Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1999, Page 57

Ægir - 01.03.1999, Page 57
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI um og aftast eru skutgeymar og dag- hylki. Fremst á aðalþilfari er geymsla og íbúðir sem ná yfir breidd skipsins. Aft- an við íbúðir er vinnsluþilfar með fisk- móttöku aftast fyrir miðju. Bakborðs- megin við fiskmóttöku er vélareisn og klefi fyrir slökkvibúnað. Stjórnborðs- megin er verkstæði og þar aftan við er stýrisvélarými og togvindum er komið fyrir úti í síðum. Á efra þilfari er stýrishús á reisn og úti í bakborðssíðu er sambyggt geymslu- og stigahús niður á vinnslu- þilfar og skorsteinshús. Aftast á skip- inu er skutgálgi og yfir fiskilúgu er pokagálgi. í framhaldi af skutrennu kemur vörpurenna sem greinist í tvær bobbingarennur sem ganga í gegnum reisnina undir brúna og fram á stefni þar sem fjórum grandaratromlum er komið fyrir. Á stýrishúsi er ratsjár- og ljósamastur. íbúðir Klefar eru fyrir 9 manna áhöfn í fjór- um tveggja manna klefum og eins manns klefa. í framskipinu undir aðal- þilfari eru fjórir tveggja manna klefar. Á efra þilfari er íbúð skipstjóra fremst bakborðsmegin, þá matvæla- geymsla með frysti, eldhús og aftast borðsalur. Stjórnborðsmegin aftast er stakkageymsla með útgangi út á þilfar, þá setustofa og þar framan við þvotta- herbergi með salerni og sturtu. Fremst í stefni er geymsla. íbúðir eru einangr- aðar með steinull og klæddar plast- húðuðum þiljum. Vélbúnaður Aðalvélin er frá Caterpillar af gerðinni EMMA VE 219 Við óskum útgerð og áhöfn til hamingju með breytingarnar. Skipið er allt málað með HEMPELS skipamálningu frá Slippfélaginu Málningarverksmiðju. —....... SUppfélagiö Málningarverksmiöja Dugguvogi 4 104 Reykjavík • Sími: 588 8000 • Fax: 568 9255 NGm 57

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.