem
varð á fiskiríi í Limafirði eftir að
dragnótaveiðar byrjuðu þar. Hægt
verður innan tíðar að nálgast upp-
lýsingar um frumkvöðuiinn Jens á
veraldarvefnum, og upplýsingar um
veiðiaðferðir í dragnót þ.e. á slóð
Fjölbrautaskóla Suðurnesja á slóð-
inni http://www.fss.is
Vill leggjast
með þessari Gloríu!
íslensk troll vekja skrýtnar
kenndir hjá erlendum sjómönnum,
ekki verður annað sagt. f fréttabréfi
Hampiðjunnar segir af kanadískum
togara sem veitt hefir með
Gloríuflottrolli Hampiðjunnar með
góðum árangri.
„Eg veit ekki hvort má segja
svona á prenti en einn strákanna
sagðist vilja leggjast með þessari
Gloríu. Ég á við, svona vel líkar
honum trollið. En þetta er ungur
strákur og vertíðin var löng (hlær).“
ÆGílR 41