Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1999, Page 51

Ægir - 01.03.1999, Page 51
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Rafknúin skipsskrúfa (Diesel-Electric) afknúin skipsskríífa er þekktur framdrifsbúnaður skipa hér á landi. Rannsóknaskipið Bjami Sœ- mundsson kom með slíkum búnaði fyrir hartnær 30 ámm og er enn í rekstri. Hið nýja rannskóknaskip Hafrannsóknastofnunar, sem er í smíðutn í Chile, verður með svipuð- um búnaði. Forsendur fyrir vali á rafknúinni skrúfu í ranttsóknaskip eru sérstakar þar sem kröfur um lág- niarks titring, hávaða og samanburð- arhœfni einstakra rannsóknaskipa eru hafðar í hávegum. Yfirvofandi samþykktir í umhverfis- málum um losun gróðurhúsaloftteg- unda út í andrúmsloftið og hugsanleg- ir útblásturskvótar, ásamt óvissu um olíuverð á næstu öld, eru eitt stærsta viðfangsefni skipaútgerða á næstunni. ímynd skipafélaganna og velþóknun samborgaranna er mest þegar sam- borgararnir eru fullvissaðir um að tæknin sem notuð er um borð í skip- unum sé í samræmi við ítrustu um- hverfiskröfur samfélagsins og helst betri. Þannig ættu kröfur samfélagsins um góða eldsneytisnýtingu og lág- marksútblástur að falla vel að þörfum skipafélaganna þegar litið er til rekstr- arafkomu þeirra til lengri tíma. Hefðbundin flutningaskip og fiski- skip með einni aðalvél, tengdri skrúfu- ás og skrúfu, er ekki heppilegasti bún- aður sem völ er á með tilliti til öryggis áhafnar og skips. Skip í strandsiglingum er alltaf í hættu ef vél þess stöðvast. Enn er í fersku minni strand þýska skipsins Vikartinds við suðurströndina í árs- byrjun 1997. Hér við land hefur það verið næsta árviss viðburður að skip strandi eða að yfirvofandi hætta sé á að skip strandi vegna vélabilunar eða aðgæsluleysis. Auk hættunnar á skips- Guðbergur Rúnarsson verkfræðingur V'l hjá Fiskifélagi íslands skrifar i Nv ^ Tæknideild Fiskifélags Islands og mannskaða fylgir skipsströndum alltaf hætta á mengunarslysum, vegna olíuleka eða farms sem inniheldur spilliefni. Tækni Ný tækni til stýringar á riðstraumi gerir það að verkum að mögulegt er að stýra hraða og snúningsvægi rið- straumsmótora. Afriðilstæknin er vel þekktur búnaður til að stýra hraða lít- illa riðstraumsmótora. Flestir þekkja eða eiga borvél sem er hraðastýrð og kannast við að með slíkri vél má bora löturhægt á meðan borinn er að grípa og svo er hægt að auka hraðann eftir að borinn hefur gripið. Afriðilstæknin Fyrirkonwlag búnaðar í vélarúmi skips sem búið er rafskrííþt. Þetta eru helstu tœkin sem koma við sögu. 51

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.