Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2000, Qupperneq 6

Ægir - 01.02.2000, Qupperneq 6
I LEIÐARI Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands Lúðvik Krístjánsson, fyrrverandi ritstjóri Ægis, látinn Lúðvík Kristjánsson rithöfundur er látinn í hárri elli. Vegir Lúðvíks og Fiskifélagsins lágu víða og lengi saman. Lúðvík var kennari að mennt og kenndi um árabil á námskeiðum á vegum félagsins sem höfðu að markmiði að auka hæfni sjómanna til starfa. Lúðvík var ritstjóri Ægis um átján ára skeið frá 1937 til 1954 og stundaði síðar ýmis fræði- og útgáfustörf, bæði í samvinnu við Fiskifélagið og á öðrum vettvangi. Eftir Lúðvík liggja margar bækur og ritgerðir, eink- um sagnfræðilegs eðlis. Hans verður þó án efa lengst minnst fyrir bækurnar „Islenskir sjávarhættir" sem komu út á árunum 1980 til 1986. „Islenskir sjávar- hættir" er grundvallarrit um sögu sjósóknar og með- ferð sjávarfangs á íslandi og er hæpið að aðrar þjóðir geti gengið að viðlíka riti til þess að fræðast um at- vinnuvegi sína, sögu þeirra og verklag. „Islenskir sjáv- arhættir" eru alls fimm bækur, hver um 500 bls. og engum, sem bækurnar handleikur, dylst hvílíkt þrek- virki býr að baki ritun þeirra. Lúðvík Kristjánsson átti að baki langt og gæfuríkt ævistarf. Honum hlotnuðust margvíslegar viðurkenn- ingar. Árið 1981 var hann gerður að heiðursfélaga Fiskifélags Islands og árið áður var honum veitt heið- ursdoktorsnafnbót Háskóla Islands. Árið 1988 fékk hann Gullverðlaun Sjómannadagsráðs og hann var fé- lagi í Vísindafélagi Islendinga frá árinu 1961. Þessar viðurkenningar og fleiri, sem ekki eru nefndar, sýna að samtímamenn Lúð- víks kunnu að meta störf hans og framlag hans til íslensks sjávarútvegs er ómetanlegt. Fiskifélag Islands hefur tekið mikl- um breytingum frá því Lúðvík Krist- jánsson var þar á vettvangi. Þessar breytingar ná til skiplags, verkefna og starfsmanna. Þeir sem nú starfa hjá fé- laginu hófu störf löngu eftir að Lúðvík lét þar af störfum. Engu að síður ber nafn Lúðvíks þar enn oft á góma og framlag hans til félagsins og þekking- ar á íslenskum sjávarútvegi er í háveg- um haft. Fiskifélag Islands minnist Lúðvíks Kristjánssonar með þakklæti og send- ir ástvinum hans samúðarkveðjur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.