Ægir - 01.03.1999, Page 42
Hrafnkell Eiríksson, forstöðumaður nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar:
Smáfiskaskilj urnar
eru bylting síðari ára
í veiðarfæraþróun
TJyrír dyrum stendur að ráðinn
-T verði starfsmaður að Hafrann-
sóknarstofnun sem hafi veiðarfœra-
rannsóknir að aðalstarfi. Sérfrœðing-
ur stofnunarinnar í veiðarfœrarann-
sóknum til fjöida ára var Guðni Þor-
steinsson en eftir ótímabœrt fráfalls
hans fyrir hálfu öðru ári hefur ekki
fundist eftirmaður til að sintia veið-
arfœrarannsóknum en Hrafnkell Ei-
ríksson, forstöðumaður nytjastofna-
sviðs stofnunarinnar, segir fidla þörf
á að sem fyrst fáist starfsmaður í
hinar mikilsverðu rannsóknir á veið-
arfœrum. Engu að síður er veiðar-
fœrarannsóknum sinnt affremsta
megni hjá stofhuninni og er Hafró
þátttakandi í fjölþjóðlegu starfi á
sviði veiðarfœrarannsókna. Þunga-
tniðja starfsins, jafnt heima sem er-
lendis, hefur snúist utti þróun á
tœkni til að skilja út smáfisk og ung-
viði, fyrst og fremst ttieð svokölluðum
smáfiskaskiljum.
„Það að reyna að skilja smáfisk út
með t.d. klæðningum í trollum er ekki
nýtt af nálinni en það sýndi sig að
fastar grindur, smáfiskaskiljurnar,
skila mestum árangri í þá átt að skilja
út óæskilegan afla," segir Hrafnkell og
hans mat er að líta beri á smáfiska-
skiljurnar sem byltingarkennda breyt-
ingu í veiðarfæratækni síðari ára.
Skiljur henta best til þorksveiða
Mælingar hafa sýnt fram á að skiljurn-
ar skila best sínu hlutverki við veiðar á
Hrafhkell Eiríksson.
þorski og ýsu. Þó er staðreynd að ýsan
virðist viðkvæmari fyrir skiljunum en
þorskurinn og nú eru yfirstandandi
rannsóknir sem miða að þróun smá-
fiskaskilju sem nýtist betur við ýsu-
veiðar.
„Það er mjög erfitt að nefna tölur
um áhrif af skiljuveiðum en ekki óal-
gengt að 50% af fiski undir 50 cm
sleppi í gegnum skiljur. Menn eru hins
vegar dálítið óhressir með að í ýsunni
virðast sleppa fiskar allt upp í 60 cm í
gegn. Það þykja mönnum of stórir
fiskar til að vera flokkaðir út," segir
Hrafnkell.
Norðmenn eru frumkvöðlar
Skiljuþróunin hófst í Noregi, bæði
með skilju fyrir bolfiskveiðar og síðan
rækjuveiðar.
„Ég tel að við höfum ekki verið eft-
irbátar annarra þjóða í því að taka upp
skiljuþróunina og aðlaga hana okkar
aðstæðum. Við höfum átt samvinnu
við norræna kollega okkar og einnig
hafa farið fram tilraunir á vegum Al-
þjóða hafrannsóknarráðsins varðandi
skiljur og í sumum tilfellum hafa þær
verið gerðar í skipum hér heima. ís-
lendingar hafa því fylgt að fullu eftir
þróuninni," segir Hrafnkell.
Skiljunotkunin mun aukast
Hugmyndafræðin að baki fiskiskiljum
er að flokka úr óæskilegan afla. Hrafn-
kell segir árangurinn af notkun þeirra
mjög mismunandi eftir fisktegundum,
t.d. liggi ljóst fyrir að hefðbundnar
fiskiskiljur henti illa við kola- og karfa-
veiðar. En hann segir að smám saman
hafi svæðum fjölgað þar sem skylt er
að nota skiljur við togveiðar og í fram-
tíðinni hljóti skiljunotkun að aukast,
fremur en hitt.
„Norðmenn hafa sýnt fram á í
rannsóknum sínum að fiskur lifir af að
fara í gegnum skiljur. Sér í lagi á það
við um þorskinn en ýsan er við-
kæmust. Samt sem áður eru töluverðar
líkur á að hærra hiutfall af ýsu lifi af
að fara í gegnum skilju en að smjúga í
gegnum netmöskva. Þetta segir okkur
að við erum örugglega á réttri leið í
þróun gagnvart bættri umgengni um
fiskistofnana," segir Hrafnkell.
42 miu