Ægir - 01.03.1999, Síða 49
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Viðnámsútreikningar afþessu tagi eru þekktir hjá t.d. Boeing flugvélaverksmiðjunum en fyrir /. Hinriksson segja niðurstöðurnar til um
hagkvcemni hleranna.
sama og Boeing flugvélaframleiðend-
urnir nota. Útreikningar Háskólans
sýna okkur skverkraft og viðnám hler-
anna í sjó. Hlutfall þessara tveggja
stuðla, sem fást við prófanimar, segir
okkur hversu hagkvæmir viðkomandi
hlerar eru. Við getum auðveldlega búið
til hlera sem opna trollin vel, en við
verðum alltaf að taka tillit til þess
hversu þungir hlerarnir eru í drætti,"
segir Atli Már.
Þegar hagkvæmasta lausn er fundin
er stigið næsta skref inni í smiðju J.
Hinrikssonar en þá er komið að smíði
á módeli, sem síðan er prufað í til-
raunatanki. Atli Már segir að sá hluti
þróunarferilsins fari oftast fram í Dan-
mörku en að loknum tilraununum em
smíðaðir hlerar í fullri stærð.
Lokaprófanir fara fram um borð í ís-
lenskum togskipum og þeir eru reyndir
um borð í fleiri en einu skipi og í fleiri
en einum túr.
„Á þennan hátt höfum við þróað
nýjustu gerðir af hlerum J. Hinriksson-
ar og náum meiri hagkvæmni með
markvissari vinnubrögðum í þróunar-
vinnunni," segir Atli Már.
Atli jósafatsson, sölu- og markaðsstjóri j.
Hinrikssonar ehf.
Ný tegund toghlera
Eins og áður segir er að ljúka þróunar-
ferli á nýrri gerð fjölnota toghlera frá J.
Hinrikssyni, hlerum sem hafa fengið
spænska heitið „el Cazador", sem
þýðir „veiðimaðurinn" á íslensku.
Nafnið er þannig til komið að skip-
stjórum víða að var gefinn kostur á að
fylgjast með prófunum á hlerunum í
prufutanki í Danmörku í desember sl.
og setja um leið fram tillögu að nafni.
Atli Már segir hlerana þróaða upp úr
tveimur eldri gerðum toghlera fyrir-
tækisins, þ.e. „Concord" v-laga botn-
trollshlerunum og „tveggja spoilera"
flottrollshlerunum. Nýttir eru kostir
flottrollshlerans, sem Atli Már segir
vera einn þann kraftmesta á markaðn-
um og í „el Cazador" hlerunum koma
þeir þannig fram að hægt er að láta
hlerana vinna óháða botnsnertingu
þar sem aðstæður leyfa. „E1 Cazador"
hlerarnir eru hannaðir með það fyrir
augum að nýtast bæði til flot- og botn-
-------------------Acm 49