Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2000, Side 23

Ægir - 01.02.2000, Side 23
UMRÆÐAN Er kapphlaupið hafið um að verða einn hinna stóru? Það virðist sem kapphlaupið um að verða ráðandi í einhverju hinna fáu stóru fyrirtækja eða fyrir- tækjahringa sem spáð er að verði allsráðandi, sé komið á fullt. Sú spurning hlýtur að vakna hvort búið sé að finna þá aðferð sem spá- menn á fjármálamarkaði og for- ystumenn í sjávarútvegi hafa ver- ið að vísa til þegar þeir tala um stóru blokkirnar í sjávarútvegin- um sem muni verða til á næstu árum, án tillits til þess hvort lög- in um dreifða eignaraðild eru í gildi eða ekki. Getur verið að þrátt fyrir vilja Alþingis og laga- setningu um hámarksaflahlut- deild einstakra sjávarútvegsfyrir- tækja hafi fundist annar farvegur til yfirráða yfir auðlindinni í miklu stærri mæli en einstökum fyrirtækjum leyfist? Það hefur mikið verið um það rætt að veiði- heimildirnar séu að færast inn í æ færri fyrirtæki og við því átti að bregðast með lögunum um dreifða eignaraðild. Hitt vekur því líka eftirtekt að fyrirtækin sjálf séu að færast á hendur æ færri stórra aðila. Og þó kapp- hlaup um völd og áhrif geti verið skapandi getur niðurstaðan orðið þveröfug fyrir atvinnugreinina. Dreifð eignaraðild Þegar lögunum um stjórn fisk- veiða var breytt í þá veru að há- mark var sett á samanlagða afla- hlutdeild fiskiskipa í eigu ein- stakra fyrirtækja voru skoðanir auðvitað skiptar um það hvort, og þá hvar, skyldi setja slíkt þak. Það var mikill þrýstingur á að þakið yrði sett og í könnunum hefur komið fram að Islendingar telja bæði að íslenskur sjávarút- vegur og einstök fýrirtæki séu stærri í alþjóðlegum samanburði en raun er á. Við þurfum auðvitað að skapa þær aðstæður að fjöl- breytni sé í útgerðinni. Öðruvfsi tryggjum við ekki eðlilega og góða nýtingu auðlindarinnar. Og þó mönnum þyki smátt fagurt, má heldur ekki gleyma því að stóru fýrirtækin eru í alþjóðlegri samkeppni og þurfa að fá að vera burðug. Sjálf hef ég enga trú á því að lögunum verði breytt til að lyfta þakinu. Ekki er heldur fýrirséð að brugðist verði við þeirri þróun sem nú er í gangi þar sem m.a. eignarhaldsfýrirtæki eru að eign- ast stóra hluti í sjávarútvegfýrir- tækjum og þar með völd og áhrif. Sennilega eigum við eftir að sjá lífeyrissjóðina verða stærri eignar- aðila í öflugum fyrirtækjum á næstu árum, líka í sjávarútvegi ef rekstrarumhverfi þeirra verður traust og þau ná að skila hagnaði. Smám saman munu menn venjast því að sjávarútvegur er orðinn „bisness" og þá munu viðhorfin líka breytast. En það verður ekki á morgun. „Við þurfum auðvitað að skapa þœr aðstceður að fjölbreytni se' í útgerðinni. “ Við bjóðum gæðavélar frá VETUS-DEUTZ fyrir bátaflotann, 6-286 hestöfl, með gírum, skrúfubúnaði, vökvastjórn- tækjum og öllum fylgihlutum. Verðdæmi: VETUS-DEUTZ, 7,14 lítra, 286 hestöfl við 2600 sn/mín, með gír, mælaborði og vélapúðum kr. 1.590.000, án vsk. LJOSAVELAR úrsmm Hjá okkur eru VETUS Ijósavélar fyrir báta og landnotkun fáanlegar í mörgum stærðum frá 3,5 kw BALDUR HALLDORSSON SKIPASMIÐUR V wmúmæ BATAVELAR HLÍÐARENDA* PÓSTHÓLF 451 Umboosaöm a Islandi 602 akureyri • sími 462 3700

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.